Þegar vanmat á mönnum lyftir þeim til hæstu hæða.

Sigurganga Donalds Trumps stafar ekki síst af stórkostlegu vanmati keppinauta hans á þessum mikla orðháki.

Þeir eru heldur ekki búnir að greina til fulls ástæðuna fyrir þessari sigurför.

Þegar svona háttar til virðast fá takmörk hvað menn geta komist langt.

Mörg dæmi um slíkt er að finna í veraldarsögunni og hinir vanmetnu, stefna þeirra og gjörðir eru eins ólíkar og þeir eru margir.

Á Winston Churchill var litið sem áhrifalausan utangarðsmann á fjórða áratug síðustu aldar, en hann reis samt til mikillar virðingar og áhrifa á stríðsárunum.

Harry S. Truman, Jimmy Carter og Bill Clinton skutust óvænt upp til æðstu valda.

En kannski er Adolf Hitler magnaðasta dæmið um að stórkostlega vanmetinn maður rísi til fádæma valda.

Þegar hann seildist til valda naut hann þess að forystumenn annarra flokka vanmátu hann stórlega og litu niður á hann.

Hindenburg forseti kallaði hann austurríska liðþjálfannn og hafði hina mestu skömm á honum.

Von Papen og aðrir, sem voru með Hitler í fyrstu ríkisstjórninni, sem nasistaforinginn sat í, töldu að þeir myndu eiga auðvelt með að fást við valdaþorsta hans.

Þar skjátlaðist þeim hrapallega, því að nasistar fengu þau ráðherraembætti sem gáfu þeim aðstöðu til hægfara valdaráns með harðri valdbeitingu.

Að lokum fór svo að Hindenburg varð að skipa litla austurríska liðþjálfann í embætti kanslara, og átta árum síðar hafði Hitler gersigrað Frakka í leifturstríði með litlu mannfalli og réði yfir Evrópu frá Atlantshafi austur til miðju Póllands, og frá Krít á Miðjarðarhafi norður til Nordkap í Noregi.

Í lok þessara útþensluára var Foringinn dýrkaður að miklum meirihluta þýsku þjóðarinnar.

Hann naut þess að kreppan mikla reitti fólk til reiði gegn ríkjandi valdhöfum, almenningur fann til vanmáttar gegn atvinnuleysi og fátækt og var því tilbúið að styðja "sterkan" mann sem gæti endurreist það öfluga Þýskaland sem verið hafði svo sterkt í byrjun 20. aldarinnar.

 

 


mbl.is „Valdalitlir“ vilja Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, 
 Bæði ósmekklegt og kjánalegt að blanda Adolf Hitler svona inn í umræðuna. 
 Frekar einfeldningslegt að nota sagnfræði á þennan hátt. 

 Gætir alveg eins sagt þetta um Bill Clinton, Obama eða hvern þann sem hefur skotist á stjörnuhimininn í stjórnmálum. 

 
 

Alfred Þr. (IP-tala skráð) 2.3.2016 kl. 19:19

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tek undir með athugasemd Alfreðs Þr. hér að ofan. Samlíking Ómars á Donald Trump og Adolf Hitler er mjög ósmekkleg.

Ætla vinstri rétttrúnaðar liðar á Íslandi að slíta stjórnmálasambandi við USA ef Donald Trump verður lýðræðislega kjörinn forseti USA, en á því virðast nú vaxandi líkur !

Gunnlaugur I., 2.3.2016 kl. 20:42

3 identicon

Góð samlíking og á fullan rétt á sér í þessu samhengi pistlahöfundar.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2016 kl. 20:51

4 identicon

Góð greining hjá Ómari. Hvernig getur það verið ósmekklegt og kjánalegt að ræða Adolf Hitler? maðurinn var til og komst til valda líkt og Ómar segir frá. Ég hélt frekar að það væri nauðsynlegt að halda við "minningu" Hitlers, svo að hægt sé að greina hættuna á því, að geðbilaðir einstaklingar komist til æðstu metorða

Ævar (IP-tala skráð) 2.3.2016 kl. 21:06

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeir voru líka snillingar í áróðri nasistar.  Þetta gerðist svo hratt.  Þeir nýttu sér aðstæður og tækni til að breiða boðskap sinn sterkt og hratt út.  Með ólíkindum.

Með Donald, að þá áttar maður sig tæplega á honum ennþá.  Hann bullar svo mikið og erfitt oft að vita hvort hann meinar eitthvað með því sem hann segir.  Það getur ekki verið að þessi maður verði kosinn forseti.

En talandi um forsetakosningar í BNA, að þá var þáttur á RUV í gær um árið 1968 í því ríki og mikla atburði er þá voru.

Þvílíkir hæfileikamenn sem Kennedybræður voru.  Þvílíkt efni sem Bobby var.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.3.2016 kl. 22:44

6 identicon

Það var líka hlegið að Borgarahreyfingunni, sem gat af sér Píratana. Segja má að þeir falli í flokk hinna vanmetnu, sem rísa óvænt úr öskustó. Ég tel að þó þeir hafi átt óvænt "break-through" þá ljúki líkindum við Hitler þar með. Hitt stendur eftir sem áður sem segja má að gildi um suma stjórnmálamenn að þeir geta meikað það þó menn telji þá framan af lítilla sanda og lítilla sæva. Já, og gleymum ekki Harry S. Truman, sem bætti merkingarlausum bókstaf inn í nafnið sitt til að virðast meiri maður!

Flosi Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.3.2016 kl. 22:51

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær, þriðjudag:

Clinton og Sanders ynnu Trump

Þorsteinn Briem, 2.3.2016 kl. 22:59

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup, sem birt var í dag, miðvikudag, eru Samfylkingin, Björt framtíð og Píratar nú með samtals 49% fylgi og voru með 44% fylgi fyrir ári.

Sjálfstæðisflokkurinn er nú með 24% fylgi en var með 27% fyrir ári og Framsóknarflokkurinn er nú með 11% fylgi en var með 13%.

Og Vinstri grænir eru nú með 11% fylgi eins og fyrir ári.

Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar hefur því farið til Pírata, sem einnig er jafnaðarmannaflokkur eins og vel sést á stefnu flokksins.

Þorsteinn Briem, 2.3.2016 kl. 23:13

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 2.3.2016 kl. 23:35

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hélt að það væri nóg að segja "hinir vanmetnu hafa verið eins ólíkir og þeir eru margir".  Hefði kannski átt að nefna nokkur nöfn en hefði þá kannski verið skammaður enn meira fyrir að nefna þessa ólíku menn og ólíkar stefnur þeirra.

Ómar Ragnarsson, 3.3.2016 kl. 00:44

11 identicon

Vanmat eða ekki, Trump rúllar þessu upp. Flórída 15.l marz og málið afgreitt.

GB (IP-tala skráð) 3.3.2016 kl. 08:54

12 identicon

Hillary kallaði Pútín Hitler og Sádar taka ekki í höndina á Mary.  Trump á alveg möguleika ...

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.3.2016 kl. 12:24

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Blautir eru draumar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 18:31

14 identicon

Dilbert Creator Scott Adams on Donald Trump's "Linguistic Kill Shots" 

https://www.youtube.com/watch?v=55NxKENplG4

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.3.2016 kl. 21:56

15 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég held að vinsældir Sanders og Trumps stafi af því að fólk er að vakna til lífsins og er að reyna að losa sig undan Hernaðar og Bankamafíunni sem hefur stjórnað Bandaríkjunum í áratugi,með hörmulegum afleiðingum fyrir alla heimsbyggðina.

Þetta mun ekki takast í þessari umferð,vegna þess að Hillary sem er frambjóðandi þessarar mafíu verður næsti forseti ,enda eru allir stóru fjölmiðlarnir í eigu sömu aðila.

Það eru ekki góðir tímar framundan af því Hillary er algerlega siðlaust kvikindi og brennimerkt þessari mafíu á bæði horn.

Ég spái auknum átökum á alþjóðavettvangi,af því að þó Obama hafi verið vingull í alþjóðamálum verður að segja að hann hefur nokkrum sinnum tekið á sig rögg þegar allt stefndi í óefni og stigið á bremsurnar þegar Neokonarnir hafa ætlað að starta stríði.

Með Hillary hverfa þessar bremsur. 

Borgþór Jónsson, 4.3.2016 kl. 00:30

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeir eru náttúrulega allt öðruvísi Sanders og Trump.

Sanders er ekkert svo óvenjulegur í demókratísku samhengi þó hann sé að fá talsvert fylgi.  Það er sáralítill skoðanamunur munur á Hillary og Sanders.

Trump er hinsvegar bara eins og trúður og virðist reyna að fá atkvæði útá það.

Auðvitað til skammar fyrir republikana.  Stórskammar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.3.2016 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband