Þjóðaratkvæðagreiðslugreinin á skásta möguleika.

Þótt bullandi óánægja ríki meðal áhugafólks um beint lýðræði með tillögu stjórnarskrárnefndar um þau efni hefur sú grein ákveðna sérstöðu miðað við hinar tvær varðandi breytingar.

Óánægjan beinist meðal annars að því að 15% krafan varðandi undirskriftir og 25% lágmark þáttöku, miðað við kjósendur á kjörskrá séu illviðunandi.

Munurinn á þessu og helstu ásteytingasteinunum í hinum tveimur greinunum er sá, að tiltölulega auðvelt er að breyta atriðum varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur síðar, annað hvort í meðförum stjórnarskrárnefndar nú eða eftur kosningar, því að málið snýst um einfaldar tölur, en ekki miklu flóknari atrið varðandi umhverfisvernd og auðlindanýtingu, og er því mun einfaldara viðfangsefni.

Þess vegna gætu verið meiri líkindi til þess þessi grein yn þjóðaratkvæði komist til framkvæmda en hinar.

Auk þess er óánægja með að þjóðarfrumkvæðið í í tillögu stjórnlagaráðs sé fellt niður og þrengt það svið sem mætti fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Svipað gildir um þessa óánægju og um tölurnar, að auðveldara yrði að bæta þessum atriðum inn í síðar en það er að fylla upp í fjölda af götum, sem boruð hafa verið á hinum greinunum, sem galopnar möguleika á undanbrögðum frá kröfunum í frumvarpi stjórnlagaráðs og er að mínu mati alveg óviðunandi.

Í stjórnlagaráði voru skoðanir skiptar um það hve langt ætti að fara varðandi beint lýðræðis

Innan ráðsins voru miklir áhugamenn um slíkt en einnig aðrir, sem vildu fara afar varlega.

Ég vildi 15% markið en samþykkti 10% á þeim forsendum að síðar yrði í ljósi reynslunnar einfalt að breyta þessari tölu.

Með því að viðhalda málskotsrétti forseta Íslands var komið til móts við þá stjórnlagaráðsmenn sem voru óánægðir með takmarkanir á þeim málsefnum, sem leyfilegt væri að skjóta til þjóðarinnar.

Þær athugasemdir og ábendingar sem ég sendi stjórnarskrárnefnd voru eingöngu um greinarnar um náttúru Íslands og auðlindanýtingu.  


mbl.is Telja viðbótarákvæðin til bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband