12.3.2016 | 20:04
Varpar ljósi á klúðrið.
Það er til marks um klúður þegar aðilar að því fara að saka hvor annan um sök á því. Sem aðal gerandinn í þeim aðgerðum NATO-ríkja í Líbíu og Sýrlandi sem fengu heitið "Arabíska vorið" bera Bandaríkin mesta ábyrgð en aðrar NATO-þjóðir einnig.
Gagnrýni Obama á evrópska leiðtoga er að vísu vafalítið réttmæt, en með því að benda á flísina í auga Camerons, er Obama að reyna að draga athyglina frá bjálkanum í eigin auga.
Höfuðforsendan fyrir stuðningi við uppreisnarmenn í þessum löndum gegn einræðisherrum var að aðstæður til uppreisnar væru svipaðar og í vestrænum löndum, þar sem einræði hefur komist á og stuðningur hefur verið veittur til að steypa einræðisherrunum og koma á vestrænu lýðræði.
Þessi forsenda hefur bersýnlega reynst röng í Arabalöndunum, auk þess sem róttækir múslimskir öfgamenn hafa átt auðvelt með að smeygja sér inn í raðir uppreisnarmanna og ná vopnum í sínar hendur til að komast í aðstöðu til að koma á öfgafullum og forneskjulegum útgáfum af múslimskri ógnarstjórn.
Breska pressan ósátt við Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg merkilegt þetta Bandaríkjahatur þitt, Ómar. Það er svo stækt, að það er ekkert vandamál hjá þér að falsa sögu sem er ekki nema fimm ára, eða svo.
Uppreisnin í Líbíu á rót sína að rekja til Túnis og Egyptalands, atburða sem ganga undir nafninu arabíska vorið. Hún á ekki rót sína að rekja til Bandaríkjanna, eða Nató. Uppreisnarmenn voru liðhlaupar úr her Líbíu, og þeir rupluðu vopnabúr Gaddafi, aðallega sovésk/rússnesk vopn.
En þið vinstrimenn þjáist ekki bara af Bandaríkjahatri, þið virðist ganga fyrir hreinu mannhatri. Að ykkar mati áttu almennir Líbíumenn ekki rétt á því að steypa villimannastjórn Gaddafi, ekki frekar en almenningur stjórnum annarra villimanna í arabaríkjunum. Almenningur átti, og á, að að þola miskunarlausa kúgun, pyntingar, aftökur og nauðganir, til að halda heimsmynd ykkar vinstrimanna heilli.
Hilmar (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 23:45
Þetta er merkilegt Evrópuhatur hjá honum Obama. Það er varasamt að elta þennan mann í blindni.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2016 kl. 00:10
Þessi notkun orðsins "hatur" nánst í síbylju, er sérkennileg. "Vinur er sá er til vamms segir" segir máltækið og það á væntanlega um það þegar Obama setur ofan í við vini sína í Evrópu.
Á að stimpla þessi ummæli hans sem "Evrópuhatur"?
Bandaríkin björguðu Evrópu í tvígang á síðustu öld og í seinna skiptið frá þróuðustu villimennsku sem mannkynssagan kann frá að greina og ég hef og mun ekki þreytast á að þakka þeim fyrir það og dást að því og mörgu af því góða sem Bandaríkjamenn hafa fært lýðræðisþjóðum heimsins.
En það er eins og að maður eigi að dá þá sem óskeikula guði til að manni sé ekki núið Bandaríkjahatur um nasir.
Ómar Ragnarsson, 13.3.2016 kl. 03:09
Hann er í rauninni að segja að Evrópa hefði betur verið varkár og hlustað á Pútín. En nú er of seint í rassinn gripið. Hann er að gefa skotleyfi á Evrópu og búinn að undirbúa það vel áður.
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/06/23/senda_thungavopn_til_evropu/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2016 kl. 08:41
Obama sagði að Evrópuríki hefðu átt að taka virkari þátt í uppbyggingunni eftir að Gaddafí-stjórninni fór frá.
Málið með Líbýu er, að þetta er ættbálkaland. Ættbálkar ráða ríkjum og eftir að yfirstjórnin fór frá, þá var opin leið í átök milli ættbálka með öllu tilheyrandi.
Almennt séð, að þá þegar sterk stjórn hefur verið yfir einhverju í talsverðan tíma sem ber niður alla andstöðu og leyfir aðeins eina línu o.s.frv., - að þegar sú yfirstjórn hrökklast frá, þá er talsverð hætta á að mismunandi hópar fari sína leið, berjit innbyrðis, reyni að ná sem mestu stöðu fyrir sig etc. Það virðist hafa gerst í Lybíu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2016 kl. 10:50
Samfó þreytir mæða mörg,
mestur farinn glansinn,
Ingibjorg er ennþá örg,
eftir hrunadansinn....
http://www.visir.is/ingibjorg-solrun-forystumadur-i-landsdomsmalinu-telur-sig-fallinn-til-flokksforystu/article/2016160319556
Oreigur í Hrunarústum (IP-tala skráð) 13.3.2016 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.