Erum litlu nær ennþá.

Eftir fyrri hluta undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins erum við litlu nær um hvernig okkur muni vegna þegar upp verður staðið í maí.

Þessi keppni er oftast frekar ófyrirsjáanleg og fyrirbæri eins og yfirburðalag Alexander Rybak með Fairytale og fiðluna, sem greip alla frá fyrsta degi, eru óvenjuleg.

Eitt þekktasta lag úr söngvakeppni, sem gengur venjulega undir heitinu Volare var alls ekki sigurlag á sínum tíma en lifði þó af samkeppni við söngvakeppnislög frá mörgum fyrstu árum þess fyrirbrigðis.

Selma og Jóhanna Guðrún komust langt á sínum tíma en það virtist ekki vera nein galdraformúla sem gilti um það að það væri betra að hafa lært af reynslunni í fyrri keppni.

Meðan helmingur er eftir af undankeppninni núna, erum við því litlu nær.

Lag Ingós var svolítið Bjartmarslegt hvað varðaði viðfangsefnið, sem var allt öðruvísi en í öðrum lögum kvöldsins, en það er dálítið eins og að enn einu sinni sé ríkjandi einhver löggilt skoðun hverju sinni um það hvað sé "Júróvision-legt" lag.

Valnefndin sem velur 12 lög úr hópi í kringum 200 laga á hverju ári hefur geysilega mikið vald. Hvernig voru hin ca 200 lögin fyrst þessi eru svona?

Dæmi eru um það í söngvakeppni hér á landi að lag, sem valnefnd henti út, sigraði síðar í sömu keppni.


mbl.is Mikið tíst um Söngvakeppnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar í hálfa öld: Lög og textar Ómars Ragnarssonar

Þorsteinn Briem, 7.2.2016 kl. 08:22

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Það hefði mátt halda að það hefði verið öskudagur í gær,þvílíkur klæðnaður og  skrípaleikur á flestm flytjendum þarna. Ef þetta stefnir í þessa vitleysu, ja þá er eins gott aað hætta þessu, og nota fjármagnið í eitthvað vitlegra.

Hjörtur Herbertsson, 7.2.2016 kl. 11:15

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef fólk pælir í því, - þá er einhver svona stemming núna þar sem ægilega mikið er um glys og yfirborðsmennsku, sérstaklega í sjónvarpi.

Mér finnst svo margt minna á árin fyrir 2008 núna.

Vantar alla kjölfestu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.2.2016 kl. 12:22

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég mun ekki eyða tíma á þessa keppni á meðan að gaypride-trúðurinn páll óskar er þarna á ferð með sinn kynvilluboðskap.

Jón Þórhallsson, 7.2.2016 kl. 13:05

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlýtur að vera leiðinlegt fyrir Pál Óskar að þú sért ekki "kynvilltur", Jón Þórhallsson.

Þorsteinn Briem, 7.2.2016 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband