"Framsal ríkisvalds."

Í umræðunni núna er sífellt talað um "afsal fullveldis", þegar rætt er um hugsanlega grein í stjórnarskránni um "framsal ríkisvalds" eða nánar tiltekið "framsal lagaheimilda til alþjóðlegra stofnana."

Umræðan er nánast eingöngu á þann veg, að alls ekki megi setja ákvæði um slíkt í stjórnarskrá, því að í því felist missir fullveldis.

Sumir hnykkja á þessu með því að segja að slík grein væri landráð og þeir, sem að henni stæðu landráðamenn.  

Gott og vel, - ef menn líta svo á að "framsal lagaheimilda til alþjóðlegra stofnana" eða "framsal ríkisvalds" séu landráð, hafa þau verið stunduð samfellt frá árinu 1944, þegar Íslendingar gerðust aðilar að Alþjóðlegu flugmálastofnunninni og gengust undir það að hlíta reglum hennar eins og aðrar aðildarþjóðir, afsala íslenskum valdheimildum þar sem það átti við.

Þar var um að ræða framsal þessa afmarkaða ríkisvalds, enda er öll íslensk löggjöf um flugmál sniðin eftir þessum alþjóðlegu kröfum og stöðlum og ef við stöndum ekki við skuldbindingar okkar að þessu leyti, verðum við að hverfa úr þessu alþjóðlega samstarfi með þeim afleiðingum sem það hefur.

Listinn á "framsali ríkisvalds" er síðan orðinn ærið langur en hér skulu nefnd örfá dæmi af mörgum frá árinu 1944:

Aðild að Alþjóða flugmálastofnuninni 1944.

Aðild að Sameinuðu þjóðunum 1946.

Aðild að Alþjóðadómstólnum í Haag.  

Aðild að NATO 1949.

Varnarsamningur við Bandaríkin 1951.

Aðild að EFTA 1970.

Aðild að Alþjóða siglingamálastofnuninni.

Aðild að Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Aðild að Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðarnna.

Aðild að Mannréttindasáttmála Evrópu.

Aðild að Mannréttindadómstólnun í Strassborg.

Undirritun Ríó-sáttmálans 1992.  

Aðild að EES 1994.

Lögfesting Árósasamningsins 2013.

Aðild að Parísarsáttmálanum 2015.

 

Allt þetta framsal valdheimilda til alþjóðastofnana og ótal fleiri samningar runnu í gegn, og í EES-málinu vantaði nógu skýr lagaákvæði til þess að hægt væri að skera úr um það hvort þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti og því nægði einfaldur meirihluti á Alþingi.

NATO-aðildin var keyrð í gegn á Alþingi án þess meiri hluti Alþingis teldi skylt að bera hana undir þjóðaratkvæði.

Samkvæmt viðkomandi lagagrein í frumvarpi stjórnlagaráðs hefði verið skylt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta "framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana."

Í lagagrein stjórnlagaráðs er ennfremur lagt bann við því að gera svona samninga nema að þeir séu afturkræfir, það er, að Íslendingar geti sagt þeim upp eða gengið úr samstarfinu.

Ekkert slíkt ákvæði er í núverandi stjórnarskrá.

Ef menn telja að ekki megi gera samninga á borð við þá, sem hér eru nefndir, væru þeir sjálfum sér samkvæmir með því að taka upp baráttu fyrir því að þeim verði sagt upp og Ísland dregið út úr þeim og því alþjóðasamstarfi, sem í þeim felst.

Þá fyrst nytu Íslendingar óskoraðs fullveldis.  


mbl.is Falleinkunn stjórnarskrárnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ekki má gleyma sendiráðunum. Þar fara erlend ríki með yfirráð yfir hluta Íslands og Íslensk lög gilda ekki. Það hlýtur að teljast landráð eins og samningarnir við útlendingana. Norður Kórea er opnari og frjálslegri en hið 100% fullvalda Ísland sem þetta undarlega fólk dreymir um.

Davíð12 (IP-tala skráð) 24.2.2016 kl. 21:40

2 Smámynd: Már Elíson

Ja, sendiráðin í Bretlandi geta nú hýst menn án þess að lög landsins nái þar inn fyrir dyr. - Alla vera er/var ekki hægt að hrófla við Snowden hinum hugrakka. - Skyldi það ekki gilda líka um sendiráð Íslands ??

Már Elíson, 24.2.2016 kl. 21:58

3 identicon

Það þarf náttúrulega að athuga það samhengi sem um ræður, Ómar.  Ef erlent skip gerði sig brotlega í Íslenskri löghelgi, þá hefði það verið landráð við Ísland, ef framsal hefði verið þannig háttað að rannsók og dómur í slíku tilfelli, væri haldin utan lands og án þess að landið gæti lagt þar nokkuð að.  Sama á við um flugmál, þess vegna er ekki hægt að tala um "framsal ríkisvalds", því að þrátt fyrir aðild Íslands að þessum sáttmálum, þá gildir réttur Íslands, á Íslandi.

Síðan er í þessum lista, samþykktir sem spyrja má Alþingi hvern andskotan þeir hefðu verið að skrifa undir þetta.  Hér má nefna Alþjóða dómstólnum í Haag, og NATO ... og tveir, þŕir aðrir má maður spyrja um.  Hérna má taka Haag, Ísland hefur ekkert þangað að sækja, né neitt þangað að færa.  NATO, gefur bara Evrópu ... þar á meðal þeim þjóðum sem "kúguðu" forfeðurna í árhundruð, til að hafa aðgang að landinu ... óspart.  Slíkt eru Landráð, Ómar ... hvað var Ísland búið að vera lengi sjálfstætt, áður en menn fóru að leggja á ráðin að gefa Evrópu þjóðum aðgang að landinu, í gegnum vafasaman skilmála ... þar sem verið er að "verja" landann með hernámi.  Samningur við kanann, var gerður til að koma lúðaleppunum "bretum" út úr landinu, fyrir fullt og allt.  Og þegar kaninn hefur lítið hingað að sækja, koma danir, svíar og aðrir ... sem seldu afa þínum og ömmu, skemmdar baunir og héldu landinu í þvingunar greipum.

Þetta eru landráð Ómar ... hrein og bein. Lítilsvirðing, við þá menn sem börðust fyrir sjálfstæði landsins, í gegnum árin og lögðu lífið að veði.

Og að halda uppi einhverri Rússagrýlu, til að réttlæta þetta þvaður.  Sko Rússar hafa aldrei, í gegnum söguna, gert sig líklega til að hernema þetta kuldasker, enda ekkert hingað að sækja nema leiðinlegar kerlingablækur og þeir eiga nóg af þeim sjálfir ... en bæði Bretar og Danir ... HAFA gert það.  Sýnt það og sannað, að þeir vaði um landið á skítugum skónum, og virða hvorki kóng né prest.

Það liggur nærri lagi, að landið þurfi vernd GEGN NATO, heldur en af NATO.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.2.2016 kl. 23:33

4 identicon

NATÓ er ekki yfirþjóðlegt fyrirbæri, og það eru heldur ekki þessar alþjóðastofnanir sem þú telur upp.

Mannréttindasáttmálar hafa t.d. ekkert gildi, fyrr en þeir hafa verið samþykktir sem íslensk lög. Fram að því, hefur íslenska ríkið engar skyldur. Sem er ólíkt EES, þar sem við erum skuldbundin til að fara eftir lögum og reglum ESB, jafnvel þó svo að þær hafi ekki verið staðfestar á Alþingi Íslendinga. ESB hefur fullar heimildir til að beita Ísland refsiaðgerðum ef við förum ekki að fullu og öllu eftir vilja sambandsins.

Af þessum sökum er EES samningurinn EINA fullveldirframsal Íslands á lýðveldistímanum.

Við getum, ef við kjósum svo, að samþykkja á Alþingi Íslendinga, að stopp merki verði græn. Til þess höfum við fulla heimild, þó svo að við tökum þátt í alþjóðasamstarfi á sviði umferðaröryggis. Við þurfum þó ekki að vera svo barnaleg að setja slík lög, bara til að sannfæra Ómar Ragnarsson um að alþjóðlegt samstarf, m.a. um umferðarskilti, feli ekki í sér valdaframsal.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.2.2016 kl. 23:42

5 identicon

Raunar hafa álit EES ekkert lagagildi hér heldur. Þau eru ráðgefandi álit og ekki bindandi. Forúrskurðir og dómar ESB eru hinsvegar bindandi fyrir þau ríki sem eiga aðild að ESB. En það vita flestir til hvers leikritið um breytta stjórnarskrá var sett á fót, og af hverjum. 

Dögg (IP-tala skráð) 24.2.2016 kl. 23:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

Frumvarp Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 24.2.2016 kl. 23:57

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Það er nú allt "fullveldið".

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 24.2.2016 kl. 23:59

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 24.2.2016 kl. 23:59

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland, Sviss og Liechtenstein) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 25.2.2016 kl. 00:02

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 25.2.2016 kl. 00:19

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 25.2.2016 kl. 00:20

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 25.2.2016 kl. 00:21

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 25.2.2016 kl. 00:23

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2015:

Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

Þorsteinn Briem, 25.2.2016 kl. 00:25

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ertu búinn að gleyma hvenær og hvers vegna stjórnarskrármálið kom til? Vissirðu það kannski ekki og hélst máske að hrunið hafi orðið vegna gallaðrar stjörnarskrár? ESB umsókn og Stjórnarskrármálið er sama mál og af þeim sökum er meirihluta manna illa við að opnað verði á framsalsheimildir.

Þú last væntanlega álit Feneyjanefndarinnar á stjórnarskrárdrögunum ykkar 2013 og hvers vegna hún gaf þeim falleinkun. Jú það var vegna of margra fyrirvara áframsalsákvæðum. Við það féll umsóknin líka vegna þess að ekki var einu sinni leyfilegt að opna kafla er sneru að framsali.

Þú manst það kannski ekki að áður en farið var í stjórnarskrárbreytingar 2009 þá var feneyjanefndin beðin um álit á því hverju þyrfti að breyta til að gera okkur gjaldgeng í sambandið. Það álit var síðar lagt til grunns þeim átta breytingaratriðum sem tíunduð voru í lögum um stjórnlagaþing.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2016 kl. 01:19

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert kannski líka búinn að gleyma að í meintum þjóðaratkvæðum um stjórnarskrá, sem varla var meira en skoðanakönnun með 6 loðnum og tvíbentum spurningum, að ekki var minnst á framsalsheimildir þar. 

annað hvort ertu nytsamur sakleysingi í öllu þessu ráðabruggi eða þá að þú vilt absolútt koma okkur inn í Evrópusambandið. Hvernig væri nú að koma hreint fram og segja hug þinn?

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2016 kl. 01:28

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð innlegg hér frá þeim öfluga, stórsnjalla skriffinni Jóni Steinari Ragnarssyni.

Gott líka innleggið hennar Daggar kl. 23.50. Í hvert skipti sem Alþingi samþykkir einhverja EES-tilskipun eða lagagerð, þá gerir Alþingi það í sínu fullveldi, en getur hins vegar bæði dregið það og hafnað því. Eins getur forseti Íslands synjað undirskriftar lögum frá Alþingi byggðum á EES-gerðum, þ.e.a.s., vitaskuld, ef honum sýnast þau lög alvarleg réttarskerðing fyrir íslenzka þjóð eða tefla fullveldisréttindum okkar til frambúðar að einhverju leyti í tvísýnu.

Áður en EES-gerðir koma hér í þingsali Alþingis, eru þau skoðuð af EES-ríkjunum þremur og þá unnt að sveigja þær til við þá vinnuyfirferð, síðan koma þær hingað og eru þá skoðaðar í viðkomandi ráðuneytum og enn hægt að laga þær til; svo koma þær í þingið og mega þar vísast til umfjöllunar viðkomandi nefnda þess, en loks til lokaafgreiðslu í þinginu, sem er þó ekki endapunkturinn, eins og áður kom fram, því að forsetinn fær nýsamþykktu lögin til skoðunar og getur vísað þeim til úrskurðar þjóðarinnar, rétt eins og hann gerði tvisvar í Icesave-málinu

Jafnvel eftir á hefur okkur tekizt að breyta EES-löggjöf; vökulög bílstjóra eru þar áberandi dæmi.

Ómar Ragnarsson síðuhöfundur heldur hér uppi raunalegri þokuframleiðslu, sem gæti hentað í ævintýramynd eða á rokktónleikum, en ekki í skynsamlegri umræðu um fullveldismál. Það er ekki framsal eða afsal fullveldis þegar íslenzk þjóð eða löggjafarþing hennar er sammála Sameinuðu þjóðunum um að vernda beri mannréttindi í þeirra mörgu birtingarmyndum og þegar við t.d. skuldbindum okkur til að hjálpa til við að leita uppi og koma lögum yfir alþjóðlega glæpamenn.

Það er ekki framsal eða afsal fullveldis þegar við samþykkjum skynsamlegar alþjóðlegar reglur um umferð um hafið eða himinhvolfið. Allir aðilar hafa gagnkvæman hag af slíkri reglusemi, rétt eins og í umferð um vegi landsins.

Það er heldur ekki framsal eða afsal fullveldis þegar við ákveðum, varna okkar vegna, að þiggja hjálp bandalagsþjóða við að tryggja þær varnir og eftirlit sem bezt. Það er partur af rammanum utan um að tryggja fullveldið að taka þátt í slíku skynsamlegu varnarkerfi hér í Norður-Atlantshafi í stað þess að láta skeika að sköpuðu.

Þorsteinn Briem á hér sín dæmigerðu þráhyggju-raðinnlegg, cóperuð eftir hans fyrri slíkum á öðrum vefsíðum; býsna hvimleitt fyrirbæri. En varðandi innlegg hans kl. 23.57 skal bent á, að tillögur "stjórnlagaráðs" (m.a. 111. grein þeirra) hefur hér ekkert lagagildi, og raunar var með ólöglegum hætti stofnað til þess "ráðs" yfirhöfuð.

Jón Valur Jensson, 25.2.2016 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband