Að skilja skoðanirnar eftir heima.

Elín Hirst sagði eitt sinn í mín eyru þegar hún var fréttastjóri að fjölmiðlafólk og aðrir í svipaðri stöðu ættu að leitast við að skilja skoðanir sínar í stjórnmálum eftir heima þegar þeir færu í vinnuna á morgnana.

Þetta var vel mælt og gildir líka um kennara og aðra þá, sem fjalla þurfa á óhlutdrægan hátt um menn og málefni.

Ekkert í málarekstri Akureyrarbæjar benti til annars en að Snorri Óskarsson hefði skilið umdeildar skoðanir sínar eftir heima þegar hann fór í vinnuna.

Hann fékk ekki áminningu vegna hegðunar í starfi, heldur vegna skrifa utan starfs og skoðana, sem hann lét í ljós utan kennslustofunnar.

Í hreint óefni hefði stefnt ef Hæstiréttur hefði dæmt öðruvísi en að hafa í heiðri skýr lög um skoðan- og tjáningarfrelsi.  


mbl.is Snorri hafði betur gegn Akureyrarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt viðtali fyrir tveim vikum við stjóra Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur  þá skrá stafsmenn hennar viðhorf fólks

Grímur (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 19:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanir fólks eru skráðar af því sjálfu úti um víðan völl á Netinu og í öðrum fjölmiðlum.

Og eftir að Netið kom til sögunnar eru skoðanir manna margfalt betur skráðar en áður.

Ekki veit ég hvers vegna Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur ætti að skrá skoðanir allra manna.

Hvað sagði skrifstofan nákvæmlega um það mál, Grímur?

Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 20:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mannréttindastefna Reykjavíkur byggir á mannréttindum og jafnræðisreglunni.

Jafnræðisreglan eða bann við mismunun er ein grunnhugmynd mannréttinda.

Hana er að finna í helstu mannréttindasamningum og 65. gr. stjórnarskrárinnar en reglan kveður á um að bannað sé að mismuna fólki á grunvelli tiltekinna eiginleika þess eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum."

"
Eitt af helstu viðfangsefnum Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur er að "standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu."

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 11.2.2016 kl. 20:25

4 identicon

Pennys from heaven? innocent

Guðmundur góði (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband