Minnir um sumt á 2008.

Tilkoma, málflutningur og undirtektir við hann hjá Bernie Sanders minnir um sumt á það þegar Barack Obama fór eins og hvítur, - afsakið, - svartur stormsveipur um landslagið í bandarískum stjórnmálum.

Þetta nafn var nær algjörlega óþekkt utan Bandaríkjanna, þegar Obama steig á eldsneytisgjöfina og hóf kraftmikla spyrnu inn á kappakstursbraut undanfara forsetakosninganna 2008.

Þetta snerist að minnstu leyti um hörundslitinn því að fjáröflunaraðferðin, málflutningurinn og skipulagningin í kosningabaráttunni var sérstaklega frumleg og áhrifarík.

Það er ótrúlega stutt síðan nafn Bernie Sanders var nær alveg óþekkt utan Bandaríkjanna.

Þegar þessi 74ra ára gamli eldhugi kom til skjalanna var eins og gefinn hefði verið alveg nýr tónn, líkt og helst hefði verið hægt að búast við hjá kornungum manni, ólgandi af æskufjöri, eins og John F. Kennedy var á sínum tíma.

En rétt eins og Kennedy hafði á sínum tíma, er það fylgi ungs fólks, sem er sterkast hjá Sanders. Þrátt fyrir kynslóða aldursmun talar hann til stórs hóps þess.

Strax eftir tvær forkosningar hefur Sanders tekist að hafa þau áhrif á forkosningabaráttuna að eftir því verður munað, hvernig sem framhaldið verður.  

 


mbl.is Trump og Sanders eygja sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 10.2.2016 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband