Ræður lokaður valdahópur för?

Raunveruleg ákvörðun og stefnumörkun um byggingu sjúkrahúss við Hringbraut var tekin fyrir tveimur áratugum og síðan þá er ekki hægt annað en að draga þá ályktun af gangi mála, að sá hópur manna, sem réði þessari ákvörðun, hafi stjórnað allri umræðu og upplýsingagjöf um málið.

2005 fór ég í tengslum við ferð til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, og skoðaði og myndaði tvö sjúkrahús til að fjalla um þau í sjónvarpsfréttum, sjúkrahús í Osló, sem þá var talið hið besta í Evrópu og byggt frá grunni á auðri lóð, og hins vegar sjúkrahúsið í Þrándheimi, þar sem um svipaðan "bútasaum" var að ræða og stefnt er að við Hringbraut.

Í viðtölum kom fram sú skoðun lækna, að sjúkrahúsið í Osló væri til fyrirmyndar en bútasaumurinn í Þrándheimi "víti til varnaðar."

Í framhaldinu kom vel í ljós hvernig ráðandi valdahópur virðist hafa stjórnað málinu hér á landi allt fram á þennan dag.

Á fundi á vegum Læknafélags Íslands var fyrirlesari kona, sem hefur reynslu af "bútasaumi" í gerð sjúkrahúsa í Bandaríkjunum, og þegar Kastljós Sjónvarpsins fékk sérfræðing um ný sjúkrahús til að fræða um málið í þættinum, var þar kominn, - ja, hver haldið þið? - Jú, sérfræðingurinn sem sá um bútasauminn á sjúkrahúsinu í Þrándheimi!

Fyrir 20 árum  var nægt rými við Borgarspítalann í Fossvogi og aðeins eitt hús risið.

Reykjavíkurflugvöllur í aðeins 2ja kílómetra fjarlægð.

En síðan kom að því að allt þetta mikla rými var smám saman fyllt af íbúðablokkum.

Ég átti erindi í Landsspítalann við Hringbraut í gær og þar ríkir öngþveiti í bílastæðamálum og sprengingar og læti kveða við vegna þess að verið er að reisa fyrsta húsið í "bútasaumnum."

"Svona er Ísland í dag" orð Jóns Ársæls, koma upp í hugann.  

 


mbl.is Breyta þarf ákvörðuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 2.4.2015:

"
Á sínum tíma hefði verið skárra að reisa sjúkrahúsið í Fossvogi meðan enn var þar nægt landrými og aðeins einn spítali kominn í stað allra húsanna, sem komin eru á Landsspítalalóðinni.

En nú er orðið of seint að reyna að gera þetta í Fossvoginum.

Við innanverðan Grafarvog er stórt autt svæði við Keldur. Sömuleiðis hjá Vífilsstaðaspítala."

Ómari Ragnarssyni finnst sem sagt allt í lagi að Landspítalinn sé langt frá miðju íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu en flugvöllur fyrir höfuðborgarsvæðið megi engan veginn vera það.

Þorsteinn Briem, 11.3.2016 kl. 13:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir hafa misst vatnið á fæðingardeild Framsóknarflokksins út af því að flugvöllur verði ekki skammt frá Landspítalanum við Hringbraut.

En sumum, til að mynda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Ómari Ragnarssyni, finnst hins vegar allt í lagi að færa Landspítalann frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008 var hægt að reisa nýtt og stórt sjúkrahús á Landspítalalóðinni við Hringbraut og lóðin hefur ekki minnkað eftir Hrunið.

Steini Briem, 16.8.2015

Þorsteinn Briem, 11.3.2016 kl. 13:34

3 identicon

Í heiminum skipta sjúkrahús einhverjum tugum þúsunda. Þar á meðal má örugglega finna bútasaum sem heppnaðist vel og nýbyggingu sem er klúður. Það að þér hafi verið boðið að skoða misheppnaðan bútasaum og nýtt sjúkrahús sem virkar vel segir ekkert um hvort sé betra. Það að koma því í umræðuna sem eitthvað sem skiptir máli bendir frekar til örvæntingar og skorts á rökum en að það sanni eitthvað.

Ég hef lítið vit á sjúkrahúsum og bílum. En ég færi ekki að dæma og bera saman rafbíl eftir þeim misheppnaðasta og bensínbíl eftir þeim sem flest verðlaun og lof hefur fengið.

Hábeinn (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 13:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú gapa Ómar Ragnarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um hávaða vegna byggingaframkvæmda vestan Kringlumýrarbrautar.

Þegar Grafarvogurinn og Breiðholtið voru að byggjast upp var þar hávaði vegna byggingaframkvæmda og nú eru mörg hús í þessum hverfum orðin það gömul að þau þarfnast mikils viðhalds, sem einnig fylgir hávaði.

Og sama gildir að sjálfsögðu um elstu hverfin í Reykjavík, til að mynda í póstnúmerinu 101, þar sem einnig er verið að byggja ný hús á óbyggðum reitum og mörg hver í gömlum stíl, til að mynda við Laugaveg og Hverfisgötu.

Held að menn ættu frekar að gleðjast yfir því að framkvæmdir séu nú loks hafnar á Landspítalalóðinni en að kvarta yfir hávaða vegna framkvæmdanna.

Þorsteinn Briem, 11.3.2016 kl. 14:21

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Æi Steini, give us a break...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2016 kl. 15:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er þessi "athugasemd" þín um efni þessarar bloggfærslu Ómars Ragnarssonar, Jóhannes Laxdal Baldvinsson?!

Þorsteinn Briem, 11.3.2016 kl. 15:40

7 Smámynd: Már Elíson

Sérðu ekki St.Br. að athugasemd Jóhannesar fjallar um þig, kjáninn þinn ? - Menn eru nú búnir að fá nóg af þér...Ertu hissa á því.  -  Meiri áninn sem þú ert.

Már Elíson, 11.3.2016 kl. 16:45

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er þessi "athugasemd" þín um efni þessarar bloggfærslu Ómars Ragnarssonar, Már Elíson?!

Eins og fyrri daginn hafið þið mun meiri áhuga á undirrituðum en því sem Ómar Ragnarsson fjallar um hverju sinni.

Allir fyrir löngu búnir að fá nóg af skoðunum ykkar fávitanna á undirrituðum.

Þorsteinn Briem, 11.3.2016 kl. 16:55

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þar sem gert er ráð fyrir að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut, var samþykkt fyrir nokkrum árum af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki einungis Reykjavíkurborg.

Þorsteinn Briem, 11.3.2016 kl. 17:08

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini Briem.  Ómar nefnir það sérstaklega að ákvörðunin hafi verið tekin fyrir 20 árum.  Ekki fyrir "nokkrum árum".  Líka skrifar hann að "lokaður valdahópur" hafi staðið að þeirri ákvörðun.
Finnst þér semsagt rétt að þessi valdahópur, sem sum okkar þykjumst vita hver var, fái að ráða fyrir alla eilífð?
Mín skoðun er sú að allt mögulegt staðarval fyrir nýjan landsspítala sé annars staðar en við Hringbraut!

Kolbrún Hilmars, 11.3.2016 kl. 18:32

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég var ekki að ræða hér að ofan um að nýjar byggingar hefðu verið reistar við húsnæði Landspítalans í Fossvogi, eins og Ómar Ragnarsson minntist á í þessari bloggfærslu sinni, Kolbrún Hilmars.

Ég var að benda hér á að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þar sem gert er ráð fyrir að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut, hafi verið samþykkt fyrir nokkrum árum af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki einungis Reykjavíkurborg.

Getur ekki verið skýrara í þessari athugasemd minni hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 11.3.2016 kl. 18:47

12 identicon

http://www.landspitali.is/um-landspitala/frettir-og-vidburdir/frett/2016/03/11/Forstjorapistill-/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 19:15

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ákveðið hefur verið að Landspítali-Háskólasjúkrahús verði áfram við Hringbraut samkvæmt deiliskipulagi fyrir Landspítalann við Hringbraut sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012 eftiröll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höfðu samþykkt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þar sem gert er ráð fyrir að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut.

Þorsteinn Briem, 11.3.2016 kl. 19:20

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vífilstaðir er málið 

Undirskriftalistar og krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu hefur verið hrundið af stað af minna tilefni.

Ég mæli með þjóðaratkvæðagreiðslu um málið,

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2016 kl. 20:05

15 identicon

Málið er það að það verður aldrei byggður nýr spítali frá A til Ö. Þessi meðferðarkjarni verður byggður við Hringbraut og kannski ein önnur bygging en svo líða áratugirnir eins og venjulega þangað til næst bygging verður reist.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband