25.2.2016 | 21:30
Þarf marga áratugi í viðbót?
Þegar komið verður fram yfir miðja þessa öld verða flestir þeirra fallnir frá sem Guðmundar- og Geirfinnsmál snertu á einhvern hátt.
Svo viðkvæmir eru margir fletir á málinu, að óvíst er að það verði jafnvel fyrr en seint á 21. öldinni sem endanlega verður hægt að segja að þetta mesta sakamál síðustu alda á Íslandi hafi verið til lykta leitt.
75 ár eru liðin frá því að ástandsmálin svonefndu brunnu á þjóðinni og það er ekki fyrr en fyrst nú, sem þau koma upp á yfirborðið á þann hátt að marga setur hljóða.
Ekkert bólar á því að þær konur sem lentu í þessari hakkavél mannréttindabrota verði beðnar afsökunar þótt seint sé. 75 ár virðast ekki vera nóg.
Það virðist sem samfélag okkar sé of fámennt og nábýlið of mikið til þess að við getum lokað svona málum til fulls.
Í Suður-Afríku gátu menn gert það þótt sakarefnin væru margfalt umfangsmeiri en hér, - kúgun meirihluta í landi þar sem búa 50 milljón manns, 170 sinnum fleiri en á Íslandi.
Setur Geirfinnsmálið ekki í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þegar komið verður fram yfir miðja þessa öld verða flestir þeirra fallnir frá sem Guðmundar- og Geirfinnsmál snertu á einhvern hátt."
Og þar með taldir Guðmundur og Geirfinnur.
Þorsteinn Briem, 25.2.2016 kl. 21:42
Einhverjir munu bíða áratugi eftir því að þetta sakamál verði til lykta leitt. Aðrir telja það hafa skeð fyrir áratugum síðan þegar endanlegur dómur var kveðinn upp.
Hver skaut Kennedy? Lentu menn á tunglinu? Eru útrásarvíkingarnir saklaus fórnarlömb nornaveiða? Voru árásirnar á Tvíburaturnana CIA aðgerð? Því stórfenglegra sem málið er þeim mun fleiri bíða eftir að það sé til lykta leitt. Og spuninn og múgæsingin geta orðið svo mikil og sannfærandi að skipaðar eru rannsóknarnefndir á nokkurra ára fresti.
Davíð12 (IP-tala skráð) 26.2.2016 kl. 00:58
Þegar engin eru líkin í þessu máli, engin sönnunargögn fyrir hendi og einungis falskar játningar er ekki um "sakamál" að ræða, "Davíð12".
Fjölmargir hafa játað á sig alls kyns sakir eftir að hafa setið mánuðum saman í fangelsi án þess að um nokkra sekt sé að ræða.
Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 04:26
Þeir sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins eru allir saklausir, þar sem sekt þeirra hefur ekki verið sönnuð.
Og á þeim voru framin gróf mannréttindabrot.
"Rétturinn til réttlátra réttarhalda byggir á mörgu, eins og því hvernig sönnunargögnin eru kynnt, hegðun réttarmeðlima, almennings og fjölmiðla."
"Að vera álitinn saklaus þar til sekt er sönnuð.
Réttur þessi byggir á því að dómarar gæti þess að fordómar hafi ekki áhrif á úrskurð þeirra. Þetta á einnig við um aðra opinbera starfsmenn.
Í þessu felst að opinber yfirvöld, sérstaklega lögregla og saksóknarar, láti ekki í ljós skoðanir sínar á sakhæfi sakbornings fyrr en að réttarhöldum loknum.
Jafnframt felur rétturinn í sér að yfirvöldum beri skylda til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar eða valdamiklir hópar í samfélaginu hafi áhrif á framvindu málsins."
Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi - Ýmis mannréttindi
Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 04:32
"Þegar um er að ræða sakamál er lögð rík áhersla á það sjónarmið að dómur sé byggður á réttum forsendum, þannig að saklaus maður verði ekki dæmdur fyrir brot sem hann hefur ekki framið."
"Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal maður, sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi, talinn saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð."
Um lög og rétt. - Réttarfar, Eiríkur Tómasson, 2. útg., bls. 202-204.
Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 04:35
"Karl Schütz kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum að ósk ríkisstjórnarinnar í þeim tilgangi að veita aðstoð við rannsókn Geirfinnsmálsins og Guðmundarmálsins."
Alþýðublaðið 15.9.1976
Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar 1974-1978
Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 04:37
Karl Schütz var að eigin sögn sérfræðingur í að "vernda æðstu ráðamenn Sambandslýðveldisins og upplýsa mál sem vörðuðu öryggi ríkisins".
Þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt síðdegisblað að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni."
Hliðverðir dómsmorðs? - Greinasafn Sigurfreys
Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 04:38
Læknablaðið, 11. tölublað 2011:
Flestir geta játað falskt - Viðtal við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing
3.10.2011:
Gísli Guðjónsson, einn fremsti réttarsálfræðingur heims, vill láta taka upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin
Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 04:40
Dómstólar mátu sönnunargögn næg og sekt sannaða. Sekt telst því sönnuð og engin ný sönnunargögn hafa hnekkt þeirri niðurstöðu.
Játningar þurfa ekki að vera rangar þó þær séu taldar þvingaðar á mælikvarða nútímans. Skoðanir manna eru ekki sönnunargögn og lög, reglur og verklag sem síðar var innleitt eiga ekki við. Lög eru ekki afturvirk og því verða gömul mál ekki metin eftir nýrri lögum.
Davíð12 (IP-tala skráð) 26.2.2016 kl. 09:10
Auðvitað eru játningar einskis virði ef þær eru fengnar fram með þvingunum, rannsókn eftirá sýnir að ekki stendur steinn yfir steini og sakborningar neita sök eftir að þvingunum linnir.
Það segir alveg sjálft að slíkar játningar eru einskis virði.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2016 kl. 09:25
Það hefur ekki verið sannað að Guðmundur og Geirfinnur séu dauðir.
Komi þeir fram á sjónarsviðið sprelllifandi segja nafnleysingjarnir að sjálfsögðu:
"Hæstaréttardómurinn stendur! Þeir sakfelldu í málinu eru því sekir!"
Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 10:00
Skoðanir annarra en dómstóla á virði játninga og afneitun saka hefur ekkert gildi.
Draumar manna um að einhverntíman komi fram á sjónarsviðið sönnunargögn sem sanni þeirra mál eru ekki sannanir.
Dómstólar mátu fyrirliggjandi sönnunargögn næg og sekt sannaða. Skoðanir, óskir og draumar manna breytir því ekki og teljast hvorki ný gögn né sannanir. Hæstaréttardómurinn stendur. Þeir sakfelldu í málinu teljast sekir meðan ekkert kemur fram sem sannar sakleysi. Sekt telst sönnuð.
Davíð12 (IP-tala skráð) 26.2.2016 kl. 12:40
Það hefur ekki verið sannað að Guðmundur og Geirfinnur séu dauðir.
Komi þeir fram á sjónarsviðið sprelllifandi segja nafnleysingjarnir að sjálfsögðu:
"Hæstaréttardómurinn stendur! Þeir sakfelldu í málinu eru því sekir!"
Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 12:57
"Endurupptaka dómsmáls - 1. Það þegar mál er tekið til nýrrar meðferðar eftir að dæmt hefur verið í því."
Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.
Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 13:09
Í dag, föstudag:
"Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segist lesa út úr dómi Hæstaréttar í gær að hvorki löggjafinn né endurupptökunefnd geti hreyft við gildi dóms sem hefur fallið.
Einnig að þegar endurupptökunefnd meti hvort mál skuli endurupptekið þurfi viss skilyrði að vera fyrir hendi, til dæmis að komið hafi fram ný gögn og svo framvegis.
Hæstiréttur áskilur sér alltaf endanlegt mat á því hvort slík skilyrði hafi verið fyrir hendi."
Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 13:25
Í dag, föstudag:
"Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands telur að endurskoða þurfi lög um endurupptökunefndina.
Hugsanlegt sé að styrkja nefndina með ýmsum hætti.
"Ein aðferðin er sú að gera endurupptökunefnd að dómstól," segir Stefán Már."
Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.