Hægt að breyta brautinni.

Í viðtali á Hringbraut um neyðarbrautina, sem sumir kalla svo, sagði borgarstjóri að hún væri kölluð neyðarbrautin af því að hún væri svo hættuleg!

Svona álíka röksemd og að segja að neyðarblys væru kölluð þessu nafni af því að þau væru svo hættuleg!

Ef litið er á kort af Reykjavíkurflugvelli sést að vel er hægt að breyta brautinni þannig að hún geti gagnast þótt Hlíðarendareiturinn verði byggður upp eins og til stendur.

Það má gera með því að rífa eða færa til gamlar byggingar sem standa milli suðvestuenda hennar og Skerjafjarðar og lengja brautina nógu mikið til að hægt verði að fljúga nógu hátt yfir Hlíðarendareitinn.

Brautin er nú innan við þúsund metra löng af því að eðli málsins vegna lenda flugvélar á henni upp í stífan vind á miklu minni hraða miðað við jörð en þegar vindur er minni eða það er logn.


mbl.is Ríkið þarf að loka NA/SV flugbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson,

Farðu nú ekki aftur að skálda eitthvað um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, sem enginn hefur sagt.

Og g
efðu þér smá tíma til að lesa allan dóminn frá því í dag:

Dómur um NA/SV-flugbrautina á Vatnsmýrarsvæðinu (sem segir nákvæmlega það sem undirritaður hefur alltaf sagt hér um þetta mál)

Þorsteinn Briem, 22.3.2016 kl. 22:04

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvaða lagasnápar sömdu eiginlega þessa greinagerð fyrir Innanríkisráðherra?  Ég er ekkert hissa á dómsniðurstöðu eftir að hafa lesið greinagerð stefnda.  Þetta bull um að flugvöllurinn sé fasteign er ansi langsótt lagatækni.

Nú er bara að þreyja þessi 6 ár þangað til n/s brautinni verður lokað.  Vonandi að enginn verði drepinn í flugslysi þangað til. Ómari finnst það aukaatriði að fljúga yfir hausum manna bæði í flugtaki og lendingu enda sjálfur ekki alltaf farið eftir reglunum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.3.2016 kl. 22:59

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekkert í þessum dómi sem kemur í veg fyrir það að síðar verði gert nýtt samkomulag um fyrirkomulag Reykjavíkurflugvallar, t. d. í þá veru sem ég lýsi.

Ómar Ragnarsson, 23.3.2016 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband