Ringulreið í baráttu um rými.

Bílastæðadeilan við Kringluna er birtingarmynd baráttu um rýmið á malbiki höfuðborgarsvæðisins.

Á mörgum sviðum þessarar baráttu ríkir ákveðin ringulreið vegna þess að því fer fjarri að búið sé að vinna úr þeim vandamálum sem hún skapar.

Einkabílar á höfuðborgarsvæðinu eru varla færri en 100 þúsund, og ef meðallengd þeirra er 4,5 metrar, eru myndu þeir þekja 450 kílómetra ef þeim væri raðað "stuðara í stuðara."

Ef hver þessara bíla þarf bílastæði sem er sex metra langt og 2,5 metra breitt, eða 15 fermetrar, þarf allur þessi einkabílafloti 1,5 milljónir fermetra í bílastæði, eða einn og hálfan ferkílómetra.

En öll bílastæði þurfa aðkeyrslu og þá er flatarmálið orðið allt að þrír ferkílómetrar.

Í Japan hafa menn farið í átt að lausninni með því að setja ívilnandi reglur um bíla sem eru á stærð við minnstu bílana, sem nú eru á markaðnum hér á landi.

Engan veginn er hægt að segja að þessir bílar séu þröngir og óþægilegir, þótt farangursrými sé ekki mikið í sumum þeirra.Suzuki Alto´2014

Bíll sem er 3,4 metra langur og 1,5 metra breiður þekur rúma 5 fermetra í stað 4,5 x 1,8 = 8,1 fermetri.

Oft er hlálegt að sjá hvernig eindæma leti ræður hegðuninni hjá okkur, svo sem þegar bílum er lagt ólöglega til að spara gönguvegalengd um nokkra metra í stað þess að leggja í löglegt bílastæði rétt hjá.

Og magnað að bílastæðahús skuli vera hálftóm á sama tíma og slegist er í bílastæðunun uppi á götunum við þau.

Á meðfylgjandi mynd er bíll, sem var einfaldasti og ódýrasti bíllinn þegar hann var keyptur haustið 2014, en rýmið frammi í honum gefur miklu stærri bílum ekkert eftir, 1,32 metra breitt rými fyrir tvær manneskjur sem eru 0,90 metrar öxl í öxl, þ. e. laust rými á breiddina upp á tæplega hálfan metra.   


mbl.is Verslingar í hart við Kringluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Umferðarmenning skiptir einnig máli á gangstéttum og í verslunum.

Flestir eru með stórar innkaupakerrur í matvöruverslunum og margir þeirra breiða úr sér sem mest þeir mega í miðjum gangveginum, þannig að illmögulegt er að komast framhjá þeim.

Og kerrurnar eru þar jafnvel enn á meðan þetta fólk, sem hugsar eingöngu um sjálft sig, sækir vörur í næstu hillu eða kæliborð.

Þeir sem eru með barnavagna halda sig einnig margir hverjir á miðri gangstéttinni, eins og þeir séu lafhræddir við að detta út af henni með vagninn.

Þorsteinn Briem, 8.3.2016 kl. 23:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um átján þúsund nemendur eru í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og ef þeir færu allir á einkabíl í skólann, einn í hverjum bíl, þyrfti um 324 þúsund fermetra af bílastæðum nálægt skólunum undir þá bíla eina.

Það eru áttatíu knattspyrnuvellir.

Þorsteinn Briem, 8.3.2016 kl. 23:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður var í háskólanámi í Svíþjóð og minnist þess ekki að við háskólann hafi verið fjöldinn allur af bílastæðum fyrir nemendur.

Hvað þá við menntaskóla.

Nemendur við menntaskóla hér á Íslandi hafa heldur engan sérstakan rétt til að leggja einkabílum við skólana.

Slíkt fellur ekki undir mannréttindi.

Og nemendur Verslunarskólans hafa engan rétt til að geyma bíla sína við Kringluna, hvað þá allan daginn.

Þeir gengið, hjólað eða tekið strætisvagn og hafa gott af því.

Hversu mörg bílastæði eru við Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann?

Þorsteinn Briem, 9.3.2016 kl. 00:27

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tek heilshugar undir rök Kringlufólks. Nemendur geta gengið og notað almenningssamgöngur. Það er þeim engin vorkunn. Frekjudollur og ekkert annað. Vilja fá, en ekkert gefa á móti. Verslunareigandi malbikar ekki og merkir stæði fyrir utan verslun sína, svo latir námsmenn geti geymt bílinn sinn þar allan daginn, fyrir ekki neitt. Fjandinn sjálfur, þeim er meira að segja kennt þetta í Verslunarskólanum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.3.2016 kl. 01:14

5 Smámynd: corvus corax

Ótrúleg frekja og yfirgangur í nemendum Verzlunarskólans sem á alls ekki að láta þá komast upp með.

corvus corax, 9.3.2016 kl. 09:27

6 identicon

Þetta er auðvitað bara forleikur að þeirri óperu sem Dagur og hans fólk eru að semja með þeirri stefnu að hafa sem fæst bílastæði í nýjum hverfum - sbr. upplýsingar um 0.2 stæði á íbúð í nýskipulögðu hverfi í nánd við Stakkahlíð. Þar af er sagt að 100 íbúðir séu ætlaðar nemum og 60 eldri borgurum - skyldi borgarstjórn hyggjast svipta þá síðarnefndu ökuskírteinum sínum? Dettur engum í hug að íbúðirnar muni enda á almennum markaði?

Staðreyndin er að sennilega þarf að gera ráð fyrir minnst einu og hálfu bílastæði per íbúð - ef ekki er gert ráð fyrir því í skipulagi þá munu íbúarnir einfaldlega leggja í eldri götum í nágrenninu. Að ætla að stjórna hegðun fólks - stýra því í átt að heilbrigðari lífsstíl hjólreiðanna - með því að takmarka fjölda bílastæða lýsir algjörri veruleikafirringu - er raunar í stíl við fuglahúsin frægu.

Leifur Hakonarson (IP-tala skráð) 9.3.2016 kl. 11:23

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Held að þú ættir að kynna þér þessi mál vel, eins og þú getur auðveldlega gert, áður en þú byrjar að gapa hér um þau, "Leifur Hakonarson".

Þorsteinn Briem, 9.3.2016 kl. 13:37

8 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég sé ekki hvernig Kringlan ætlar að framfylgja þessu til langframa nema hafa sjálfvirka lokun á morgnanna. Þá getur engin annar lagt þarna heldur á þeim tíma nema að það verði komið fyrir einhverskonar kortahliði. Verslingar eru á algjörlega löglegum bílum og mega því leggja við Kringluna þótt það sé þeim í Kringlunni til ama. Vandinn er að ekki er tekið sanngjarnt gjald fyrir bílastæðin og því er þetta aljörlega aumingjaskapnum í forsvarsmönnum Kringlunnar að kenna.

Lausnin er greinilega gjaldskylda á stæðin í Kringlunni og við Versló líka. Þeir verslingar sem búa innan við 1 km radíus frá skólanum mundu þá flestir hætta að keyra og þá væri nóg af bílastæðum við skólann.

 Þetta ætti að smellpassa við frjálshyggjupostulana í Versló. "There is no free lunch" er það ekki.

Árni Davíðsson, 9.3.2016 kl. 13:56

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Félagsstofnun stúdenta rekur stúdentagarðana, herbergi og litlar íbúðir sem eru til útleigu fyrir stúdenta og verða ekki seldar, enda er eftirspurnin eftir stúdentaíbúðum hér í Reykjavík miklu meiri en framboðið.

Bílastæði fyrir mörg ný fjölbýlishús eru nú í bílakjöllurum undir húsunum en fjölmargir stúdentar eiga ekki bíl og ganga, hjóla eða taka strætisvagn.

Þorsteinn Briem, 9.3.2016 kl. 14:10

10 identicon

Ég held að rót vandans sé dálítið sér-Íslensk og tengt veðurfarinu á Íslandi?
(og etv almenningssamgöngum líka).

Hérna í Odense hjólar fólk gjanan 7-12km til vinnu eða skóla (og heim aftur) á hverjum degi og margir nota strætó eða lestar líka.

Ég hef ekki orðið sérstaklega var við bílastæðaskort við þá 2 skóla sem ég hef numið við hérna enda er veðurfarið gjör ólíkt því sem maður er vanur á klakanum og því er ég ekki hissa á að fólk noti einkabílinn meira við þau skilyrði sem skapast á Íslandi. 

Þegar það snjóar hérna (í Odense) þá leggja menn allt kapp á það að ryðja göngu og hjólastíga jafnvel áður en þeir ryðja göturnar þannig að þeir sem nota hjól eða td strætó gera treyst á að komast leiða sinna án þess að þurfa vaða ruðninga uppfyrir haus langar leiðir í skíta veðri.

Einnig er búið að hanna svokallað "léttvagna" (http://odenseletbane.dk/) kerfi sem áætlað er að verði tilbúið árið 2020 í þeim tilgangi að bæta almenningssamgöngur og um leið minnka bílaumferð í stórborginni Odense :)

Ég er ekki sammála því að regluverk eða gjaldskylda sé lausn á þessu útbreidda vandamáli heldur þurfi að hugsa dýpra inn í kassann og jafnvel prufa nokkrar mismunandi leiðir til að finna þá réttu.

Gunnþór Jónsson (IP-tala skráð) 10.3.2016 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband