29.3.2016 | 22:23
Í lagi að eiga fé í "skattaskjólum" ef skattar eru samt greiddir?
Í annað sinn á stuttum tíma heyrir maður að "fullir skattar hafi verið greiddir" af fjármunum í svonefndum "skattaskjólum".
Er þá væntanlega átt við það að skattarnir hafi runnið til Íslands.
Sé svo, spyr venjulegt fólk að því af hverju "skattaskjólin" eru kölluð því nafni.
Er það vegna þess að flestir, sem færðu fjármuni sína þangað, gerðu það til að komast hjá því að greiða skatta? Ja, það hefði maður ætlað.
En hvers vegna færðu þeir, sem komu fjármunum sínum þar fyrir, fé sitt þangað, fyrst þeir gátu fjárfest í ríkjum, sem ekki hafa verið kölluð skattaskjól og þannig komist hjá því að lenda í krónuhagkerfinu eins og allur almúginn?
Kemur okkur fullkomlega á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://nutiminn.is/af-hverju-eru-skattaskjol-slaem/
Ragna Birgisdóttir, 29.3.2016 kl. 22:27
Hvar í þessari frétt stendur að allir skattar hafi verið greiddir?
ls (IP-tala skráð) 29.3.2016 kl. 22:59
ef ég ætti peningar í 'skattaskjóli' myndi ég EKKI greiða skatta hér heima EINS og lang lang flestir aðrir. til þess eru skattaskjól. og þess vegna fara peningar þangað held ég
Rafn Guðmundsson, 29.3.2016 kl. 22:59
Þetta er rétt ábending, að mínu mati.
Framsetningin er líkt og skattaskjól séu til að borga fulla skatta.
Það er eitthvað sem passar ekki þarna.
Þessir menn hafa engan trúverðugleika.
Er einhver til sem trúir þessum mönnum?
Ja, sá hlýtur að vera heittrúaður, það verð ég að segja.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2016 kl. 23:28
Varla eru menn með fé sitt í skattaskjólum vegna hárra vaxta þar, þeir fá hæstu verðtryggðu vexti í heimi á þessu skeri hér.
Stefán Þ Ingólfsson, 29.3.2016 kl. 23:37
Örugglega vegna þess að verið er að greiða lægri skatta. Eins og t.d. þeir einstaklingar sem reka rekstur í .ehf en ekki á persónulegri kennitölu, það er gert til að greiða lægri skatta.
Líka ef þú dregur kostnað frá skatti þá ertu að gera það til að borga lægri skatt.
En það sem væri óeðlilegt og í raun ólöglegt væri ef þessar eignir væru ekki skráðar hjá skattinum sem eign. Ef verið væri að fela eignir.
Ef t.d. Bjarni hefði átt 40 milljóna króna eign erlendis og ekki gefið hana upp árið 2009/2010 þá væri hann skattsvikari vegna þess að hann hefði þá greitt lægri auðlegðarskatt með því að fela eignir.
En samkvæmt honum þá var þetta erlend fjárfesting sem var skráð hjá ríkisskattstjóra.
Karl (IP-tala skráð) 29.3.2016 kl. 23:38
Er þá fokið í flest skattaskjól sem og skálkaskjól?
Guðmundur Pétursson, 29.3.2016 kl. 23:39
Auðvitað liggur við að maður vorkenni Ómari Ragnarssyni, og hinum kommavesalingunum, að enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins skuli eiga eignir í skattaskjólum, eða reka þar fyrirtæki.
Kommaflokkarnir mælast með pilsnerfylgi, rúinir trausti samborgara sinna, eins og kosningarnar 2013, og allar skoðanakannanir hafa staðfest æ síðan.
Hvernig ætli skuli standa á því, að kommar gera sér ekki grein fyrir því, að hatursfull áróðursstarfsemi þeirra, sem byggir á lygum og affærslum, virkar ekki? Eina skýringin sem ég kem auga á, er heimska.
Í alvöru talað, eruð þið svona ferlega heimsk, að skilja ekki að þjóðin er ekki að bíða eftir stjórn Björns Vals Gíslasonar, Svandísar Svavarsdóttur, Ólínu Þorvarðardóttur, Sigríðar Ingubjörgu Ingadóttur og öðrum illa innrættum kommum?
Hilmar (IP-tala skráð) 29.3.2016 kl. 23:41
Ég vissi ekki að meirihluti Íslendinga vilji að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn verði áfram við völd.
Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 00:07
Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem birt var í gær, miðvikudag, eru Samfylkingin, Björt framtíð og Píratar nú með samtals 49% fylgi og voru með 44% fylgi fyrir ári.
Sjálfstæðisflokkurinn er nú með 24% fylgi en var með 27% fyrir ári og Framsóknarflokkurinn er nú með 11% fylgi en var með 13%.
Og Vinstri grænir eru nú með 11% fylgi eins og fyrir ári.
Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar hefur því farið til Pírata, sem einnig er jafnaðarmannaflokkur eins og vel sést á stefnu flokksins.
Steini Briem, 3.3.2016
Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 00:11
Já, kommar þurfa víst að ylja sér við það að mynda ríkisstjórnir með ímynduðum kosningaúrslitum.
Lengra komast þeir víst ekki í stjórnarmyndun. Ekki skrýtið, þar sem pólitíkin þeirra byggist á því að flytja fréttir af því að Sjálfstæðismenn skuli ekki eiga neitt í skattaskjólum.
Þeir bjóða nefnilega upp á viðbjóða, Björn Val Gíslason, Svandísi Svavarsdóttur, Ólínu Þorvarðardóttur, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur svo fáeinir séu nefndir.
Hilmar (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 00:39
Næsta verkefni þessarar ágætu ríkissjórnar fólks sem á ekkert í skattaskjólum, er að ráðast til atlögu við kommaruslið á Ríkisútvarpinu.
Það er komið nóg af lygum og áróðri frá þeim vesæla lýð sem þar starfar. Út með ruslið.
Hilmar (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 00:57
"Hilmar" er áreiðanlega tilbúinn að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn ef ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verður ekki við völd eftir næstu alþingiskosningar.
Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.
Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 01:05
Ég veit ekki betur en að vinstri menn styðji hægri menn í þessari alþjóðavæðingu með því að kalla alla rasista sem ekki eru hrifnir. Þeir vilja þó ekki kannast við það og þykjast bara vilja taka á móti allslausum flóttamönnum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 08:07
Málið er bara þetta: Framsjallar gjörspilltir. Gjörspillt elítustjórn sjalla hefur göslast hér um og rænt almenning og mokað öllu á aflandseyju.
Nú nú.
Þetta var eg allt búinn að sjá fyrir. Eg sagði þetta allt fyrir, m.a. á moggabloggi.
Eg fór beint að kjarna máls undanfarin ár.
Þó eg segi sjálfur frá, - þá finnst mér það dáldið merkilegt. Eg náði að skilja kjarnann frá hisminu, frekar léttilega.
Hluti af vandamálinu má líka sjá á kommentum framsjalla hér sem víðar. Þetta eru alveg stórfurðulegir rugludallar. Og þeir eru svo illa innrættir virðist vera, að þeir njóta þess að elíta framsjalla berji á almúganum. Þeir hata þjóðina! Virðist vera samkvæmt tali þeirra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.3.2016 kl. 09:49
http://www.visir.is/verkalydsleidtogi-i-tortola-felagi/article/2009804194761
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 09:58
Verð að segja, stein haltu kj. Hilmar. Hvað sem þú heldur að þú sért að verja, þá magnar þú það. Svona olía á eld fíflið þitt.
Jónas Ómar Snorrason, 30.3.2016 kl. 15:15
Minn ágæti Ómar, ég vil bara óska þér og þínum flokksfélögum til hamingju með Gullkistuvörð ykkar, Vilhjálm. Sannarlega réttur maður á réttum stað og rekur sitt félag ennþá á fullu í sínu skattaskjóli. Ég hef ekki séð þig kommenta á þetta, eins duglegur og þú ert með pennan. Aftur: Hamingjuóskir til ykkar.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 20:32
Það vantaði eitt n í fyrri færslu.
Minn ágæti Ómar, ég vil bara óska þér og þínum flokksfélögum til hamingju með Gullkistuvörð ykkar, Vilhjálm. Sannarlega réttur maður á réttum stað og rekur sitt félag ennþá á fullu í sínu skattaskjóli. Ég hef ekki séð þig kommenta á þetta, eins duglegur og þú ert með pennann. Aftur: Hamingjuóskir til ykkar.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.