3.3.2016 | 01:55
Það er pláss fyrir bæði nöfnin á treyjunum.
Ekki þarf annað en að líta á landsliðstreyjurnar til að sjá að það er pláss fyrir bæði fornafn og eftirnafn á hverri treyju landsliðsmanna, það er, að hafa fornafnið fyrir ofan eftirnafnið.
Mikið væri nú gott ef farin yrði þessi leið til að sætta tvö sjónarmið í þessu máli, sem er mun mikilvægara en umdeilanleg hönnun nýju treyjanna.
Þá gætum við orðið enn stoltari en við erum þegar yfir "strákunum okkar".
Leikmenn vilja eftirnöfnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Miklu íslenskara að þeir séu allir -son og enn íslenskara ef þeir væru allir Jónsson.
Þá værum við enn stoltari af strákunum okkar.
Hvað þá ef eingöngu kennitalan þeirra væri á búningunum.
Það væri íslenskast af öllu.
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 06:27
Þorleifur Sumarliði færi nú vel á íslensku landsliðstreyjunni :) :)
Ragna Birgisdóttir, 3.3.2016 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.