24.3.2016 | 15:57
Hagkvæmni fjölda og stærðar.
Um mörg fyrirbrigði gilda ákveðin lögmál um "hagkvæmni stærðarinnar" eða hagkvæmni fjöldans.
Verðið lækkar samhliða því sem fleiri eintök eru framleidd og fjöldaframleiðslutæknin batnar, samanber færibandið og Ford T fyrir rúmri öld.
Fyrstu fólksbílarnir með bogadregnar hliðarrúður voru stærsta og dýrasta gerð Chrysler-verksmiðjanna, Imperial, árgerð 1957. Síðan liðu ein fimm ár þar til næsti Lincoln fylgdi á eftir, en fyrsti ódýri bíllinn með bognar hliðarrúður kom á markaðinn, Ford Taunus í Þýskalandi.
Það var ekki fyrr en tæpum 20 árum eftir bognu hliðarrúðurnar á Imperial, að þessi nýjung hafði breiðst út um allan bílaflotann í krafti vaxandi fjöldaframleiðslu.
Á okkar tímum eru verðlækkanir samfara framförum kannski mest áberandi í framleiðslu rafeindatækja af ýmsu tagi.
Fyrstu farsímarnir voru fokdýrir, þungir og klunnalegir, en nú kosta margfalt fyrirferðaminni, léttari og, fullkomnnari og símar skít og ekki neitt.
Lengi vel var talsverður verðmunur á bílvélum með hliðarventla og toppventla þannig að hliðarventlavélarnar lifðu margar fram til 1960. Á næstu áratugum þar á eftir voru vélar með yfirliggjandi kambása dýrari en hefðbundnar vélar og sömuleiðis beinar innspýtingar.
Aftur varð búnaðurinn flóknari með tveimur yfirliggjandi kambásum en núna eru vélar með gamla laginu æ fátíðari.
Bílar með nýjum orkugjöfum eru dýrir í fyrstu, en ef þeim fjölgar með árunum á verðið eftir að lækka í samræmi við lögmálin um hagkvæmni fjöldans.
Raf- og bensínbílar munu kosta jafnt um 2025 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er einnig lögmál að um leið og fjöldinn er orðinn nógu mikill, skattleggja yfirvöld allt í döðlur. Vonandi tekst að ná niður kostnaði á farartækjum og öðrum búnaði, sem koma i veg fyrir, eða minnka brennslu jarðefnaeldsneytis.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 24.3.2016 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.