Ástand hjólastíganna er mjög misjafnt.

Hjólastígar í Reykjavík eru mjög misjafnir. Sem betur fer eru margir malbikaðir og jafn sléttir og göturnar. Enn ennþá eru alltof margir þeirra steyptir og ósléttir eða þá að ástand malbiks er slæmt.

Dekk á reiðhjólum eru mjög þunn og þola mun verr hrassar brúnir og gróft lag en hjólbarðar bíla.

Sum reiðhjól eru með örþunn dekk sem þola lítið hnjask.

Engin fjöðrun er á afturhjólum reiðhjóla og ósléttir stígar eru óþægilegir.

Til eru staðir í stígakerfinu sem eru beinlínis hættulegir þar sem hvassar bríkur hafa verið látnar ólagfærðar.  

Notkun rafhjóla eða reiðhjóla með rafhjálp fer vaxandi og er umhverfisvænn og ódýr fararmáti. Eftir að vera kominn í hóp þess fólks blæs ég á mótbárur á borð við að það sé of hvasst, of kalt, of oft rigning til að nota slík hjól, og að maður á rafknúnu reiðhjóli komi í svitabaði á ákvörðunarstað.

Hægt er að skipulegga ferðina þannig að láta rafmagnið vinna sem mest af vinnunnni síðasta spölinn.

Í umræðum um umferðarmál hafa margir haft síðu í horni framkvæmda fyrir hjólafólk, og ekki minnkaði sá söngur þegar látið var í veðri vaka að það myndi kosta 270 milljónir króna að lagfæra hjólaleiðina um Grensásveg.

En sú upphæð er fengin með því að skrifa stórfellda byltingu á allri breidd götunnar á hjólafólk.

En vel er hægt að lagfæra ástandið á þeim hjólastígum sem þarna eru fyrir brot af þessum milljónum án þess að ganga til stórfelldrar umbyltingar á götunni. 

Þótt stígarnir séu að miklu leyti í arfa slæmu ástandi er það vegna viðhaldsleysis og okkur, sem hjólum, er engin vorkunn að hjóla á almennilegu slitlagi á þeim stígum sem leggja má nýtt malbiksslitlag á og gera þá sómasamlega úr garði.

Og annars staðar í borgarlandinu vantar stíga, sem frekar ætti að leggja fé í en að bylta Grensásveginum.  


mbl.is Unnið að hreinsun hjólastíga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Minn maður!

Malbikaðir göngu- og hjólastígar hér í Reykjavík eru nú miklu lengri en fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008 og Reykvíkingar ganga og hjóla mun meira en áður.

Nota einnig strætisvagna miklu meira en fyrir Hrunið.

Sam­an­lögð lengd gatna hér í Reykja­vík var 515 kílómetrar árið 2011 en göngu- og hjóla­stíg­a með bundnu slit­lagi 768 kílómetrar.

Þorsteinn Briem, 18.3.2016 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband