14.2.2016 | 12:44
Fyrr má nú vera forréttindatæki.
Það líður ekki sá dagur að allir verða vitni að endalausri farsímanotkun í umferðinni og aldrei hefði mig órað fyrir því þegar ég gerðist einn fyrsti notandi þessa tækis hér á landi, að þetta yrði að þvílíku forréttindatæki, sem það er orðið.
Sögurnar eru óteljandi. Frænka mín ein axlarbrotnaði illa við það að bílstjóri, sem var að senda skilaboð, ók á fullri ferð aftann á bíl hennar þar sem hún stöövaði hann við rautt ljós á gatnamótum.
Hún er enn, ári síðar, hvergi nærri búinn að jafna sig, og gerir það kannski aldrei, varð að fara í sérstaka aðgerð og láta rífa allt upp rúmum mánuði eftir brotið.
Síðast í fyrradag, í þéttri föstudagsumferð, ók ég á eftir nokkrum bílum hér og þar, þar sem bílstjórarnir virtust vera með lítilli meðvitund um akstur sinn, fóru seint og illa af stað á ljósum, gáfu ekki stefnuljós og voru til trafala á annan hátt.
Þegar betur var aðgætt voru þessi bílstjórar allir á kafi í símanotkun.
Það er kominn tími til þjóðarátaks í bættri símanotkunn, við þurfum að líta í eigin barm og setja okkur almennar siðareglur, sem eru einfaldlega nauðsynlegar og skynsamlegar.
1. Það viðfangsefni, beint viðtal við manneskju, akstur eða annað, sem verið er að fást við þegar síminn hringir eða gefur merki um skilaboð, verður að hafa forgang. Það er frekja og dónaskapur þegar hringjandi og svarandi ryðjast inn í beint samtal eða krefjandi verkefni.
2. Það er yfirleitt hægt að sjá á símanum eftir á úr hvaða númeri er hringt og gera ráðstafanir til að svara því þegar um hægist, til dæmis með því einfaldlega að stöðva bílinn, eða ljúka erindinu við þann sem verið er að tala við beint eða afgreiða. Þeir sem hringja úr leyninúmerum verða sjálfir að taka afleiðingunum af því ef það verður til þess að ekki er hægt að sjá eftir á, hver hringdi.
Farsímanotkun í akstri er líklega orðin jafn alvarleg ógn við umferðaröryggi og ölvun. Farsímanotkunin er lúmskari vegna þess að ölvun má oftast sannreyna eftir á, en erfiðara er um vik varðandi farsímanotkunina.
Nú rétt í þann mund sem verið er að skrifa þennan pistil er sagt í fréttum frá því að rokkhljómsveit og umboðsmaður hennar, alls fimm menn, hafi farist við það að bíl þeirra var ekið í gegnum vegatálma við skipaskurð og hrapaði meira en 20 metra fall ofan í skurðinn.
Ekkert er enn vitað um ástæður slyssins, en miðað við svo margt annað, sem er á seyði í umferðinni ætti ekki að útiloka farsímanotkun þegar slysið verður rannsakað.
Lagði símann frá sér einu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Satt segirðu Ómar. Þetta er varhugavert. Það virðist vera af fréttum að dæma að rokkhljómsveitin hafi bara verið á hraðferð. Þetta var sannarlega hörmulegt slys. Hins vegar var fréttin af Karlakórnum Esju í gær svolítið spaugileg. Þeir voru allt of margir tökumennirnir. Fréttin hefði orðið fallegri ef þeir hefðu fækkað aðeins tökumönnum og fókuserað á sönginn.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2016 kl. 13:11
Íslenskir ökumenn:
Hjartveikir 10%,
heilabilaðir 15%,
heilalausir 20%,
elliærir 10%,
í farsímanum 10%,
hafa aldrei fengið ökuskírteini 5%,
hafa misst ökuskírteinið 10%,
eru á Viagra í umferðinni 5%,
ölvaðir undir stýri 5%,
dópaðir undir stýri 5%,
í þokkalega góðu ástandi 5%.
Þorsteinn Briem, 14.2.2016 kl. 13:24
Ég var stödd í Vínbúðinni Heiðrúnu fyrir nokkru síðan og þar var öryggisvörður sem var á kafi í símanum sínum - Ekki mikið öryggi þar !
Ég held að vinnuveitendur þurfi að fara setja reglur um notkun síma á vinnutíma.
Lara (IP-tala skráð) 14.2.2016 kl. 13:32
Hækka sektina fyrir að nota símann verandi akandi eða réttara sagt út að aka í umferðinni. Þetta er algjörlega glórulaust og ef að sektin er há þá kannski vaknar fólk upp. Það vælir um leið og það þarf að borga en hugsa ekki um afleiðingarnar ef að aðrir verða fyrir alvarlegu heilstjóni vegna ábyrgðarleysis þeirra.
Ragna Birgisdóttir, 14.2.2016 kl. 13:42
Hækkun sekta er ein leið til að vinna gegn vandanum. Önnur og mun áhrifameiri, sérstaklega gagnvart atvinnubílstjórum, er að fjölga verulega punktum við hvert brot á banni við símnotkun undir stýri.
Punktafjöldin getur þannig verið fljótur að ná prófmissi og ekkert óttast atvinnubílstjórar meira.
Menn tala um að efla þurfi löggjöfina. Vel má vera að skerpa þurfi á henni, en þó ætti algjört bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar, eins og núverandi löggjöf segir, að duga.
Gunnar Heiðarsson, 14.2.2016 kl. 14:22
Ætli þetta sé vandamál erlendis?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2016 kl. 15:36
Í mínum huga væri það alveg skoðunnarinnar virði að athuga hvort ekki mætti gera síma viðkomandi upptækan. Þá þyrfti sá aðili allavega að leysa hann út til að geta notað hann aftur og - punkta í ökuskýrteinið. MLO.
Már Linnet Óskarsson (IP-tala skráð) 14.2.2016 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.