3.3.2016 | 13:28
Myndi ríma við fyrri forsetakosningar.
Í fyrra lenti ég í hópi "álitsgjafa" fyrir DV um það hverjir gætu komið til greina til að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands.
Ég átti að leggja til nokkur nöfn og röksemdir fyrir þeim, bæði með og á móti.
Katrín Jakobsdóttir var í þeim hópi, og þegar ég hitti hana fyrir tilviljun þar sem hún var að koma úr útvarpsviðtali, greindi ég henni frá þessu áliti mínu og sömuleiðis því að hún gæti átt góða möguleika, einkum vegna þeirrar stöðu hennar að njóta langmests fylgis formanna stjórnmálaflokkanna þótt flokkur hennar væri á róli í kringum 10% fylgi.
Hún brosti og virtist undrandi, - sagðist ekkert vera á þessum buxum.
Meðal ástæðna sem mælti með Katrínu var sú staðreynd að allir fyrri forsetar, sem hafa verið kosnir í beinum kosningum, virtust kosnir sem mótvægi við ríkjandi stjórnvöld.
Tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir sammældust um það að bjóða fram séra Bjarna Jónsson 1952, sem var við aldur, á svipuðum aldri og nýlátinn forseti.
Þjóðin kaus hins vegar mun yngri mann af vettvangi stjórnmálanna, Ásgeir Ásgeirsson, sem hafði fyrrum verið bæði forsætisráðherra og forseti sameinaðs Alþingis á Alþingishátíðinni á Þingvöllum, glæsilegan mann, sem ekki naut beins stuðnings stjórnmálaflokka eins og séra Bjarni, og virkaði því sem mótvægi við ríkjandi stjórnmálaöfl.
Ásgeir hafði fyrrum verið Alþingismaður fyrir Alþýðflokkinn, sem var í stjórnarandstöðu frá 1949.
Þegar Ásgeir hætti 1968 bauð tengdasonur hans, Gunnar Thoroddsen, mjög frambærilegu maður, sig fram, og hefði líkast til átt mun betri möguleika fjórum árum fyrr.
En þetta var árið 1968, og Gunnar hafði verið fjármálaráðherra í ríkjandi stjórn, sem byggðist þá á áratugs setu í valdastólum.
Árið 1968 var eitt mesta óróa og ólguár eftir stríðið og fólkið valdi ólíkan mann, Kristján Eldjárn, sem gengdi embættinu með ekki síðri sóma en hin þrautreyndi Gunnar hefði gert.
Aftur var kosinn maður sem telja mátti mótvægi við ríkjandi öfl.
1980 buðu þrír rosknir og reyndir karlar sig fram, en framboð Vigdísar Finnbogadóttur var alveg á skjön við hina algengu karlauppstillingu til enbætta.
Að þessu leyti var framboð Vigdísar á skjön við ríkjandi viðhorf feðraveldisins, hún var kjörin, gegndi embættinu með glæsibrag og kjörið vakti alheimsathygli.
1996 voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur nýteknir við stjórn landsins og voru því í svipaðri aðstöðu og þessir sömu flokkar höfðu verið 1952.
Að vísu kenndu kosningarnar 1952 þá lexíu að stjórnmálaflokkar gerðu frambjóðendum óleik með því að lýsa yfir beinum stuðningi við þá, en þrátt fyrir þetta var kosinn sá frambjóðandi sem helst gæti valdið straumaskilum, Ólafur Ragnar Grímsson, augljóst mótvægi við ríkisstjórnina.
Nú hefur Ólafur setið í 20 ár og svo sannarlega látið að sér kveða, jafnt innanlands sem utan, og enn virðist liggja straumur sem feli í sér breytingar, í þetta sinn ung og snjöll kona, óvenju reynslumikil miðað við aldur, til að taka við af miklu eldri karlkyns reynslubolta.
Þar að auki mótvægi við ríkjandi stjórnmálaöfl, rétt eins í kosningunum 1952, 1968, 1980 og 1996.
Hún hefur núna jafnmikið fylgi og þeir fjórir eða fimm, sem koma henni næst að fylgi.
Það er bæði kostur og galli hvað hún er ung og á því kannski erfitt með að rjúfa sig út úr spennandi verkefnum sem tiltölulega nýkjörinn formaður stjórnmálaflokks.
En á móti kemur, að jafnvel þótt hún sæti í embætti forseta í 12 til 16 ár, yrði hún þá enn á besta aldri til að snúa sér að öðrum verkefnum þegar hún hætti sem forseti, og eiga drjúgan tíma eftir af starfsævinni.
Það eina, sem hugsanlega gæti velgt henni undir uggum, væri framboð annarrar hæfrar og glæsilegrar konu.
En eins og er, virðist slíkt ekki í sjónmáli.
Veltir fyrir sér forsetaframboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað verður þá um Vinstri græna, Jackie og börnin?!
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 13:39
Kata ljúfa tindilfætta,tiplar um á Bessastöðum
Ragna Birgisdóttir, 3.3.2016 kl. 13:48
Katrín Jakobsdóttir Thoroddsen
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 14:17
Það væri nú aldeilis áfall fyrir xxx ef svokallað "gluggaskraut" yrði næsti forseti lýðveldisins. Speglar kannski óskhyggju sumra að konur séu/eða eigi að vera skrautblóm meðan karlar séu/eigi að vera "the real thing"
Eyglo (IP-tala skráð) 3.3.2016 kl. 15:30
Já, hvort þurfum við skrautkarl eða skrautkerlingu ofan á myglað heilbrigðiskerfið. Það er nú stóra spurningin.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.3.2016 kl. 15:48
Ansi Jakobs Kata kúl,
kúlulánin tók ei,
allaf er nú Framsókn fúl,
finnst það ekki ókei.
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 17:28
Ansi Jakobs Kata kúl,
kúlulánin tók ei,
alltaf er nú Framsókn fúl,
finnst það ekki ókei.
Hver sagði skömmu fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008:
"Þarf þessi maður ekki að fara í endurhæfingu, ég bara spyr!"
Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna og var menntamálaráðherra í fjögur ár í síðustu ríkisstjórn.
En að sjálfsögðu er hún bara skraut í augum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
"Skúli Thoroddsen stjórnmálamaður var langafi Katrínar Jakobsdóttur og Theódóra Thoroddsen skáld langamma hennar, afi hennar var Sigurður S. Thoroddsen verkfræðingur og alþingismaður og Dagur Sigurðarson skáld móðurbróðir hennar."
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 18:05
Salvör Nordal er rétta manneskjan í þetta embætti.
Stefán Þ Ingólfsson, 3.3.2016 kl. 20:56
Öll þín upptalning kemur fyrir ekki, Ómar, við viljum ekki Icesave- og ESB-manneskju á forsetastól!
Jón Valur Jensson, 3.3.2016 kl. 20:58
Bráðum springa mörlenskir þjóðernissinnar, múslíma- og hommahatarar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að sviðakjammar, döndlar og súrsaðir hrútspungar Kristilega flokksins og Framsóknarflokksins dreifast yfir heimsbyggðina.
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 21:37
"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."
Jón Valur Jensson, 9.8.2014
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 21:38
Síðastliðinn laugardag:
"Aðspurður segir Helgi [Helgason formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar] að stofnun nýs flokks hafi átt sér nokkurn aðdraganda, eða alveg frá því hann tók við sem formaður Hægri grænna.
Þetta var niðurstaðan á aðalfundi flokksins sem fór fram í dag. Tólf sóttu fundinn að sögn Helga en um 230 voru skráðir sem flokksmenn í Hægri græna.
"Hægri grænir þeir ganga þarna inn með manni og mús ...," segir Helgi."
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 21:41
Merki Mörlensku þjóð"fylkingarinnar":
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 21:42
"Þetta var niðurstaðan á aðalfundi flokksins sem fór fram í dag. Tólf sóttu fundinn að sögn Helga en um 230 voru skráðir sem flokksmenn í Hægri græna.
"Hægri grænir þeir ganga þarna inn með manni og mús ...," segir Helgi."
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 21:43
Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem birt var í gær, miðvikudag, eru Samfylkingin, Björt framtíð og Píratar nú með samtals 49% fylgi og voru með 44% fylgi fyrir ári.
Sjálfstæðisflokkurinn er nú með 24% fylgi en var með 27% fyrir ári og Framsóknarflokkurinn er nú með 11% fylgi en var með 13%.
Og Vinstri grænir eru nú með 11% fylgi eins og fyrir ári.
Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar hefur því farið til Pírata, sem einnig er jafnaðarmannaflokkur eins og vel sést á stefnu flokksins.
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 21:45
Í dag, fimmtudag:
"Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna veltir nú fyrir sér að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.
Í nýrri skoðanakönnun Stundarinnar framkvæmdri af MMR mælist Katrín með langmestan stuðning en 37,5% svarenda segjast telja að Katrín komi til greina sem næsti forseti Íslands."
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 21:57
Katrín Jakobsdóttir er með meiri stuðning en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn samanlagt.
Þorsteinn Briem, 3.3.2016 kl. 22:05
Fylgi ESB-Steina við Katrínu kemur ekki til af góðu!
Jón Valur Jensson, 4.3.2016 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.