"Umskiptingar"? Endastöð útsýnisskorts?

Fyrstu "crossover" bílarnir, sem framleiddir voru í miklu magni, voru Subaru, Lada Niva og AMC Eagle, sem komu fram á síðari hluta áttunda áratugsins. AMC Eagle´82 á Landmannaleið

Aðeins Lada Niva var hannaður algerlega frá grunni, en hinir voru upphækkaðir fólksbílar með fjórhjóladrifi.

Allir voru bílarnir með heilsoðna skel, en fram að því höfðu aldrifsbílar verið á sérstakri grind.

Á myndinni er AMC Eagle ´82, staddur á Landmannaleið, en Subaruinn er ´81 árgerð og af 2. kynslóð Subaru aldrifsbílanna.Subaru´81. FÞ 400

Allir bílarnir, einkum Lada Niva, voru meira en áratug á undan sinni samtíð og mætti kannski kalla þá "umskiptinga".

Fiat Panda 4x4 kom fram 1983 og var fyrsti bíllinn með vélina þversum frammi í sem var með fjórhjóladrif.

Allir fyrrnefndir bílar verða kandídatar á hugsanlegu "Naumhyggjubílasafni."

Toyota C-HR er "stjarnan" á bílasýningunni í Genf, líklegast vegna þess að lengra verður tæpast komist í að hanna bíl með jafn litlum gluggum og lélegu útsýni. Lada Niva ´96

Sú tískubylgja hlýtur að fara að nálgast endamörk, því að annars verður næsta skref að búa þessa bíla með sjónpípu eins og kafbáta.

I nýjustu handbók Auto motor und sport er skortur á útsýni talið meðal galla bílanna, enda er skortur á útsýni ekki aðeins óþægilegt fyrir ökumanninn, heldur beinlínis hættulegt. Ef farið er inn á fréttina á mbl.is sést þetta betur. Toyota consept 

870500B[1]Fiat Panda 4x4´91

AMC Eagle ´82 


mbl.is Stjarnan hjá Toyota var C-HR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband