Varla einkaeign í "landi frelsisins".

Bandaríkin hafa verið kölluð land frelsisins. Þess vegna vekur það athygli þegar ferðast er um landið að nánast öll helstu náttúrudjásn þess eru í eigu ríkisins sem þjóðgarðar.

Eftir að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður eru flest helstu og einstæðustu náttúrudjásn Vatnajökuls og næsta nágrennis hans þjóðareign.

Má sem dæmi nefna Morsárdal, Grímsvötn, Bárðarbungu, Kverkfjöll, Öræfajökul og fjölda íshella í skriðjöklunum

Lónin við jökulröndina, Grænalón, Fjallsárlón, Breiðárlón og Jökulsárlón ættu því að vera innan vébanda jökulsins og þjóðgarðsins, en eru það ekki.

Þegar Skaftafellsþjóðgarður var settur á stofn minnist ég ekki þess að landeigendur í Skaftafelli hafi fengið útborgaða milljarða fyrir það land utan jökulsins sem lenti innan þjóðgarðsins.

En hvað sem um það má segja, skýtur skökku við ef lónin, sem minnkun jökulsins hefur skapað, eru ekki sams konar þjóðareign og jökullinn sjálfur.

Mjög ólíklegt er að slík djásn væru einkaeign í landi frelsisins.  


mbl.is Jökulsárlón til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dómur Hæstaréttar í máli nr. 345/2005 (Fell).

Þorsteinn Briem, 2.4.2016 kl. 18:58

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sammála þér Ómar, hver á landið undir Vatnajökli þegar hann verður horfin eftir nokkra áratugi eða hundrað og aftur orðin veið í Grímsvötnum?  

Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2016 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband