18.2.2016 | 15:43
Ekki sama hvar manni er hent út.
Ég var eitthvað í kringum tíu ára gamall þegar ég var með "fíflalæti" í strætó. Bílstjórinn var sofandalegur og ég ákvað að prófa athyglisgáfu hans á þann hátt að vera fremst í röðinni þegar fólk fór inn í bílinn og setti miða í stauk, flýta mér aftur í og út úr vagninum og inn í hann aftur að framan og setja annan miða í.
Það var það löng biðröð að ég náði að fara aftur út og koma inn í þriðja skiptið.
Þá fyrst fattaði bílstjórinn hvað var á seyði og varð svo reiður, af því að allir í vagninum hlógu, að hann rak mig út úr vagninum og ég gekk heim.
Þetta var við Laugarnesskólann og ágætis veður, svo að ég labbaði bara heim upp í Stórholt, fannst að vísu svolítið harkalegt að vera rekinn úr vagninum, af því að´tæknilega séð fannst mér ég ekki brotið neina reglu.
Meira að segja borgað þrefalt gjald.
Hvað um það, - það er ekki sama hvar barni er hent út úr strætó og við hvaða aðstæður. Það skilur maður þegar maður heyrir af stúlkunni sem var hent út úr strætó á milli Eyrarbakka og Selfoss í myrkri og slæmu vetrarveðri.
14 ára hent út úr strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Víða farið inn og út,
æstur dáðadrengur,
enginn þar með sorg og sút,
syndin happafengur.
Þorsteinn Briem, 18.2.2016 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.