Skilnaður er jafn mikið mannréttindamál og gifting.

Tíðni skilnaða er það mikil hér á landi að það hlaut að koma að því að úr því að hjónaband samkynhneigðra var leyft, að eitthvert parið vildi óska eftir skilnaði.

En svo er að sjá sem löggjafinn hafi verið alveg blindur á þetta og þess vegna er raunin sú að samkynhneigðir eru sviptir þeim mannréttindum sem gagnkynhneigðir hafa, að fá að skilja ef sambúðin gengur ekki upp.

Sem sagt: Misrétti og það er erfitt að skilja í tvennum skilningi og skiljanlegt að hommunum tveimur finnist þetta illskiljanlegt.


mbl.is Neyðast til að vera giftir áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekki svo að samkynhneigðir fái ekki að skilja við maka sinn. Í þessu tilviki eru alveg sérstakar kringumstæður; sem sé þær að þeir sem vilja skilja búa ekki á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa ekki leyfi til að heimila erlendum borgurum skilnað og gildir þá einu hvort um svona eða hinsegin hjónaband er að ræða. Gagnkynhneigð hjón frá Fjarskanistan hefðu ekki heldur getað skilið fyrir íslenskum yfirvöldum.

Og vegna þess að í landi þessara pilta eru hjónabönd samkynhneigðra ekki viðurkennd fá þeir ekki að skilja. Lagalega skiptir það svo sem litlu máli fyrir þá vegna þess að hjónabandið er ekki löglegt þar sem þeir búa og hefur því ekki lagaleg áhrif.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband