17.3.2016 | 14:06
Kostur rafhreyfilsins: Samfellt tog.
Helsti kostur rafhreyfilsins, samfellt tog (torque) frá 1 snúningi og upp úr, nýtist vel í hröðun rafbíla. Fyrir nokkrum árum urðu þau tímamót að rafknúinn bíll var fljótastur hina frægu leið upp á fjallið Pikes peak í Klettafjöllunum suðvestur af Denver.
Bulluhreyflar, knúnir bensíni eða olíu, hafa ekkert tog fyrr en hreyfillinn hann fer á snúning og stundum, eins og á flestum vélhjólum, næst hámarkstog ekki fyrr en á 5-7000 snúningum.
Þess vegna krefst bulluhreyfillinn góðs gírkassa eða sjálfskiptingar.
Flestir rafbílar á markaðnum njóta góðs af þessum kosti rafhreyfilins og eru ekki með neina gírskiptingu heldur bara einn gír.
Trylltasti tvinnbíllinn á jörðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er einfaldlega rangt að rafmótorar hafa samfellt tog. Tog þeirra breytist með snúningshraða og er mest við lægsta snúningshraða.
Hábeinn (IP-tala skráð) 17.3.2016 kl. 14:45
...ég held að Ómar sé að tala um hröðun. Samfelld hröðun frá kyrrstöðu þar til hámarkshraða er náð. En hvað veit ég svosem
Magnús (IP-tala skráð) 17.3.2016 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.