22.3.2016 | 15:23
Minnst 80 ára forsaga veilu í aðgreiningu ríkisvaldsins.
Tilnefning Baracks Obama á dómaranum Merrick Garland í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna á sér fordæmi langt aftur í tímann og er merki um veilu í aðgreiningu ríkisvaldsins í vestrænum lýðræðisríkjum.
Veilan felst í því að enda þótt dómsvaldið eigi að vera sjálfstætt, er óhjákvæmilegt að við skipanir í æðstu embætti þess hafi bæði framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið hönd í bagga.
Þegar sami flokkur er lengi við völd, sem sem í 20 ára valdatíð Demókrata á forsetastóli 1933-53, er hætta á því að fleiri dómararar hliðhollir sjónarmiðum forsetans veljist í Hæstarétt en ella hefði orðið.
Hér á landi eimir enn eftir af afleiðingum langs tímabils frá stofnun Hæstaréttar 1920 og fram á næstu öld, þegar dómsmálaráðherrar voru nær eingöngu úr tveimur stjórnmálaflokkum, Sjálfstæðisflokknum eða Framsóknarflokknum.
Að kyngja bitanum eða svelgjast á næsta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þó að byggt sé á þrígreiningu ríkisvaldsins í íslensku stjórnarskránni er í reyndinni engan veginn jafnræði á milli aðalhandhafa ríkisvaldsins.
Alþingi er ótvírætt valdamesta stofnunin."
"Rísi ágreiningur á milli hinna þriggja aðalhandhafa ríkisvaldsins er engum vafa undirorpið hver þeirra gengi með sigur af hólmi að leikslokum."
Gunnar G. Schram lagaprófessor, Stjórnskipunarréttur, önnur útgáfa, Háskólaútgáfan 1999, bls. 27.
Þorsteinn Briem, 22.3.2016 kl. 15:34
Meirihluti Alþingis, sem kosið er af þjóðinni, samþykkir lög sem framkvæmdavaldið og dómsvaldið fara eftir.
Lögin verða hins vegar að vera í samræmi við stjórnarskrána, sem einnig er samþykkt af meirihluta Alþingis.
Þorsteinn Briem, 22.3.2016 kl. 15:36
Hér á Íslandi er þingræði og framkvæmdavaldið, til að mynda ríkisstjórnin, er ekki Alþingi.
Skýringar við stjórnarskrá Íslands
"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."
Stjórnarskrá Íslands
Þar af leiðandi eru þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi nú einungis ráðgefandi nema á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar:
"26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu."
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Þorsteinn Briem, 22.3.2016 kl. 15:43
Ráðherrar fara með æðstu miðstjórn innan stjórnsýslunnar og fara í reynd með það framkvæmdavald sem forseta Íslands er formlega veitt í stjórnarskránni.
Þeir bera ábyrgð á öllum stjórnsýsluathöfnum í þeirra eigin ráðuneytum samkvæmt stjórnarskránni og lögum um ráðherraábyrgð nr. 4/1963.
Ríkisstjórnin tekur hins vegar sameiginlegar ákvarðanir á ráðherrafundum.
Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963:
"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."
Forseti Íslands sækir vald sitt beint til þjóðarinnar en samkvæmt stjórnarskránni er hann ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Samkvæmt þingræðisreglunni getur meirihluti þingmanna hvenær sem er lýst vantrausti á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra.
Hafi slík vantrauststillaga verið samþykkt er viðkomandi ráðherra, eða ráðherrum, skylt að biðjast lausnar og þá veitir forseti Íslands þeim lausn frá embætti.
Alþingi getur með þingsályktun kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og Landsdómur dæmir um þau mál.
Þorsteinn Briem, 22.3.2016 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.