Líklega rétt mat Katrínar.

Í öll þau skipti sem kosið hefur verið í kjölfar brottfarar sitjandi forseta Íslands hafa stjórnmálamenn hafa þingmenn eða fyrrverandi þingmann og ráðherrar boðið sig fram.

1952 voru það Ásgeir Ásgeirsson og Gísli Sveinsson, 1968 Gunnar Thoroddsen, 1980 Albert Guðmundsson og 1996 Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Agnarsdóttir.

Ásgeir var kosinn 1952, Gunnar og Albert ekki 1980, en Ólafur Ragnar 1996.

Alþingi naut meiri virðingar þá en nú. Alþingismaður, sem býður sig fram núna, verður að vera viðbúinn snarpari og oft ósanngjarnari árásum á netmiðlunum og í fjölmiðlunum en áður hefur þekkst.

Gildir þar oft hið fornkveðna að "það er lítið sem hundstungan finnur ekki."

Þótt Katrín Jakobsdóttir hafi þá sérstöðu að njóta miklu meira persónulegs fylgis en nemur stærð flokks hennar og skáka með því leiðtogum mun stærri flokka, og þar að auki að njóta eins og er miklu meira fylgis en nokkur annar hugsanlegur frambjóðandi, mun hún þurfa að útvega sér þykka brynju til að standast harðar atlögur.

Í öllum forsetakosningum hafa legið ákveðnir straumar hjá kjósendum sem ekki hafa alltaf verið fyrirsjáanlegir að öllu leyti.

Það er ákveðin óvissa á ferðinni og framundan er tími þar sem vika getur reynst langur tími. 

Stjórnarskrármálið er eitt af því sem getur hrist upp í stjórnarandstöðuflokkunum og úr því sem komið er verður Katrín að taka þann slag, hvort sem hún býður sig fram til forseta eða ekki.   

Ákvörðun hennar er því líklega rétt eins og staðan er nú.

En, - eins og áður sagði, - vika er langur tími í stjórnmálum.


mbl.is Katrín ætlar ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekkert viss um að alþingi hafi notið meiri virðingar þá.  Fólk átti ekki eins auðvelt með að koma skoðunum sínum á framfæri.  Það er kannski orðið tímabært að fólk skoði söguna í því ljósi.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2016 kl. 11:49

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðan marktækar skoðanakannanir á trausti kjósenda á stofnunum og fyrirtækjum hófust hefur traustið á Alþingi hrunið niður, um það er ekkert að villast.

Ómar Ragnarsson, 9.3.2016 kl. 13:40

3 Smámynd: Már Elíson

Samt rétt hjá Elínu, Ómar - Það var önnur tíð og aðgengi og upplýsingadreifing ekki jafn auðveld þá og nú. - Meira að segja stórbokkinn Davíð Oddson var byrjaður að rífa Katrínu í sig á sínum blaðs vildavina hans, þar sem hann fékk "rólega innivinnu" á þreföldum launum..við það að tæta í sig alla ímyndaða óvini sína. 

Már Elíson, 9.3.2016 kl. 14:18

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Katrín er auðvitað búinn að vinna sinnstærsta sigur með þjóðinni. Skoðanakannanir hafa sýnt það að langflestir hafa viljað fá hana sem forseta. Sigur felst einmitt í því, að hún kýs taka fjölskyldu sína farm yfir þetta embætti. Væntanlega eru það börnin hennar sem hún hefur sérstaklega í huga.

Það ber að virða hana fyrir að taka fjölskylduhagsmunina fram yfir allt annað.
 
Ég er t.a.m. viss um að félagar hennar í flokknum hafi ekki bnent á hana í könnunum. Þeir hafa til þessa bent á allt annan aðila sem hefur verið í umræðunni. 

Það fer ekki vel á því núna, að velja flokkshund í þetta embætti sem myndi endanlega rústa þessu fyrirbæri

Kristbjörn Árnason, 9.3.2016 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband