9.3.2016 | 16:57
Samt mikil framför frá Gúmmívinnustofubrunanum.
Bruninn í Gúmmívinnustofunni fyrir rúmum aldarfjórðungi markaði tímamót í slökkvistarfi á Íslandi.
Í blaði Landssambands slökkviliðsmanna, sem kom út eftir brunann, kom fram, að slökkviliðið vissi ekki hvað húsið var margar hæðir, þ. e. þeir vissu ekki að það var kjallari undir því og að þar væru 3000 brennandi hjólbarðar.
Í greininni í blaðinu kom fram að vegna þessa hefðu slökkviliðsmenn verið í mikilli lífshættu þegar þeir fóru inn í húsið.
Á þessum tíma var slökkvilið í Hveragerði búið að koma sér upp kerfi, þannig í tölvu á leiðinni á brunastað var hægt að sjá húsaskipan á brunastað.
Talsmenn slökkviliðsins í Reykjavík töldu, að vegna stærðar höfuðborgarhverfisins væri slíkt ekki mögulegt þar.
En nokkrum árum síðar kynnti slökkviliðið með stolti nýtt og svipað kerfi, og einnig var úr sögunnni sú ringulreið, sem stundum hafði ríkt á brunastöðum.
Í Gúmmívinnustofubrunanum vissu slökkviliðsmenn ekki um suma af næstu brunahönunum og töfðust fyrir bragðið við það að leiða slöngur í hana, sem voru margfalt lengra í burtu.
Byltingin í skipulagi og aga hjá slökkviliðinu í kjölfar Gúmmívinnustofubrunans sýndi, að rétt eins og slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli hafði hlotið viðurkenningu sem besta slökkviliðið í herstöðvum Bandaríkjamanna, hefði svipaður titill sennilega geta orðið að veruleika hjá Slökkviliðinu í Reykjavík hefði hann verið í boði.
Vissu ekki af íbúðinni í húsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ummæli slökkviliðsstjóra koma inn á annað djúpstætt vandamál, sem er fjöldi ósamþykktra og þar af leiðandi óskráðra íbúða:
„Þegar hrunið kom áttum við von á því að þetta myndi kannski lagast en þetta voru mikið verkamenn. Síðan eftir hrun kom bara upp annar vandi, húsnæðisvandi. Eftir það, ef eitthvað er, hefur þetta aukist. Við vorum að reyna að halda utan um þetta en svo sáum við að skýrslur okkar voru ónákvæmar af því að þetta var svo breytilegt. Einn daginn var einhver þarna, en næsta dag ekki. Það var ógerningur fyrir okkur að reyna að halda utan um þetta,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við mbl.is.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2016 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.