11.2.2016 | 12:25
Sem flest egg í sömu körfu? Nei.
1965 voru um 95% bókfærðra útflutningstekna Íslendinga sjávarafurðir. Íslensk fyrirtæki fluttu fisk og sjávarafurðir út og fengu arð og gjaldeyri inn í landið.
Sammælst var um það að vera ekki með öll eggin í sömu körfu og sæta sveiflum í fiskverði og aflabrögðum og álverið í Straumsvík var reist til að dreifa áhættunni.
Ein helsta röksemdin alla tíð síðan hefur verið hve stöðug álvinnslan sé og veiti stöðug kjör og vinnuafl.
Virðisaukinn er þó mun minni en hjá sjávarútvegi af því að álfyrirtækin eru í eigu útlendinga og arðurinn rennur úr landi, auk þess sem útflutningsmagnið er í raun erlent þótt gjaldeyristekjur séu bókfærðar á hin íslensku dótturfyrirtæki, og eitt þeirra noti bókhaldsbrellur til að komast hjá því að borga tekjuskatt.
Nú gerist það að álverð fellur, nokkuð sem eigendur álfyrirtækjanna vissu að gæti gerst, því að annars hefðu þeir ekki sett þrýsting á það að orkusalinn verðfelldi sína vöru í takt við verð á áli á heimsmarkaði.
Og í ofanálag er stöðugleikinn ekki meiri en svo að í Straumsvík verða laun í raun lækkuð með því að frysta þau og stillt er upp óvissu um hvort fyrirtækinu verði lokað.
Verkalýðsbaráttan hefur verið drepin, nokkuð sem sjávarútvegurinn gerði þó ekki.
Núna tekur stóriðja í eigu útlendinga 80% af raforkuframleiðslu landsins og búið er að snúa við dæminu með öll eggin í sömu körfunni, sem áltrúarmenn beittu gagnvart sjávarútvegi 1965 en skella skollaeyrum við að beita nú gagnvart einhliða útsölu á orku landins til álvera.
Gríðarlegt tap hjá Rio Tinto | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skrýtið. Einhver gamall ríkisstarfsmaður, sem alltaf féḱk launin sín reglulega, og nú eftirlaunin, þekkir ekki rekstur en hatast við eina tegund af atvinnurekstri, og ákveður að eyða ellinni í að útbreiða hatur og lygar um hana.
Hvað er að því að eyða ellinni í bridds?
Hilmar (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 14:11
Þetta er nokkuð mikil einföldun á sögunni hjá þér Ómar, ef ekki bein sögufölsun.
Vissulega er það rétt að ein af röksemdunum fyrir stóriðjunni, á sínum tíma, var að setja fleiri stoðir undir hagkerfið. Hitt, sem skipti þó meira máli og var megin forsenda þess að stóriðjunni var boðið hingað til lands, var að fyrirsjáanleg aukning á raforku landsmanna lá fyrir og útilokað fyrir okkur sem þjóð að fara í þær framkvæmdir sem þó var vitað að þyrfti, til að sinna þessari þörf, nema með því að fá til landsins stórnotendur orku. Með því móti var á þeim tíma einungis hægt að bæta raforkukerfið fyrir sjálfa landsmenn.
Og þetta tókst með ágætum. Fyrst voru reyst orkuver sem höfðu getu til að framleiða næga orku fyrir þennan stórnotanda, auk landsmenn sjálfa og fljótlega var síðan farið í að hringtengja orkunetið. Með þeirri ráðstöfun komust flestar eða allar sveitir landsins í samband við raforkukerfið á undra skömmum tíma.
Búrfellsvirkjun var byggð fyrir lánsfé sem sem hægt var að nálgast erlendis vegna samninga við Alusuisse. Með sölu á rafmagni til Straumsvíkur voru þessi lán borguð á tiltölulega skömmum tíma. Síðan hafa virkjanir verið byggðar í tengslum við aukningu í stóriðjunni og með því höfum við getað virkjað ódýrt fyrir landsmenn, eftir því sem þörf þeirra hefur aukist.
Það er svo spurning hvenær rétt er að hægja á þessari leið, hvenær innviðir landsins eru orðnir nægjanlega öflugir til að sjá um þessa þörf, án utanaðkomandi hjálpar. Vel getur verið að þeim punkti sé þegar náð, kannski ekki.
Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að þessi þáttur í sögu okkar landsmanna er orðinn nokkuð langur, eða yfir fimmtíu ára. Á þessum tíma hefur orðið gífurleg framför í orkumálum landsmanna og þeir sem muna tímann fyrir Landsvirkjun og stóriðjunnar, muna þær skammtanir sem algengar voru og það óöryggi í orku til heimila, þ.e. hjá þeim landsmönnum sem á annað borð höfðu rafmagn.
En það er fleira sem má skoða í þessu tímabili, t.d. hafa aldrei orðið verkföll í Straumsvík, allan þennan tíma og samband þeirrar verksmiðju við okkur landsmenn yfirleitt verið til sóma, utan þess er súrálið "hækkaði í hafi" um nokkurra ára skeið. Þar skorti kannski hellst á eftirlit af hálfu stjórnvalda. Það mál leystist þó farsællega að lokum.
Tæpum áratug eftir að Straumsvík tók til starfa hóf Íslenska Járnblendifélagið störf. Þegar á þessum tíma voru landsmenn farnir að venjast því að rafmagn væri sjálfsagður hlutur inn á heimilin og fyrsta áratuginn var ÍJ notuð sem stuðpúði fyrir kerfið, þ.e. þegar mikil notkun var hjá landsmönnum, eða vandamál orkuverunum, var lækkað á ofnum verksmiðjunnar. Þannig urði landsmenn ekki varir við slík vandræði og fengu rafmagn inn á sín heimili. Reyndar hefur þessi verksmiðja verið notaður sem stuðpúði til dagsins í dag, þegar illa árar í vatnsbúskap.
Það er deginum ljósara að án stóriðjunnar hefði uppbygging raforkuvera og dreifikerfisins orðið mun hægari, jafnvel svo að en væri kannski langt í land með það öryggi sem nú er hér á landi. Vandi álveranna hefur á þessum tíma verið minniháttar, þar til nú og það stafar af allt öðrum öflum en áður hefur þekkst, eða vegna stjórnmálaástands í Kína. Íslenska Járnblendifélagið, sem var lengi vel annar þeirra tveggja stórnotenda sem byggðu upp raforkukerfið fyrir landsmenn, hefðu alltaf staðið við sínar skuldbindingar og ríkið aldrei þurft að leggja eina krónu fram vegna þess. Þegar USSR hrundi leit út fyrir að fyrirtækið þyrfti tímabundið lán og var óskað ríkisábyrgðar, enda ríkið á þeim tíma stæðsti eigandi þess. Þeirri ábyrgð var hafnað af hálfu þáverandi stjórnvalda. Trú forstjóra fyrirtækins var þó óbilandi og í eigin nafni tók hann lán í Bretlandi til að greiða starfsmönnum laun og halda þannig fyrirtækinu gangandi. Innan við tveim mánuðum síðar rauk verð á járnblendi upp og allar skuldir fyrirtækisins, ásamt láni því er forstjórinn ábyrgðist, greiddar upp í snatri.
Það eru sumir sem sjá það sem einhvern ókost að verð á raforku til stóriðju sé tengt verði þeirra vara sem hún framleiðir. Lengst af var þetta svo og er að hluta til enn hér á landi. Erlendis þykir þetta sjálfsagt mál, enda stórnotendur taldir hagkvæmustu viðskiptavinir sem hvert orkufyrirtæki getur fengið. Þrátt fyrir þessa tengingu hefur Landsvirkjun alltaf getað staðið við sínar skuldbindingar og nú stefnir í að hagnaður fyrirtækisins verði mældur í tugum milljarða á ári. Allir sjá að slíkt hefði aldrei getað orðið án stórnotenda, að landsmenn hefðu aldrei sjálfir getað staðið undir slíkri uppbyggingu, jafnvel þó orkuverð til landsmanna hefði verið tvöfaldað miðað við sem annars varð. Jafnvel má með góðum rökum telja að Landsvirkjun væri ekki til ef ekki hefði komið til stóriðja.
Menn geta haft misjafnar skoðanir á stóriðjunni, en það er lágmark að um þetta sé rætt af sannleik. Vissulega var ein ástæða þess að út á þessa braut var farið, sú að með því mætti treysta undirstöðurnar undir hagkerfið og vissulega hefur það tekist. Nú þegar þeir sem lögðu fram sitt til þeirrar styrkingar lenda í vanda, á að kasta þeim á brott. Stæðsta og þýðingarmesta ástæða þess að stóriðjan var valin er þó sú að með því væri okkur gert mögulegt að byggja upp orkukerfi fyrir landsmenn sjálfa og skaffað rafmagn á hvert heimili á verði sem allar þjóðir öfunda okkur af. En sumir vilja ekki sjá sannleikann, hann er þó til staðar fyrir því.
Svo eru auðvitað til þeir sem vilja engu breyta og vildu helst að við byggjum enn í torfkofum eða kannski bröggum frá seinna stríði.
Gunnar Heiðarsson, 11.2.2016 kl. 15:04
"Þrátt fyrir þessa tengingu hefur Landsvirkjun alltaf getað staðið við sínar skuldbindingar og nú stefnir í að hagnaður fyrirtækisins verði mældur í tugum milljarða á ári."
"Svo eru auðvitað til þeir sem vilja engu breyta og vildu helst að við byggjum enn í torfkofum eða kannski bröggum frá seinna stríði."
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 20:41
Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.
27.11.2014:
Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar
Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.
Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.
Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.
Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.
Og ekki veit ég til þess að Ómar Ragnarsson hafi verið á móti til að mynda álverinu í Hafnarfirði, Búðarhálsvirkjun, Bláa lóninu eða nýjum 57 kílómetra löngum Suðurstrandarvegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, eða einhverjir Íslendingar séu á móti raforku.
Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra, stóð fyrir því ásamt fleirum, meðal annarra þingmönnum Vinstri grænna, að reist yrði kísilver á Húsavík.
Til að það verði reist þurfa hins vegar að koma gríðarmiklar fjárveitingar frá ríkinu, aðallega skattgreiðendum á höfuðborgarsvæðinu, vegna hafnarframkvæmda þar og jarðgangagerðar frá höfninni.
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 20:44
"Fjallagrasatínslan":
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar áætlaðar um 400 milljarðar króna á þessu ári, 2016 - Um 44% meiri en árið 2013
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 20:45
20.5.2014:
Landsvirkjun skuldar andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana, 268 milljarða króna í árslok 2013
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 20:48
26.2.2014:
"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].
Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."
Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 20:49
18.10.2013:
"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.
Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.
Álverð hefur hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.
Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%]."
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 20:51
16.12.2013:
"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.
Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent til að hægt yrði að ljúka samningum."
Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 20:53
6.9.2013:
"Útflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2013 jókst um 1,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2012.
Þar af jókst þjónustuútflutningur um 4,7% en á móti dróst vöruútflutningur saman um 0,8%."
Landsframleiðslan jókst um 2,2% að raungildi fyrstu sex mánuðina 2013 miðað við sama tímabil 2012
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 20:55
15.11.2015:
Alcoa aldrei greitt skatt hér á Íslandi - Um 57 milljarðar króna farið frá Alcoa í Reyðarfirði til Lúxemborgar
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 20:57
Febrúar 2009:
"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.
Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.
Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.
Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.
Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.
Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."
Efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju hér á Íslandi - Fyrrverandi ríkisskattstjóri
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:00
9.3.2015:
"Raforkuframleiðsla hér á landi hefur nærri tvöfaldast á mann undanfarinn áratug.
Norðmenn eru ekki nema rúmir hálfdrættingar í raforkuframleiðslu á mann."
"Orkustofnun hefur tekið saman heildarraforkuframleiðsluna í fyrra og nam hún 18.120 gígavattstundum."
"Raforkuframleiðsla á hvern íbúa nam tæpum 56 megavattstundum í fyrra.
Árið 2004 nam hún tæpum 30 megavattstundum og aukningin nemur 90 prósentum.
Magnús Júlíusson verkfræðingur á Orkustofnun segir að Norðmenn komi næstir á eftir okkur en þeir hafi um 30 megavattsstundir á íbúa.
Stöðug aukning hefur verið síðustu áratugi. Mesta stökkið varð þegar Kárahnjúkavirkjun var tekin í gagnið í nóvemberlok 2007.
Heimilin nota aðeins fimm af hundraði rafmagnsins en stóriðjan 80 af hundraði."
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:02
27.9.2015:
"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.
Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."
Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:03
4.3.2015:
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en ellefu milljarða króna halli á vöruskiptum árið 2014
4.3.2015:
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar hafa tvöfaldast frá 2009 - Verulegur tekjusamdráttur af þjónustu tengdri útflutningi álvera
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:04
Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:05
17.2.2015:
"Íslandsbanki spáir því að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar verði 342 milljarðar króna árið 2015, eða ríflega ein milljón króna á hvern Íslending.
Greinin hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið og með sama áframhaldi verða tekjurnar farnar að nálgast útgjöld ríkisins innan nokkurra ára en þau eru áætluð um 640 milljarðar króna í ár."
"Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir ferðaþjónustuna orðna "langumfangsmestu atvinnugrein þjóðarinnar á mælikvarða gjaldeyrisöflunar.""
Spá 342 milljarða króna útflutningstekjum ferðaþjónustunnar árið 2015
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:11
21.2.2014:
Landsvirkjun tapaði 4,4 milljörðum króna árið 2013 vegna lækkandi álverðs
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:12
Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:14
10.4.2013:
"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um arðgreiðslu til eigenda, þ.e. ríkissjóðs, að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2012.
Landsvirkjun greiddi 1,8 milljarða í arð í ríkissjóð í fyrra en fyrirtækið greiddi engan arð fjögur ár þar á undan."
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:15
CCP á Grandagarði í Reykjavík seldi árið 2009 útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem dugað hefði til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hér á Íslandi laun og launatengd gjöld.
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:19
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi..
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% eru flutt úr landi."
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:21
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.
12.6.2008:
"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:23
Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.
(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)
Félagssvæði VR nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.
Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:25
7.8.2015:
"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."
"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:29
24.8.2015:
Lágt álverð dregur niður hagnað Orkuveitu Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:30
18.8.2015:
Hlutabréf álframleiðenda hríðfalla
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:31
17.12.2015:
Norðurál þrýstir á lægra orkuverð
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:39
17.12.2015:
Landsvirkjun segir Norðurál sýna mikla hörku og hóta lokun
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:41
Í dag:
Gríðarlegt tap hjá Rio Tinto
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 21:45
Eins og fram kemur hjá Gunnari hér að ofan þá er þetta nokkuð mikil einföldun á sögunni ef ekki bein sögufölsun. Auk þess sem rangfærslur, bull og vitleysa lekur niður af þér í stríðum straumum.
Ef megnið af raforku til stóriðju er að setja öll eggin í sömu körfu þá er það að setja flesta ferðamenn á hótel og megnið af fiskinum í útflutning það einnig.
Það virðist angra þig mikið að eigendur fyrirtækja, séu þeir útlendir, skuli hafa arð af fyrirtækjunum. Og að þeir fari að lögum og greiði ekki meiri skatta en þeir nauðsynlega þurfi. Þú hefur þá væntanlega aldrei talið fram neina frádráttarliði á þínum skattaframtölum.
Hrifning þín og aðdáun á verkalýðsbaráttunni hjá sjávarútveginum, þar sem sjómenn hafa verið samningslausir í 5 ár og fá á sig lög þegar þeir reyna að fara í aðgerðir, kemur á óvart í ljósi þess hve vandlæting þín er mikil yfir að álverið í Straumsvík skuli ekki vilja ganga strax að öllum kröfum starfsmanna og kallar það að drepa verkalýðsbaráttu.
"...hatast við eina tegund af atvinnurekstri, og ákveður að eyða ellinni í að útbreiða hatur og lygar um hana. Hvað er að því að eyða ellinni í bridds?" Mikið til í því.
Hábeinn (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 23:33
Að sjálfsögðu eru allar staðreyndirnar sem undirritaður birti hér að ofan "sögufölsun".
Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 23:57
Byrjar enn talið um "hatur og lygar" og að ég "vilji fara aftur inn í torfkofana." Engin rök færð fyrir þessum stóryrðum.
Steini, 28 athugasemdir frá þér einum! Þetta gengur ekki.
Ómar Ragnarsson, 12.2.2016 kl. 01:54
Ég á einkum við það að setja öll eggin í sömu álkörfuna i orkusölunni.
Ómar Ragnarsson, 12.2.2016 kl. 02:01
Einkennilegt er það hugarfar að býsnast yfir því að við hjónin skulum hafa úr rúmlega 200 þúsund krónum fyrir skatt í lífeyri hvort um sig að spila á mánuði í ellinni.
Maður á sennilega að biðjast afsökunar á því að halda að maður hafi lagt þetta fyrir til elliáranna.
Ómar Ragnarsson, 12.2.2016 kl. 02:09
100% sammala þér Ómar haltu ótrauður áfram
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 12.2.2016 kl. 06:57
Sæll Ómar.
Ég sagði ekki að þú vildir í torfkofa, heldur að til væri það fólk hér á landi sem engar breytingar vildu og vild sjálfsagt búa í torfkofum eða bröggum frá seinna stríði.
Þetta voru lokaorð í fullu samræmi við það sem skrifað er í athugasemdina frá mér. Þau beinast ekki að þér persónulega heldur eru til að hnykkja á um þá staðreynd að þær framfarir sem hér hafa orðið og það þjóðfélag sem við búum í, er að stæðstum hluta komið til vegna rafvæðingar landsins, rafvæðingar sem við hefðum ekki getað komið á á jafn stuttum tíma og án jafn lítillar aðkoma okkar eigin buddu og raun varð á. Að þar hafi stóriðjan spilað stóra rullu.
Gunnar Heiðarsson, 12.2.2016 kl. 07:39
Já Steini þú meinar það, hafði ekki hugsað þetta svona en ok.
Hvernig er það Ómar árt þú marga reykspúandi fornbíla? Rafmagnsbíll er málið, þá þá þurfum við rafmagn. Er tölvan þín úr áli?
S. Breik (IP-tala skráð) 12.2.2016 kl. 08:27
S. Breik Rafmagnsbíll er málið, alveg rétt hjá þér.um að gera að nota eitthvað af rafmagninu sjálf dreifa þannig eggjunum hefur Ómar ekki marg oft bent a það. Er tölvan þín úr áli? jú hvaða mali skiptir það okkur ber engin skilda að það þurfi alt að vera framleitt a Íslandi best að dreifa þeim eggjum líka
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 12.2.2016 kl. 21:32
Ómar, þú skrifar alltaf áhugaverðar hugleiðingar en ert því miður búinn að hrekja allt málsmetandi fólk frá bloggsíðunni vegna þess að þú leyfir þessum spamara Steina Briem að vaða hér uppi og eyðileggja alla möguleika á vitrænni og málefnalegri umræðu með endalausu spami. Þetta er svona svipað og ef þú héldir fyrirlestra í sal þar sem þú leyfðir einum manni að henda stöðugt skólpi yfir gesti þína, en stöðvaðir það ekki. Eðlilega, þá hættir fólk að mæta. Mikil synd.
Kjartan (IP-tala skráð) 13.2.2016 kl. 07:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.