Minnir á umræðuna hjá Kvennalistanum.

Kvennalistinn bryddaði upp á ýmsun nýjungum í stjórnmálum. Eitt atriðið var það að enginn væri í forystu í flokknum eða þingflokknum.

Þetta gekk ekki upp til fulls nema að breyta lögum um stjórnmálaflokka og þingflokka og Kvennalistinn komst aldrei í aðstöðu til þess af því að hann komst aldrei í aðstöðu til þess á þingi eða í ríkisstjórn.

Annað atriðið var það að engin þingkona mætti sitja á þingi nema hálft kjörtímabil.

Þetta var líka erfitt, því að lögin gera ráð fyrir að kjörtímabilið sé fjögur ár, það tekur meira en tvö ár að öðlast nægilega reynslu til að valda starfinu til fulls, og það þarf talsverða breidd á framboðslistum til þess að manna vel tvöfalt fleiri þingsæti en komust á þing.

Kvennalistinn virtist í kjörstöðu til þess að komast í ríkisstjórn eftir kosningarnar 1987 með því að nýta vissa oddaaðstöðu sina, en tókst það ekki.

Sumir sögðu að það væri vegna sérstöðu listans og þess að aðrir þingflokkar væru ekki spenntir fyrir samstarfi við þingkonur Kvennalistans, en aðrir töldu að Kvennalistakonur væru ákvarðanafælnar og hræddar við að missa pólitískan meydóm með því að komast í ríkisstjórn.

Með tilkomu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og lykilhlutverks hennar við að fella borgarstjórnarmeirihluta Sjalla í Reykjavík á þann hátt að mynda kosningabandalag með andstæðingum Sjálfstæðisflokksins urðu tímamót í sögu Kvennalistans.

R-listinn var við völd í tólf ár, en á landsvísu missti hann mikið fylgi í Alþingiskosningunum 1995 og varð einn af fjórum flokkum, sem stofnuðu Samfylkinguna 1999.

Ingibjörg Sólrún var lagin við að nota "gamaldags" aðferðir við að halda R-listanum saman og eftir brotthvarf hennar úr borgarstjórastóli vantaði límið sem hélt honum saman.

Hann skrimti fram eftir kjörtímabilinu 2002-2006 en bauð þá ekki lengur fram einn sameiginlegan framboðslista og tapaði meirihlutanum í hendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.  


mbl.is „Óábyrgt að fara frá borði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.9.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, verður formaður flokksins þegar þing hefst á ný á morgun.

Helgi Hrafn tekur við af Birgittu Jónsdóttur, sem tekur við af honum sem þingflokksformaður.

Í tilkynningu frá Pírötum kemur fram að formennskan sé eingöngu formlegs eðlis "vegna þinglegra prótókolla" og hafi ekki í för með sér sérstök valdsvið eða ábyrgð.

"Þess vegna hefur formaður flokksins ávallt hafnað sérstöku launaálagi frá Alþingi fyrir formennskuna og Helgi Hrafn mun einnig hafna álaginu nú," segir í tilkynningunni.

Formenn fá greitt 50% álag á þingfararkaup sem er 651.446 krónur á mánuði.

Álagið er því 325.723 krónur á mánuði eða 3.908.676 krónur á ári.

Píratar spara því ríkinu rúmlega 15 milljónir króna á kjörtímabilinu."

Þorsteinn Briem, 7.2.2016 kl. 22:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.1.2016:

"Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður og formaður Pírata ætlar að bjóða sig fram til Alþingis á næsta kjörtímabili
en Helgi Hrafn var fyrir skemmstu valinn stjórnmálamaður ársins af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis.

Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun."

"Píratar hafa verið á mikilli siglingu síðustu misseri og flokkurinn hefur mælst stærsti stjórnmálaflokkur landsins í könnunum með yfir 30 prósent fylgi.

Verði það niðurstaðan í næstu Alþingiskosningum munu Píratar fá nítján þingmenn.

Helgi sagði í Sprengisandi að hann ætti von á því að fylgi Pírata myndi minnka en flokkurinn sé tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess.

"Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili.

Aðaláherslan á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnarmyndunarumboð yrði að koma á nýju stjórnarskránni, sem sagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið.""

Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata ætlar aftur í framboð til Alþingis - Var valinn stjórnmálamaður ársins

Þorsteinn Briem, 7.2.2016 kl. 23:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.1.2016:

"Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segist aðeins hafa áhuga á því að bjóða sig fram á næsta kjörtímabili ef kjörtímabilið verði stutt.

"Ég ætla að vinna í því að afla því fylgis en ef það tekst ekki þá náttúrulega fer bara sem fer," segir Birgitta.

Fylgi Pírata heldur áfram að aukast og er nú í fyrsta sinn komið yfir 40%, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2."

Þorsteinn Briem, 7.2.2016 kl. 23:26

5 identicon

Steini 4  Heilbrigð skynsemi 0

immalimm (IP-tala skráð) 8.2.2016 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband