Geir var merkur stjórnmálamaður.

Geir Hallgrímsson var um margt merkari stjórnmálamaður en virðist við fyrstu sýn.

Borgarstjóratíð hans var blómatíminn og það sópaði að honum.

Innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum reyndu á þolrifin, því að margir hörðustu fylgismenn hans voru ákafir og ekki vandir að meðölum í þessum hatrömmu sviptingum.

Stundum fór hann ekki vel út úr viðskiptum við aðra stjórnmálaforingja eins og til dæmis þegar gert var gys að því að Ólafur Jóhannesson hefði myndað ríkisstjórnina 1974 fyrir Geir.

Í forsætisráðherratíð sinni virtist Geir stundum skorta það sjálfstraust sem hann hafði haft sem borgarstjóri.

Hann sýndi mikla stjórnvisku, framsýni og yfirvegun, þegar hann fylgdi fordæmi Ólafs Thors frá 1944 þegar hann vék ekki þeim þingmönnum úr flokknum, sem studdu ekki Nýsköpunarstjórnina.

Geir vék ekki Gunnari Thoroddsen úr Sjálfstæðisflokknum, þrátt fyrir hinn djúpstæða klofning vegna stjórnarmyndunar Gunnars 1980, heldur beið átekta til þess að geta fylkt flokknum sem heilustum til kosninganna 1983 sem fæddu af sér endurnýjaða stjórn Sjalla og Framsóknar.

Hann uggð ekki að sér í prófkjöri fyrir þær kosningar, lenti í 7. sæti og féll af þingi.

Ég man ekki í svipinn eftir neinum öðrum stjórnmálamanni sem heilt svæði í höfuðborginni er nefnt eftir.

En þessa dagana hjóla ég daglega þvert yfir Geirsnef.


mbl.is Skjöl Geirs á safni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um tíma var ég öryggisvörður í Seðlabankanum og sá á hverju kvöldi þegar ég var þar á vakt að skrifborð Jóhannesar Nordal, seðlabankastjóra 1961-1993 og töframanns, var þakið alls kyns útreikningum og minnismiðum.

Bankastjórar Seðlabankans voru hins vegar þrír þegar ég var þar öryggisvörður og hinir tveir voru framsóknar- og töframaðurinn Tómas Árnason og sjálfstæðis- og töframaðurinn Geir Hallgrímsson.

Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra á árunum 1974-1978 en verðbólgan hér á Íslandi fór í um 50% árið 1975.

Þorsteinn Briem, 5.3.2016 kl. 14:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tómas Árnason var fjármálaráðherra á árunum 1978-1979 og viðskiptaráðherra 1980-1983 en það ár fór verðbólgan hér í 84%.

Ekki var hins vegar að sjá að á skrifstofum Tómasar og Geirs í Seðlabankanum væri nokkuð unnið, fyrir utan ræstingar.

Skrifborðin voru auð, engar bækur í hillunum, engar tölvur komnar þá og ekki nokkrar mannvistarleifar yfirhöfuð.

Þorsteinn Briem, 5.3.2016 kl. 14:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjallaflokkur réði ref,
ráða var hann góður,
verðbólgið hans virta nef,
víða barst hans hróður.

Þorsteinn Briem, 5.3.2016 kl. 15:22

4 identicon

"Var merkur stjórnmálamaður."

Ekki í fyrsta skiptið sem maður heyrir þennan innantóma frasa.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.3.2016 kl. 19:51

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á borgarstjóraárum Geirs hélt íhaldið fram ákveðinni velferðarstefnu í borginni sem tryggði meirihluta Sjallanna alla hans borgarstjóratíð.

Menn geta kallað þetta klókindi til að halda völdum, en svona var þetta nú samt og ekki sjálfgefið hjá "Sjálfgræðisflokknum" eins og Matthildingar nefndu Sjálfstæðisflokkinn.

Þennan tíma var Sjálfstæðisflokkurinn lengst af í ríkisstjórn, en það gat gefið færi á því áberandi fyrirbæri, að þeir, sem væru óánægðir með ríkisstjórnina, reyndu að refsa flokknum í byggðakosningum.

Einkum var gat þetta orðið skeinuhætt fyrir flokkinn 1970, þegar efnahagskreppa var í landinu og Viðreisnarstjórnin búin að verða fyrir milu fylgistapi.  

Geir komst í gegnum þrennar kosningar á tíma Viðreisnarstjórnarinnar, 1962, 1966 og 1970 án þess að missa meirihlutann, Gunnar Thor í gegnum tvennar kosningar þar sem svipað stóð á, 1950 og 1954, og Davíð Oddsson í gegnum tvennar, 1986 og 1990.

Ómar Ragnarsson, 5.3.2016 kl. 22:49

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið villu: Davíð Oddsson í gegnum einar, 1986. 1990 var vinstri stjórn og Davíð fór með himinskautum eins og Gunnar 1958, og 1982 var líka stjórn, sem vinstri flokkar mynduðu með broti úr þingflokki Sjálfstæðismanna, sem voru því í meginatriðum í stjórnarandstöðu.

Ómar Ragnarsson, 5.3.2016 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband