Málið er enn í vinnslu, en staðan ekki uppörvandi.

Alþíngi ákvað ákveðna meðferð stjórnarskrármálsins vorið 2013 og drög stjórnarskrárnefndar eru lok fyrsta áfanga þess. Nú tekur við annar áfangi, umfjöllun þingsins og nefndin mun vinna áfram með drögin og skoða þær umsagnir, ábendingar og breytingartillögur, sem borist hafa, og verður fróðlegt að sjá hvernig málinu lyktar eftir það þegar nefndin leggur tillögurnar fram.

Þriðji áfangi verður síðan niðurstaða þingsins sjálfs.

Þá verður málið statt á svipuðu stigi og Uppkastið svokallaða 2008, þegar samninganefnd Íslendinga og Dana lagði fram tillögu að nýrri stjórnarskrá, og um það mál snerust Alþingiskosningar í kjölfarið þar sem kosinn var nýr þingmeirihluti sem felldi frumvarpið.

Staðan núna er ekki uppörvandi, því að drög stjórnarskrárnefndar eftir 48 fundi og þriggja ára ferli hefur skilað niðurstöðu sem að dregið hefur verið of mikið í land á of mörgum sviðum varðandi grundvallaratriði á borð við sjálfbæra þróun til þess að hægt sé að segja að farið sé að kröfu yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 um að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar.

Nefndarmenn hafa vafalaust lagt sig alla fram til þess að komast að niðurstöðu en á prófi dugar ekki að gefa einkunn eingöngu fyrir viðleitni heldur fyrir úrlausnina sjálfa.

Ég vísa til greinar sem ég skrifaði í Fréttablaðið á föstudag þar sem bent er á meginatriði, þar sem mikill og afgerandi munur er á drögum stjórnarskrárnefndar og frumvarpi stjórnlagaráðs.

Miðað við það hve mikla vinnu þurfti í nefndinni til þess að stokka upp greinarnar þrjár er því miður ekki hægt að vera bjartsýnn á að nefndin og þingið geti afgreitt viðunandi frumvarp. 

Staðan er ekki uppörvandi, en rétt er að bíða og sjá til hvernig nefndin vinnur úr stöðunni og meta hana þá.

  


mbl.is Nefndin fái ráðrúm til að ljúka vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"frumvarp stjórnlagaráðs" ???

Samkvæmt stjórnarskránni (nr. 33/1944, sbr. 25. og 38 gr.) hafa rétt til þess að leggja frumvörp fyrir Alþingi: Alþingismenn, ráðherrar og forseti.

Tillaga stjórnlagaráðs var því ekki frumvarp, heldur tillaga að frumvarpi.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2016 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband