11.3.2016 | 00:26
"Umskiptingar"? Endastöð útsýnisskorts?
Fyrstu "crossover" bílarnir, sem framleiddir voru í miklu magni, voru Subaru, Lada Niva og AMC Eagle, sem komu fram á síðari hluta áttunda áratugsins.
Aðeins Lada Niva var hannaður algerlega frá grunni, en hinir voru upphækkaðir fólksbílar með fjórhjóladrifi.
Allir voru bílarnir með heilsoðna skel, en fram að því höfðu aldrifsbílar verið á sérstakri grind.
Á myndinni er AMC Eagle ´82, staddur á Landmannaleið, en Subaruinn er ´81 árgerð og af 2. kynslóð Subaru aldrifsbílanna.
Allir bílarnir, einkum Lada Niva, voru meira en áratug á undan sinni samtíð og mætti kannski kalla þá "umskiptinga".
Fiat Panda 4x4 kom fram 1983 og var fyrsti bíllinn með vélina þversum frammi í sem var með fjórhjóladrif.
Allir fyrrnefndir bílar verða kandídatar á hugsanlegu "Naumhyggjubílasafni."
Toyota C-HR er "stjarnan" á bílasýningunni í Genf, líklegast vegna þess að lengra verður tæpast komist í að hanna bíl með jafn litlum gluggum og lélegu útsýni.
Sú tískubylgja hlýtur að fara að nálgast endamörk, því að annars verður næsta skref að búa þessa bíla með sjónpípu eins og kafbáta.
I nýjustu handbók Auto motor und sport er skortur á útsýni talið meðal galla bílanna, enda er skortur á útsýni ekki aðeins óþægilegt fyrir ökumanninn, heldur beinlínis hættulegt. Ef farið er inn á fréttina á mbl.is sést þetta betur.
Stjarnan hjá Toyota var C-HR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.