Hraðar breytingar á öld netsins.

Hafi einhver haldið að farið væri að hægja á breytingum og framþróun hjá jarðarbúum er annað uppi á teningnum.

Sífellt flóknari og fullkomnari tæknibúnaður úreldist með vaxandi hraða og bylgjurnar skella svo hratt á okkur að erfitt er að fylgjast með.

Í þessu umhverfi lifir og hrærist meira að segja stjórnmálahreyfing, sem allt í einu er búinn að þoka burtu af toppi íslenskra stjórnmála Sjálfstæðisflokknum, sem hafði hátt í 40% stöðugt fylgi allt frá stofnun hans fyrir rúmlega 80 árum fram að Hruninu 2008.

Sífellt fjölgar nýjum fyrirbærum á fjölmörgum sviðum, sem eru tákn nýrra tíma.  

Gott dæmi um það: Fyrir aðeins tveimur árum var orðið deilihagkerfi óþekkt hér á landi, en það byggist á alveg nýrri hugsun um samnýtingu gæða og tækja og er afar spennandi að fylgjast með því hvernig því vegnar.

Að sönnu verður áfram rökrætt í stjórnmálum um hægri-vinstri, frjálshyggja-félagshyggja, en nú bætast við nýir straumar og ný viðfangsefni, sem verður að fást við.

Uppgangur afls,sem heillast af nýju umhverfi sem sprettur af samskiptatækni nútímans er því skiljanlegur.

 

 


mbl.is Samkeppnin heldur öllum á tánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður svo sannarlega ánægjulegt þegar þessir fordekruðu, sjálfhverfu, kaldkyndu og ömurlegu uppgjafahippar sem áður gáfu skít í "eldhúsmellu" kynslóðirnar og nú gefa skít í ungu kynslóðina hverfa af sjónarsviðinu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.2.2016 kl. 09:35

2 identicon

Þeir gefa skít í gamla Ísland en upphefja Kára.  Hvað er að þessu liði?

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/02/08/varar-pirata-vid-bjartsyni-flokkar-gamla-islands-sigra-nenni-unga-folkid-ekki-ad-kjosa/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.2.2016 kl. 09:45

3 identicon

Mogginn augljóslega búinn að tapa íslenskukunnáttunni, þjónusta komin með fleirtölu (þjónustur), þjónusta er (eins og verð) eintöluorð, en það er því miður er fleirtalan sennilega búin að festast í "tæknimáli" enda "bein þýðing" af services frown

Svo er það líka dapurlegt að maður skuli ekki sjálfkrafa skrifa texta innan íslenskra gæsalappa hér á Moggablogginu undecided

Benni (IP-tala skráð) 8.2.2016 kl. 10:05

4 identicon

100MW komast fyrir á vörubíl. Tíma mastra og sæstrengja senn liðinn. Tilbúið á markað 2022..http://www.lockheedmartin.com/us/products/compact-fusion.html

GB (IP-tala skráð) 8.2.2016 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband