Breyttar aðstæður geta eyðilögt viðtöl á neyðarlegan hátt.

"Neyttu á meðan á nefinu stendur", sagði tröllskessan í þjóðsögunni.

Stundum eyðileggjast viðtöl ef þau eru ekki birt strax og geta líka orðið ónýt ef þau eru birt eða endurbirt alltof seint.

Dæmi: Í desemberbyrjun fyrir nokkrum áratugum fór ég austur í Gunnarsholt og tók viðtal við Svein Runólfsson landgræðslustjóra um þann einstæða viðburð að verið væri að plægja akur þar eystra.

Fréttastjórinn brýndi mig að nota tækifærið vel og koma með minnst tvær fréttir til baka.

Ég lengdi því viðtalið og gerði holdanautarækt og fleiri aðstæður að efni í annað viðtal.

Þegar ég kom næst á vakt þremur dögum síðar hafði veðrið gerbreyst. Það snjóaði strax daginn eftir viðtalið og jörð var alhvít. Það stakk dálítið í stúf við efni viðtalsins svo að það var ákveðið að bíða átekta eftir næstu þíðu af fjölmörgum vetrarþíðum sem venjulega koma á Suðurlandi.

Leið nú veturinn og alltaf biðum við fréttastjórinn eftir að þíðan kæmi. En veturinn reyndist verða einhver hinn snjóasamasti og kaldasti í manna minnum svo að snjóa leysti ekki fyrr en í maí, og þá var viðtalið orðið gersamlega úrelt og ónýtt.

Það var því aldrei sýnt.

Fyrirgefðu, Sveinn.


mbl.is Iðrast birtingarinnar sáran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og undir Hörpu verða gríðarstórir bílakjallarar undir nú óbyggðum stórum reitum sitt hvoru megin við Geirsgötu:

Þorsteinn Briem, 23.2.2016 kl. 18:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.9.2013:

"Þeir sem eiga er­indi í miðbæ­inn virðast síður vilja leggja bíl­um sín­um í bíla­stæðahús­um miðborg­ar­inn­ar ef marka má mynd­ir sem ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins náði síðdeg­is í gær.

Á meðan bíla­stæðapl­an við Tryggvagötu, ná­lægt Toll­hús­inu, var þétt­setið og bíl­arn­ir hring­sóluðu um í leit að stæði var aðeins einn bíll inni í bíla­húsi Kola­ports­ins við Kalkofns­veg.

Svo vildi til að það var bíll frá embætti toll­stjóra."

"Bíl­stæðin við Tryggvagötu voru full og mörg­um bíl­um var lagt ólög­lega."

Tómt bílastæðahús en troðið bílastæði

Þorsteinn Briem, 23.2.2016 kl. 18:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2015:

"Meðan á framkvæmdunum stendur fækkar bílastæðum í Miðbænum en að þeim loknum innan þriggja ára er gert ráð fyrir að um eitt þúsund bílastæði verði í bílakjallara undir svæðinu."

Byggingaframkvæmdir við Tollhúsið (ekki rétt mynd með fréttinni)

Þorsteinn Briem, 23.2.2016 kl. 18:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.2.2015:

"Marg­falt dýr­ara er að leggja í bíla­stæðahús­um í miðborg­um höfuðborga annarra landa á Norður­lönd­un­um en í Reykja­vík.

Í Osló er það frá þris­var og hálf­um sinn­um til sjö sinn­um dýr­ara en hér, jafn­vel þó miðað sé við fyr­ir­hugaða hækk­un á gjald­skrá bíla­stæðahúsa Reykja­vík­ur­borg­ar."

Margfalt ódýrara að leggja bílum í bílastæðahúsum í Reykjavík en miðborgum annarra Norðurlanda

Þorsteinn Briem, 23.2.2016 kl. 18:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.6.2015:

"Lengsta mögulega vegalengd sem fólk þarf að ganga frá bíl sínum til að komast í alla verslun og þjónustu á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur er 350 metrar þegar lagt er í bílastæðahúsi, sem jafngildir um þriggja mínútna gangi miðað við meðalgönguhraða.

Þetta kemur fram í úttekt sem Andri Gunnar Lyngberg arkitekt hjá Trípólí arkitektum og Björn Teitsson upplýsingafulltrúi unnu."

Þorsteinn Briem, 23.2.2016 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband