6.3.2016 | 13:17
Svikin söluvara græðgisþjóðar.
Þingvellir, Gullfoss og Geysir, öðru nafni Gullni hringurinn, eru þekktasta söluvara mörg hundruð milljarða króna atvinnuvegar, sem skilar gjaldeyri rakleitt í þjóðarbúið.
Skömmu fyrir síðustu aldamót var hafin stórsókn í þá veru að afskrifa alla aðra möguleika til atvinnuuppbyggingar hér á landi nema stóriðju, og "eitthvað annað" gert að skammar- og háðsyrði.
Þar á ofan buldi síbyljan um að enga ferðamenn væri hægt að fá til landsins að vetrarlagi.
Nú hefur ferðaþjónustan samt orðið öflugasti atvinnuvegur þjóðarinnar og vöxturinn hvað mestur á veturna, - skapar tæp þrjú þúsund ný störf á hverju ári, en eftir sem áður ríkir algert tómlæti í garð hennar þegar kemur að því að standa að henni af einhverju viti.
Í þeim efnum ríkja hin fleygu orð um að við ætlum sjálf "að græða á daginn og grilla á kvöldin".
Ástandið við Geysi hefur verið þjóðarskömm í áratugi og í því felst að selja svikna vöru að loka aðgengi að Gullfossi með keðju og gera ekkert þar til að tryggja öruggt aðgengi að fossinum og vörslu við hann.
Gullfoss sést ekki nema að hluta til ofan frá bílaplaninu og þar að auki standa ferðamenn þar það langt frá honum, að upplifunin verður ekki nema brot af því sem hún er með því að ganga niður að norðurenda neðri fossins eins og fólk getur gert og gerir margt að sumarlagi.
Á sama tíma og talið er skylt að ryðja snjó og klaka af þúsundum kílómetra af gangstéttum og hjólastígum í Reykjavík (sem reyndar er hvergi nærri sinnt nægilega) er ekki eytt krónu í það einfalda verkefni að halda nokkur hundruð metra göngustígum og öryggisgæslu við helstu ferðamannastaði í nothæfu ástandi fyrir brotabrotabrot af þeim tekjum sem ferðaþjónustan skapar.
Tillögur nefndar sem lagði fram tillögur um úrbætur og framkvæmdir við tugi tilgreindra ferðamannastaða fyrir fjórum árum var einfaldlega stungið undir stól.
Þannig er allt á sömu bókina lært í þessum málum.
Rústum ferðaþjónustu líkt og síldinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
17.2.2016:
"Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar sé á villigötum.
"Hvernig stendur á því að stjórnmálamenn velti fyrir sér af hverju þurfi að eyða fjármunum í ferðaþjónustuna?," spurði hún á fundi sem Íslandsstofa boðaði til í morgun um samstarf og markaðssetningu erlendis á árinu 2016.
Helga sagði að stjórnmálamönnum ætti að vera ljóst að um góða fjárfestingu sé að ræða sem muni skila sér margfalt til baka.
Hún nefndi að innan 15 ára geti gjaldeyristekjur Íslands í ferðaþjónustunni numið svipaðri tölu og heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar eru í dag.
Einnig sagði Helga að áætlað sé að gjaldeyristekjurnar í ferðaþjónustunni hafi aukist um 100 milljarða króna frá árinu 2013 til 2015.
"Stundum finnst mér eins og stjórnmálamenn séu ekki tilbúnir til að samþykkja þennan nýja veruleika," sagði hún.
"Það þarf að byggja upp innviði fyrir þessa atvinnugrein eins og aðrar.
Uppbyggingin nýtist okkur öllum vel.""
Umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar er á villigötum - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 13:27
24.1.2012:
"Í dag eru 55 snjómoksturstæki í notkun víðsvegar um höfuðborgina."
Samanlögð lengd gatna í Reykjavík var 515 kílómetrar árið 2011 en göngu- og hjólastíga með bundnu slitlagi 768 kílómetrar.
Sumar götur eru fjórar akreinar, moka þarf tvær akreinar gatna víðast hvar og gangstéttir eru í flestum tilvikum báðu megin við götur.
Einnig þarf að moka fjöldann allan af bílastæðum, fara þarf varlega vegna kyrrstæðra bíla og flytja þarf snjó af mörgum svæðum.
Götur getur þurft að moka oftar en einu sinni á sólarhring, þær eru saltaðar og sandi stráð á gangstéttir og göngustíga.
Þar af leiðandi getur þurft að moka, salta og strá sandi á um þrjú þúsund kílómetra vegalengd á einum sólarhring, einungis í Reykjavík, og um níu þúsund kílómetra ef mikið snjóar í þrjá daga, vegalengdina á milli höfuðborga Íslands og Japans, sem er um 8.800 kílómetrar.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 13:30
Ómar Ragnarsson 20.12.2014:
"Ég dvaldi í Helsinki í viku í desember 1966. Þá vakti það athygli mína að enda þótt handmoka þyrfti snjóinn, voru allar götur og gangstéttir hreinsaðar jafnharðan og snjórinn féll."
Ómar Ragnarsson er sem sagt ennþá grínisti.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 13:32
Mannbroddar til sölu austan Elliðaáa fyrir Ómar Ragnarsson og fjölskyldu - Fást í bleiku og bláu á 1.750 krónur - Gott verð fyrir fátækt fólk og tilvalið í jólapakkann
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 13:35
Noregur er eins og Finnland með það að snjóhreinsun er öflug og fer í gang um leið og snjóar. Eins er farið af stað með fyrirbyggjandi söltun áður en frystir. Gangstéttir jafnt og akbrautir eru mjög vel hreinsaðar, alla daga vikunnar, á öllum tímum sólarhrings eins og þarf.
Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 14:15
Það er fleira en sóðaskapurinn í Bláa Lóninu, sem þyrfti að athuga. Eins og Ómar bendir á, kemur fólk til að sjá og upplifa ýmis náttúrufyrirbæri og þá er lokað með keðjum eins og við Gullfoss, ellegar algerlega ófært eins og við Seljalandsfoss að ógleymdum forarvilpunum við Geysi. Ríkisvaldið vill bara fá skatttekjurnar án þess að láta nokkuð í staðinn og vísar á sveitarstjórnir, sem hafa litlar sem engar tekjur af ferðaþjónustunni. Þjónusta við ferðafólk að of miklu leyti mönnuð með fólki, sem er annað tveggja launalítið eða launalaust og skilar þar af leiðandi ekki útsvari né sköttum, þeir íslendingar, sem við þetta vinna, greiða oftast engin gjöld í því sveitarfélagi, sem er aðal uppspretta teknanna; þ.e. þar eru náttúrufyrirbrigðin sem ferðafólk kemur til að sjá og svo mætti lengi telja.
Hvernig væri að Steini Briem fengi sér eigin bloggsíðu eða fésbókarsíðu fyrir boðskap sinn?
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 14:35
Ómars Ragnars þyngsta þraut,
þegar var á sviði,
allflest þar hann beinin braut,
í bakföllum og iði.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 14:40
16.2.2016:
Erlendir ferðamenn hér á Íslandi í fyrra, 2015, voru um 1,3 milljónir, 1.289.140, en voru um ein milljón, 997.556, árið 2014.
Fjölgunin á milli ára nemur 291.584 ferðamönnum, eða 29,2%.
Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum, um eitt hundrað þúsund, 100.141, komu til Reykjavíkur í fyrra með 108 skipum.
Um 30% fleiri erlendir ferðamenn hér á Íslandi í fyrra en árið 2014
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 14:45
Árið 2012 fóru 72% erlendra ferðamanna að Gullfossi að sumri til (júní, júlí og ágúst) en 61% að vetri til.
Og miðað við þær tölur fór tæp ein milljón erlendra ferðamanna að Gullfossi í fyrra, 2015.
Og ár hvert fara einnig margir Íslendingar að Gullfossi.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 14:49
Ferðaþjónustan er mannaflsfrek og er að skila litlu per starfsmann. Þegar tugi starfsmanna þarf í ferðaþjónustu til að skila því sem eitt starf í orkufrekum iðnaði skilar þá er augljóst hvor starfsemin er hagstæðari fyrir þjóðarbúið.
Tekjur ferðaþjónustunnar dreifast á mikinn fjölda starfsmanna sem, þrátt fyrir lág laun, þurfa alla þá þjónustu sem ríkið veitir. Ferðaþjónustan skilar litlum tekjum til ríkisins en starfsmenn hennar standa að stórum hluta af útgjöldunum. Lítið verður sett í uppbyggingu meðan tekjurnar nægja ekki fyrir grunnþjónustu við starfsmenn. Ferðaþjónustan er ekki matvinnungur og væru ekki álver þá gætu starfsmenn ferðaþjónustunnar ekki sótt sér læknisþjónustu.
Þetta "eitthvað annað" er ennþá skammar- og háðsyrði. Þetta "eitthvað annað" er ennþá lítið annað en atvinnubótavinna. Og þetta "eitthvað annað" skapar aðallega störf á höfuðborgarsvæðinu.
Davíð12 (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 15:12
Og hvað sögðu ferðamennirnir þegar þeir voru spurðir afhverju þeir brytu lokunarreglur?
Eg mundi segja, sem meginregla, að túristar fylgdu oftast leiðbeiningum af furðulegri nákvæmni.
Það kemur mér spánskt fyrir sjónir ef útlendingar finna sjálfir uppá því að brjóta reglur.
Þarna gæti manni dottið í hug að íslendingar, og þá aðallega þeir sem viðriðnir eru túristaveiðar, segi sem svo við túristana: Fariði bara þarna, farið bara yfir keðjuna. Allt í gúddý. Ríkisstjórnin? Hahahaha o.s.frv.
Nema, nema það sé svo, eins og einn náungi sagði, að síðan massatúrisminn komst á á fyrir nokkrum misserum, að þá er mun meira af ,,vitlausum ferðamönnum", eins og hann orðaði það.
,,Vitlausir ferðamenn", voru samkvæmt hans skilgreiningu, ferðamenn sem vita barasta ekki neitt um náttúruna og allra síst íslenska náttúru. Þ.e.a.s., gera sér ekki einu sinni grein fyrir að hún er lífshættuleg.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2016 kl. 15:12
Síðastliðinn þriðjudag:
"Framlög til Vegagerðarinnar á þessu ári, 2016, eru áætluð um 24,1 milljarður króna, eða um 900 milljónum króna minni en í fyrra þegar framlögin voru rúmir 25 milljarðar samkvæmt fjárlögum og fjáraukalögum."
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 15:44
Til eru alls kyns gæslumenn, í sveitum eru til að mynda forðagæslumenn sem hafa eftirlit með heybirgðum og Pamela Anderson var strandvörður, sællar minningar:
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 15:46
Sammála því að það er alger hneysa að selja ferðir á gullfoss og leyfa svo fölki ekki að sjá hann. Menn ættu að spyrja sig hvers vegna fólk er að koma þarna. Það vill sjá það sem það hefur séð á myndum og það á að gera þeim það kleyft. Við Niagara eru sértaklega steyptir útsýnispallar og jafnvel risastör útaýnisturn úti í miðju gili til að fólk geti notið sem bestrar yfirsýnar. Það er vel möguleiki á að gera þetta öruggt og snyrtilegt við fossinn í stað þessara rollustíga sem enginn má ganga nema brot úr ári.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2016 kl. 15:48
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 235. sæti:
Röð landa eftir þéttleika byggðar
Hér á Íslandi dvöldu um 1,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra, 2015.
Hver erlendur ferðamaður dvelur hér á Íslandi í eina viku og því voru hér að meðaltali í fyrra um 25 þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.
Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðast hér innanlands á ári hverju og gista að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.
Að meðaltali eru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum, einungis um tvisvar sinnum færri en erlendir ferðamenn.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 15:48
Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.
Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.
Hins vegar er hægt að meina glæpamönnum sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu landgöngu hérlendis.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 15:50
10.4.2014:
Vegagerðin fær einungis 60-70% af því fé sem þarf til að viðhalda vegakerfinu
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 15:59
Vegir Framsóknarflokksins eru órannsakanlegir í öllum kjördæmum landsins, holóttir mjög og litlu fé í þá varið af flokknum.
Og formaður flokksins ekki einu sinni með annan fótinn í Norðausturkjördæmi, enda þótt hann þykist nú eiga þar lögheimili.
Hinn fóturinn aðallega í Breiðholtinu og sá þriðji þrútinn og stokkbólginn í Stokkhólmi.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 16:04
Síðastliðinn miðvikudag:
Þjónustuafgangur nam 191 milljarði króna í fyrra, 2015 - Án ferðaþjónustunnar væri halli á viðskiptum við útlönd
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 16:12
" skylt að ryðja snjó og klaka af þúsundum kílómetra af gangstéttum og hjólastígum í Reykjavík"
Það er bara betra að ryðja ekki því þá verða holurnar ekki eins djúpar og hraðahindranir lægri. Það er athugnunarefni hver græðir svona á að selja Borginni þessar hraðhndranir sem spretta einsog gorkúlur upp út um allt
Grímur (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 16:16
Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.
Yellowstone National Park
"Hann var það, Steini, þegar ég kom þangað 2008."
Ómar Ragnarsson, 20.3.2013
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 16:17
"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.
Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.
Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."
Vinna við landvörslu minnkar um helming á milli ára vegna minni fjárframlaga
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 16:19
Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna góðrar landvörslu er enginn.
Landverðir greiða tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heiminum af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Og sektir renna í ríkissjóð.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 16:20
Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna góðrar heilbrigðisþjónustu er enginn.
Heilbrigðisstarfsmenn greiða tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heiminum af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna góðrar löggæslu er enginn.
Lögregluþjónar greiða tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heiminum af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna góðs menntakerfis er enginn.
Kennarar greiða tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heiminum af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna góðs vegakerfis er enginn.
Vegagerðarmenn greiða tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heiminum af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Raunverulegur kostnaður af rekstri ríkisins er enginn.
Allir ríkisstarfsmenn greiða tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heiminum af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna góðrar heilbrigðisþjónustu er enginn.
Heilbrigðisstarfsmenn greiða tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heiminum af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna góðrar löggæslu er enginn.
Lögregluþjónar greiða tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heiminum af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna góðs menntakerfis er enginn.
Kennarar greiða tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heiminum af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna góðs vegakerfis er enginn.
Vegagerðarmenn greiða tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heiminum af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Raunverulegar tekjur ríkisins af ferðaþjónustu er enginn.
Ferðaþjónustan svíkst um að greiða tekjuskatt til ríkisins og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heiminum og ferðamenn fá endurgreiddan skatt af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Jós.T. (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 16:51
Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.
Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og virðisaukaskatt sem er með þeim hæstu í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.
Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.
Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 16:57
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 16:58
4.3.2015:
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en ellefu milljarða króna halli á vöruskiptum í fyrra, 2014
4.3.2015:
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar hafa tvöfaldast frá 2009 - Verulegur tekjusamdráttur af þjónustu tengdri útflutningi álvera
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 16:59
Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.
23.3.2015:
"Árið 2001 spáði Vilhjálmur Bjarnason þingmaður og þáverandi sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun því að hingað til lands myndi koma um ein milljón ferðamanna árið 2016 ... en talan fékkst meðal annars með því að framreikna þá fjölgun sem varð á ferðamönnum milli áranna 1990 og 2000."
Spáin reyndist nærri lagi
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 17:06
Íslensk fyrirtæki skulduðu samtals 15.685 milljarða króna í árslok 2007 og 22.675 milljarða króna í árslok 2008, samkvæmt Tíund, fréttabréfi ríkisskattstjóra.
Tuttugu og tvö þúsund sex hundruð sjötíu og fimm milljarða króna.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 17:08
9.3.2008 (fyrir Hrun):
"Við Íslendingar erum skuldugasta þjóð í heimi og hreinar skuldir okkar eru rúmir 1.800 milljarðar króna.
Þegar allar eignir hafa verið teknar með í reikninginn og dregnar frá skuldunum er niðurstaðan sú að hvert mannsbarn á Íslandi skuldar tæpar sex milljónir króna."
Íslendingar skulda mest í heimi
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 17:09
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 17:11
Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 17:13
21.2.2014:
Landsvirkjun tapaði 4,4 milljörðum króna árið 2013 vegna lækkandi álverðs
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 17:14
26.2.2014:
"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].
Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."
Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 17:15
26.1.2016:
""Breska geðheilbrigðisstefnan sparar ríkinu gífurlegar fjárhæðir og eykur hamingju fólks til muna," segir David M. Clark prófessor við Oxford háskóla og ráðgjafi breska heilbrigðisráðuneytisins á sviði geðheilbrigðismála."
Bretar hagnast á því að veita ókeypis sálfræðimeðferð
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 17:19
31.7.2015:
"Það er mjög dýrt að fara til sálfræðings [hér á Íslandi].
Einn tími hjá sálfræðingi, sem er rúmlega klukkutími, kostar yfirleitt á bilinu tíu til tólf þúsund krónur."
Kostnaður við andlega sjúkdóma - Kvíði.is
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 17:20
Það kostar ekkert að fara til sálfræðings [hér á Íslandi].
Sjúklingar hefðu hvort sem er notað peningana í virðisaukaskatt af vörum og þjónustu.
Jós.T. (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 21:16
31-6
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 21:45
Steini, 31 athugasemd af 38, - flestar þeirra búnar að sjást áður svo tugum skipta nemur, - ég hef ekki tíma til að sía úr allt of miklum fjölda hjá þér og ef þessu slotar ekki, endar með því að ég stroka einhvern daginn allt út á einu bretti.
Inni á milli eru þessar fínu athugasemdir hjá þér svo að það getur varla verið til of mikils mælst að þú síir sjálfur þær út sem koma umræðuefninu ekkert við.
Ómar Ragnarsson, 6.3.2016 kl. 22:20
Maðurinn er náttúrulega bara bilaður, Ómar, og drífðu nú í þessu - Ekki bara tala um að gera það. - Lokaðu svo á hann í leiðinni.
Már Elíson, 6.3.2016 kl. 22:35
Ómar, lokaðu að Steina Briem, maðurinn virðist stórlega bilaður og hundleiðinlegur, hann gerir síðuna þína nánast ónothæfa!
Steini Briem, af hverju gerir þú ekki út þína eigin síðu?
Guðjón Guðvarðarson (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 22:57
Þetta á ekki að vera flókið. Rafmagnshitara í tröppur og stíg að Gullfossi.
Vilhelm (IP-tala skráð) 6.3.2016 kl. 23:11
Þá færð þú stefnu frá lögfræðingi fyrir allar kolólöglegar athugsemdir í minn garð á þessari síðu frá upphafi, sem þú hefur ekki eytt þrátt fyrir ítrekaðar kröfur þar um, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 23:12
"234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
236. gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum.
Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
237. gr. Ef maður bregður manni brigslum án nokkurs tilefnis, þá varðar það sektum, þótt hann segi satt."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 23:28
Og byrjaðu nú á að eyða hér athugasemdum sem eru kolólöglegar, fyrst þú hefur svona mikinn áhuga á að eyða athugasemdum, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 6.3.2016 kl. 23:34
Gaman að sjá að Ómar sjálfur er að fá leið á Steina Briem. Steini Briem er yfirleitt eina ástæðan fyrir því að Ómar kemst á forsíðuna undir virkar umræður!
En djöfull ertu leiðinlegur Steini. Þín verður ekki saknað, gefið að Ómar geri hið rétta í málinu.
Brimmi Stein (IP-tala skráð) 7.3.2016 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.