25.2.2016 | 12:36
Slæm landkynning úr sögunni.
Beint í kjölfar fréttar um þá góðu landkynningu sem Brit-verðlaun Bjarkar Guðmundsdóttur fela í sér, kemur frétt um að hætt verði við stórhvalaveiðar Íslendinga í sumar.
Þessar veiðar hafa almennt verið slæm landkynning, hvaða skoðun sem menn hafa annars á hvalveiðum.
Tímabundin atvinna 150 manns við þær að sumarlagi hefur ekki verið nein réttlæting fyrir því að land og þjóð, sem þarf á velvild og viðskiptavild að halda á alþjóðlegum vettvangi á tímum vaxandi virðis ferðaþjónustunnar, þurfi að dragnast með þau vandræði í alþjóðlegum samskiptum sem þessar veiðar hafa valdið.
Engar stórhvalaveiðar næsta sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hrefnuskoðun í Faxaflóa skapar hér miklar gjaldeyristekjur en hrefnuveiðar sáralitlar.
Hvalaskoðun frá Reykjavík var strax árið 2013 með um eins milljarðs króna veltu og skapar þar hundruð starfa.
Og hvalaskoðunarbátar hafa einnig verið notaðir til norðurljósaferða í Faxaflóa.
9.10.2014:
"Aðeins ein útgerð er við hrefnuveiðar í ár en voru þrjár í fyrra og heimilt er að veiða 229 dýr.
"Þetta eru ekki nema 22 dýr sem við höfum fengið, samanborið við 36 dýr í fyrra," segir Gunnar Bergmann Jónsson framkvæmdastjóri IP útgerðar.
Gunnar telur að ástæðan fyrir færri hrefnum geti verið minna æti."
3.6.2015:
"Gunnar Bergmann Jónsson útgerðarmaður hjá IP útgerð ... segir að síðasta vertíð hafi verið slök.
"Flytja þurfti inn norskt hrefnukjöt í vetur til að anna eftirspurn á veitingastöðum."
Steini Briem, 22.8.2015
Þorsteinn Briem, 25.2.2016 kl. 13:58
Einungis 29 hrefnur voru veiddar hér við Ísland í fyrra, 2015, þannig að hvalveiðar hér verða tæplega til mikilla vandræða í viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda er hvalveiðunum í raun sjálfhætt.
Hvalveiðar hér við Ísland í fyrra, 2015 - Fiskistofa
Þorsteinn Briem, 25.2.2016 kl. 14:14
Þessar hálfvita veiðar voru alltaf í bullandi tapi. LÍÚ borgaði brúsann, kjánar vildu sýna umheiminum fingurinn, "the icelandic stink finger."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.2.2016 kl. 15:14
Hversvegna eru hvalveiðar slæm landkynning ? Ef úlfa hjörðin afétur sig eins og refurinn á vestfjörðum þá fækkar í stofninum á því landsvæði. Nú er alltof mikið af háhyrningum og hnúfubak hér við land og þeir af éta aðra hvali.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2016 kl. 21:51
Eitt hundrað hrefnur eru um 0,2% af hrefnustofninum hér við Ísland og 150 langreyðar um 0,4% af langreyðarstofninum.
Þar að auki er langreyðurin einungis hluta af árinu hér við Ísland.
Hrefnur og langreyðar éta mjög lítið af verðmætasta fiskinum og enda þótt hér yrðu veiddar 100 hrefnur og 150 langreyðar á ári skiptir það nánast engu máli fyrir lífríkið í hafinu hér.
Af fæðu hrefnunnar er ljósáta 35% fæðunnar, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar 6%.
Og langreyðar éta svifkrabbadýr (ljósátu), loðnu og sílategundir, samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar.
Um 16 þúsund langreyðar eru á hafsvæðinu milli Íslands og Austur-Grænlands en tæplega 19 þúsund á milli Austur-Grænlands, Íslands og Jan Mayen (norðan 50. breiddargráðu), samkvæmt talningum Hafrannsóknastofnunar.
Á Mið-Atlantshafssvæðinu eru um 72 þúsund hrefnur og þar af eru um 56 þúsund dýr á íslenska landgrunninu.
Íslendingar og Norðmenn hafa étið hrefnukjöt en Norðmenn hafa sjálfir veitt töluvert af hrefnu, þannig að ekki seljum við hrefnukjötið til Noregs.
Og við getum eingöngu selt langreyðarkjöt til Japans en Japanir hafa sjálfir veitt stórhveli.
Veiðar á langreyði hér við Ísland eru ekki okkar einkamál, því þær eru fardýr sem eru einungis hluta af árinu hér við land. Um þær gilda alþjóðlegir sáttmálar sem okkur Íslendingum ber að virða.
Við getum því ekki veitt hér langreyðar eins og okkur sýnist og markaður verður að vera fyrir langreyðarkjötið. Ekki étum við það sjálfir og því getum við ekki ætlast til að aðrir éti það.
Verð á langreyðarkjöti í Japan myndi lækka mikið með stórauknu framboði af slíku kjöti héðan frá Íslandi og japanskir hvalveiðimenn yrðu nú ekki hrifnir af því.
Steini Briem, 22.8.2015
Þorsteinn Briem, 25.2.2016 kl. 22:11
Whale Diary | Elding - Hvalaskoðun (specializes in whale watching tours from the Old Harbour of Reykjavík):
"You can check previous sightings through our online Whale Diary before your tour.
Our sighting success on previous tours is 91.4% however the cetacean abundance is unpredictable and varies with the food availability of our shores.
The most common cetacean in the area are the minke whales, white-beaked dolphins and harbour porpoises and occasionally we see other species including the humpback whales, killer whales/orcas and even fin whales."
Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 06:16
Það er ótrúlegt að einum sjalla hafi verið leyft að skaða hagsmuni Íslands svona eins og raunin er.
Eg held að sjallar hafi farið útí þessar veiðar á stórmenguðu dýri í útrýmingarhættu til að koma höggi á Jafnaðarstjórnina á sínum tíma.
Þ.e. það var náttúrulega ógerningur að verja þetta athæfi útávið og umrætt atferli var afar slæmt þegar verið var að reyna að byggja upp traust eftir Sjallahrunið 2008.
Íslendingar margir virðast stundum ekki vilja horfast í augu við hve sjallar eru óforskammaðir og ísmeygilegir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2016 kl. 09:22
Vel mælt Ómar Bjarki og hárrétt. Íslendingar láta sjalladúddana spila með sig aftur og aftur og aftur. Ótrúlegt.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.2.2016 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.