10.3.2016 | 22:04
Aðgerðir í ljósi nýrrar stöðu?
Svo er að sjá að í áraraðir hafi biskup talið sig valdamesta mann Þjóðkirkjunnar, bæði andlega og veraldlega, og að allir hafi hagað sér í samræmi við það.
Nú er svo að sjá af skýrslu lögspakra manna að kirkjuráð sé "æðra stjórnvald" en biskupinn, og er merkilegt að það skuli fyrst koma fram nú.
Það er óheppilegt að deilur og jafnvel ósætti skuli vera á kreiki innan þeirrar stofnunar, sem boðar fagnaðarendi kærleika, friðar, fyrirgefningar og umburðarlyndis.
En vitanlega eru þjónar kirkjunnar mennskir menn sem ekki komast hjá því að sýsla við veraldleg gæði.
Nú þarf þjóðkirkjan að vanda sig við að vinna sig út úr þessari stöðu og grípa til aðgerða sem koma ró og festu á hlutina.
Spurning er hvort það sé eðlilegt að þegar kona er í fyrsta sinn biskup skuli það koma upp þá fyrst að vald biskups sé minna en kirkjuráðs.
Séra Karl Matthíasson bendir á það í bloggpistli að verði niðurstaðan sú að kirkjuráð sé æðra stjórnvald en biskup, kalli það á viðameiri kröfur um val í ráðið en verið hafa.
Deila um völd innan þjóðkirkjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.