Endalausar og fáheyrðar sviptingar.

Ef fylgistölurnar í skoðanakönnun Gallup kæmu upp úr kjörkössum í borgarstjórnarkosningum nú myndu Píratar og Samfylking geta myndað meirihluta á grundvelli 50,7% fylgis, en þessir tveir núverandi samstarfsflokkar, hafa verið fjarri því að geta það hingað til.  

En í stað eins borgarfulltrúa nú myndu Píratar fá minnst fimm fulltrúa og leiða þennan meirihluta með verulega laskaðan borgarfulltrúahóp Samfylkingar í samstarfi.

Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað mun fjölmennari og sterkari meirihluta upp á 10-11 fulltrúa af 15.  

Hrun Bjartrar framtíðar er algert. Hún myndi ekki fá neinn fulltrúa, en þar er á ferðinni fólk, sem var í framboði fyrir Besta flokkinn 2010, sem þá fékk 36% atkvæða ef mig minnir það rétt og komst yfir 50% í skoðanakönnunum í aðdraganda þeirra kosninga!

Hrun fylgisins hjá þeim nemur 90% af því sem Besti flokkurinn fékk 2010!

Framsókn myndi heldur varla fá fulltrúa.

Píratar ná, þrátt fyrir 30,9%, ekki jafn miklu fylgi og Besti flokkurinn fékk á blómatíma sínum, þannig að Guð má vita hvaða fylgi Píratar myndu hafa árið 2018.

Það eina, sem virðist vera hægt að lesa út úr fáheyrðum fylgistölum og fylgissveiflum nú, er að kjósendur eru í dauðaleit að stjórnmálaafli sem gæti bætt upp almennt vantraust þeirra á stjórnmálamönnum og stjórnmálum.


mbl.is Fylgi Samfylkingar hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Píratar eru einfaldlega jafnaðarmannaflokkur, eins og vel sést á stefnu flokksins, og hafa nú 35,3% fylgi, samkvæmt skoðanakönnun Gallup.

Frá síðustu alþingiskosningum, 2013, hafa Píratar fengið fylgi frá Bjartri framtíð og Samfylkingunni en fyrst og fremst þeim sem þá kusu Framsóknarflokkinn í stað Samfylkingarinnar.

Fylgi Framsóknarflokksins fyrir þremur árum, í febrúar 2013, var samkvæmt skoðanakönnun Gallup 14,2% og er nú mjög svipað, 12%.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fengu samtals 38,5% í alþingiskosningunum 2009 og eru nú með nánast sama fylgi, 36,4%.

Þá var Framsókn með 14,8% fylgi en nú 12% og Sjálfstæðisflokkurinn með 23,7%, en nú 24,4%, og fékk 26,7% í síðustu alþingiskosningum, 2013.

Vinstri grænir eru nú með sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum, þannig að Píratar hafa ekki fengið fylgi frá þeim.

Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst lítið fylgi til Pírata.

Samfylkingin, Vinstri grænir og Borgarahreyfingin fengu samtals 58,7% í alþingiskosningunum 2009 og Samfylkingin, Vinstri grænir, Björt framtíð og Píratar eru nú með sama fylgi, 58,9%.

Og jafnaðarmannaflokkarnir Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð eru nú með 48,1% fylgi.

Fylgi Bjartrar framtíðar er hins vegar mjög lítið, 3,6%, og eins og staðan er núna er því líklegast að Píratar, Samfylkingin og Vinstri grænir, nú með samtals 55,3% fylgi, myndi næstu ríkisstjórn.

Í raun breytir því engu fyrir jafnaðarmenn hvort Samfylkingin hverfur af sjónarsviðinu, þar sem fylgi flokksins nú færi til Pírata, sem einnig er jafnaðarmannaflokkur.

Ekki ætti því að koma á óvart að Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson, fyrrum formenn Alþýðuflokksins og Samfylkingarinnar, séu hrifnir af Pírötum.

Steini Briem, 12.2.2016

Þorsteinn Briem, 11.3.2016 kl. 11:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert í stefnuskrá Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar segir að Píratar vilji nýja kosningu Reykvíkinga um flugvallarmálið.

Einungis að "nauðsynlegt [sé] að ákveða framtíðarstaðsetningu flugvallarins í eins víðtækri sátt höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og kostur er á."

Samþykkt stefnumál Pírata í Reykjavík í borgarmálum vorið 2014

Þorsteinn Briem, 11.3.2016 kl. 11:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 8.10.2015 (fyrir fimm mánuðum):

Píratar 28% (nú 31%),

Samfylkingin 25% (nú 20%),

Björt framtíð 8% (nú 4%),

Vinstri grænir 11% (nú einnig 11%).

Samtals 72% (nú 66%) og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samtals 27% (nú 32%) og þar af Framsóknarflokkur 4% (nú 5%).

Samfylkingin hefur
því um tvöfalt meira fylgi í Reykjavík en á landsvísu.

Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar
um tvöfalt meira fylgi á landinu öllu en í Reykjavík.

Vinstri grænir og Björt framtíð eru með sama fylgi í Reykjavík og á landsvísu.

Sjálfstæðislokkurinn er hins vegar með svipað fylgi í Reykjavík og á landinu öllu.

Þorsteinn Briem, 11.3.2016 kl. 12:24

4 identicon

Kannski fá Píratarnir svona mikið fylgi af því að meira að segja vinstrimenn eru búnir að fá nóg af þessum lífsstíls-sósíalisma eins og það var orðað svo vel á Andríki. Svo maður tali nú ekki um skoðunarkúgunar-sósíalisman. Að vistrimenn finni ákveðið frelsi í Pírötum.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband