Minnir á gamla áfanga.

Það var löngu kominn tími á það að tekið væri til hendi í húsnæðismálum þjóðarinnar.

Á 100 ára afmæli Alþýðuflokksins hafa verið rifjuð upp fyrri spor í þessum málum, löggjöf Héðins Valdimarssonar 1929 sem skilaði frá sér verkamannabústöðumum við Hringbraut og síðar á Rauðárárholti, júnísamkomulag verkalýðshreyfingarinnar og Viðreisnarstjórnarinnar 1964 og 65, sem lagði grundvöll að íbúðabyggðinni Breiðholt og loks húsbréfakerfi Jóhönnu Sigurðardóttur síðar á öldinni.

Húsnæðisvandamálin blásast upp og eru stórmál hinnar stóru ungu kynslóðar og láglaunafólks.

Þess vegna er bygging þúsund leiguíbúða fyrir á 100 ára afmæli ASÍ milli samtakanna og Reykjavíkurborgar mikils virði og gleðiefni.

 


mbl.is 1.000 leiguíbúðir fyrir tekjulága
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voru ekki verkamannabústaðirnir sameignafélag sem þátttakendur báru ábyrgð á í sameiningu?

Því miður þá finnst núverandi hugmyndir ganga út á að einhverjir aðrir beri ábyrgð og borgi

Að krefja samfélagið um að gera flest fyrir sig er yfirgnæfandi hugsun í dag meðan enginn vill gera neitt ókeypis fyrir samfélagið

Grímur (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 21:07

2 identicon

Hér er verið að tala um framkvæmdir upp 30.000 þúsund milljónir a.m.k sem þýðir stór aukna eftirspurn á lánamarkaðinum eftir lánsfé sem leiðir til hækkunar á stýrivöktum sem hækka svo lánin hjá okkur hinum með hækkandi breytilegum vöxtum og í leiðinni skríður verðtryggingin upp með verðbæturnar sem bætast við aftan á lánin þar á bæ svo stýrivextirnir verða ekki áberandi háir á svipstundu hjá þeim sem bera föstu breytilegu vextina sem þarf að borga srax með hveri afborgun sama á hvað dynur í þjóðfélaginu.

Það vantar að útskýra hverning þetta verður fjármagnað alvöru frétt um þessa framkvæmd og segja okkur hvaða áhrif þessar framkvæmdir hafa á íbúðaverð í Rvík og kaupmátt okkur hina sem erum búin að taka lán miðað við verðmat á viðkomandi eign og greiðslumat sem stóðst á sínum tíma.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 21:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir sem leigja íbúðarhúsnæði þurfa að sjálfsögðu að greiða húsaleigu, hvort sem húsnæðið er í einkaeigu eða til að mynda Félagsbústaðir í Reykjavík.

Framboð af íbúðarhúsnæði til útleigu hér í Reykjavík hefur áratugum saman verið mun minna en eftirspurnin, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á að fólk búi í eigin húsnæði.

Í Svíþjóð búa fjölmargir í áratugi í leiguhúsnæði sem er í eigu leigufélaga.

Þorsteinn Briem, 12.3.2016 kl. 21:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Félagsbústaðir hf. í Reykjavík - Tilgangurinn með húsnæðinu:

    • Að eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík.

    • Þjónustufyrirtæki á húsnæðismarkaði.

    • Með stofnun hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegra leiguíbúða er reksturinn aðgreindur frá borgarkerfinu og kostnaður, árangur og ábyrgð sýnilegri en áður.

    • Hlutverk borgarinnar breytist úr því að vera beinn rekstraraðili í það að hafa eftirlit með gæðum þjónustunnar og veita nauðsynlegt aðhald að rekstri og fjárhagsstöðu rekstraraðila."

    Þorsteinn Briem, 12.3.2016 kl. 21:58

    6 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Í dag, laugardag:

    "Með þessu átaki erum við að byrja á þúsund íbúðum á þremur stöðum sem Reykjavíkurborg hefur komið með inn," segir Ólafía B. Rafnsdóttir varaforseti ASÍ.

    "Fyrstu svæðin eru norðan við Háskólann í Reykjavík, í Spönginni í Grafarvogi og Úlfarsárdal, þannig að þetta eru lóðir á mjög góðum stöðum," segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

    Þorsteinn Briem, 12.3.2016 kl. 22:28

    7 Smámynd: Már Elíson

    Nýjar "Höfðaborgir" og slömm að rísa - Fátækragildran, sem sett hefur verið fyrir íslenskan almenning, verkafólk, öryrkja og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út í lífið, er að smella af afli utan um hálsinn á því. - "Guð" blessi Gylfa Arnbjörns og hægra hyski hans.

    Már Elíson, 12.3.2016 kl. 23:33

    8 identicon

    Eftir öll stóru orðin um verktöku hjá álverinu í Straumsvík verður forvitnilegt að sjá hvort nota á iðnaðarmenn eða undirverktaka með innflutta erlenda verkamenn. Það segir mikið um hver kostnaðurinn verður og, ef félagið á að vera sjálfbært, hvert leiguverðið kemur til með að vera.

    Svo er spurning hvort sé réttara:"Húsnæðisvandamálin blásast upp og eru stórmál hinnar stóru ungu kynslóðar og láglaunafólks." eða: Húsnæðisvandamálin eru blásin upp og sögð stórmál hinnar stóru ungu kynslóðar og láglaunafólks.    http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/03/11/eiga_ekki_erfitt_med_ibudakaup/

    Hábeinn (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 23:34

    9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

    Hugmyndin sem þetta er byggt á í dag, á ekkert sameiginlegt með því, hvernig verkamannabústaðir voru byggðir hér áður fyrr, eða hvernig byggingafélög ýmissa samtaka náðu að koma húsnæði yfir sína félagsmenn. Þar kom samheldni og samstarf félagsmanna að srærstum notum, með eigin framlögum og vinnu. Reykjavíkurborg er nánast gjaldþrota. Það eina sem hún getur framsett er landrými. Gott og blessað. Ef finnast verktakar til að byggja þessar íbúðir munu þeir verða þvingaðir í útboðum til þess að bjóða í verkið, langt undir kostnaðarverði. Þeir munu fara á hausinn í hrönnum, undirverktakar sitja uppi með klyfjar sem ríða þeim sennilega flestum að fullu og við tekur enn ein húsnæðisbólan, nema í þetta skiptið verða fáir sem vilja leigja, því það verður of dýrt. Eftir munu sitja bankar, með allar hyrslur fullar af peningum, sem enginn vill fá lánaða. Hljómar þetta kunnuglega?

     Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

    Halldór Egill Guðnason, 13.3.2016 kl. 02:27

    10 identicon

    Sæll.

    Tek undir með nr. 1 og 2 hér að ofan.

    Talað hefur verið um þær flóknu reglur uppfylla þarf svo hægt sé að byggja húsnæði. Slíkt eykur á kostnað  og tíma. Miklu nær væri fyrir sveitarfélög og löggjafann að beina sjónum sínum að því vandamáli.

    Helgi (IP-tala skráð) 13.3.2016 kl. 05:44

    11 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Það sem gengur upp í Svíþjóð getur að sjálfsögðu ekki gengið upp hér á Íslandi.

    "Séríslenskar aðstæður."

    Þorsteinn Briem, 13.3.2016 kl. 13:02

    12 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Þriggja herbergja 76 fermetra íbúð nú til leigu hjá Skövdebostäder í Svíþjóð fyrir 5.241 sænska krónu á mánuði, um 79 þúsund íslenskar krónur:

    Þorsteinn Briem, 13.3.2016 kl. 14:15

    13 identicon

    76 fermetra íbúð um 79 þúsund íslenskar í Svíþjóð,,,,,
    98 fermetra íbúð um 95 þúsund íslenskar á Íslandi. Fermetraverð í krummaskuðum er greinilega hærra í Svíþjóð....

    Davíð12 (IP-tala skráð) 13.3.2016 kl. 15:34

    14 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Í Skövde með Volvo-verksmiðju búa jafnmargir og í Kópavogi.

    Á Skagaströnd bjó hins vegar 481 nú um áramótin, samkvæmt Hagstofu Íslands.

    Að sjálfsögðu er Kópavogur krummaskuð í augum Sjálfstæðisflokksins og íbúðaverð þar mun lægra en annars staðar hér á Íslandi, að Skagaströnd meðtalinni.

    Þorsteinn Briem, 13.3.2016 kl. 16:07

    15 identicon

    Í Skövde búa 0,005% Svía, í Rangárþingi ytra búa 0,005% Íslendinga. Skövde er 160 kílómetra frá Gautaborg, en Rangárþing ytra er aðeins 86 kílómetra frá Reykjavík. Skövde er ekki Sænskur Kópavogur.

    Davíð12 (IP-tala skráð) 13.3.2016 kl. 17:20

    16 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Í Skövde er háskóli, stór Volvo-verksmiðja og mikil fullvinnsla landbúnaðarafurða.

    Ekkert slíkt er í Kópavogi, næststærsta bæ hér á Íslandi.

    Undirritaður var í háskólanámi í Skövde, þar búa jafnmargir og í Kópavogi og um tvisvar sinnum fleiri en á Akureyri.

    Þar að auki liggur meginjárnbrautarlínan á milli stærstu borga Svíþjóðar, Stokkhólms og Gautaborgar, í gegnum Skövde, sem er vel í sveit sett í Svíþjóð:

    Fil:Sweden railways.png

    Þorsteinn Briem, 13.3.2016 kl. 21:58

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband