Ringulreið ekki nýtt fyrirbæri hjá svona stórum flokkum.

Árið 1968 var engu líkt á Vesturlöndum, jafnt í Bandaríkjunum, Frakklandi og á Íslandi.

Bylgja uppreisnar unga fólksins, sem nærðist í Bandaríkjunum á reiði vegna mannfallsins í vonlausu stríði í Víetnam, skók allt samfélagið þar og eldar loguðu í borgunum.

Að ferðast um landið í júní 1968 var áhrifamikið í kjölfar morðanna og Martin Luther King og Robert Kennedy og koma á morðstað hins síðarnefnda.  

Í upphafi ársins áttu Bandaríkjamenn forseta, sem hefði undir öllum venjulegum kringumstæðum staðið með pálmann í höndum eftir mestu umbætur í réttindamálum sem um getur í bandarískri sögu og tryggt demókrötum glæsilegan sigur í forsetakosningum haustsins.

En sívaxandi mannfall og ófarir Kana í Víetnam eyðilagði allt fyrir Johnson.

Í ársbyrjun hófst atburðarás sem skók flokkinn, fyrst með Tet-sókn Vietcong, sem boðaði hrakfarir mesta herveldis heims með yfir hálfa milljón hermanna í Vietnam, framboði Eugene McCarthy og góðu gengi hans í forkosningum, uppgjöf Johnsons og flótta hans út úr stjórnmálum, framboði Roberts Kennedys, George McGoverns, Huberts Humphreys og George Wallece, morðunum á King og Robert Kennedy og loks óeirðum og blóðbaði fyrir utan fundarstað flokksþings demókrata í Chicago.

Og niðurstaðan varð síðan afar naumur sigur Richards Nixons,nokkuð sem engan hefði órað fyrir í ársbyrjun.

Nefna má fleiri dæmi um erfiðleika stóru flokkanna í aðdraganda forsetakosninga, svo sem hjá Republikönum 1992, sem sýna, að þegar um svo stóra flokka er að ræða, getur gengið á ýmsu, rétt eins og nú hjá Republikönum.  


mbl.is Ringulreið meðal repúblíkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband