13.2.2016 | 23:04
Högni og Glowie ógleymanleg. Á disk með þetta!
Útfærsla Högna Egilssonar og Glowie á laginu "All out of luck" var það sem stóð upp úr í Söngvakeppnisþættinum í kvöld.
Sýndi ekki aðeins hvað lagið er gott heldur líka hvernig sannir listamenn geta lyft góðu lagi og texta enn hærra með snilldartúlkun og efnistökum.
Mann langaði strax til að fá að heyra og sjá þetta aftur og gamalkunnug orð komu upp í hugann:
Á disk með þetta!
Eftir þetta seinna kvöld hefur nagandi efi um gengi okkar í Júróvision 2016, sem settist að eftir fyrra kvöldið, minnkað.
Upplesin glærusýning í söngvakeppninni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála með Högna/Glowie og lagið hans Þorvaldar Bjarna. Frábært lag og frábær flutningur. Eina Evrópusýningarlagið( Eurovision) sem hefur náð eyrum mínum sennilega vegna þess að það er í áttina að vera "progressive rokk" sem er mitt uppáhald. Skýrist sennilega af því að Þorvaldur Bjarni er mikill YES aðdáandi. Lögin í þessari keppni eru sennilega ekkert af lakari endanum en kemur samt engum þægindahroll af stað í bakinu og niður í rassgat( þið fyrirgefið orðbragðið) eins og gerist þegar ég heyri eitthvað magnað. Það er misjafn smekkur manna.
Jósef Smári Ásmundsson, 14.2.2016 kl. 06:45
Ætla að leiðrétta þig aðeins hér kæri Ómar. Þetta var lagið hans Þorvaldar Bjarna sem Selma flutti á Eurovision, All out of luck en ekki Is it true sem Jóhanna Guðrún flutti líka svo snilldarlega. Bæði lögin lentu í örðu sæti sælla minninga. En Högni Egilsson flutti þessa útgáfu stórkostlega í gærkvöldi enda drengurinn snillingur.Ég var agndofa :)
Ragna Birgisdóttir, 14.2.2016 kl. 10:38
öðru sæti átti þetta auðvitað að vera ;)
Ragna Birgisdóttir, 14.2.2016 kl. 10:39
"All out of luck" átti þetta auðvitaða ð vera.
Ómar Ragnarsson, 14.2.2016 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.