TVÖFÖLD ARFLEIFÐ FRAMSÓKNAR

Á Flateyri sjá menn nú merki um tvöfalda arfleifð Framsóknar. Í bæði skiptin var flokkurinn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, fyrst þegar sjávarauðlindin var afhent útvöldum án endurgjalds með kvótakerfinu í stjórnartíð þessara helmingaskiptaflokka 1983 - 87. Seinna örlagaárið var 2003 þegar Framsókn setti af stað þensluna miklu með tvöföldum þensluhvata: Stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og kosningaloforðinu um húsnæðislánasprengingu.

Þetta tvennt er óbeint nefnt á Flateyri sem orsakir ástandsins þar, - annars vegar afleiðingar kvótakerfisins og hins vegar hátt gengi krónunnar, sem fylgdi í kjölfar þenslusprengju Framsóknar.

Nú á Framsókn möguleika á að gera svipað og þegar alkinn fer í meðferð, - viðurkenna mistökin og taka upp nýja stefnu. Mikið væri nú gott ef þessi flokkur gæti um síðir orðið að þeim umbótaflokki sem ætíð stóð til að hann yrði.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Ábyrgð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er mikil. Nú þegar Sjálfstæðisflokkur og Samfylking setjast að stjórn er hætt við að litlu verði breytt. Við höfum nóg að gera á næstunni Ómar og getum vonandi stillt saman stengina. Ekki veitir af.

Jón Magnússon, 21.5.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hárrétt greining hjá þér Ómar.  Það er sorglegt fyrir mig að horfa upp á þetta. Ég var lengi á sjó frá Flateyri og mér þykir alltaf vænt um Eyrina og fólkið síðan þá.                       Vonandi fá sjávarbyggðirnar að blómstra á ný. 

Sigurður Þórðarson, 22.5.2007 kl. 13:21

3 identicon

Komdu sæll, Omar.

Mig langar bara ad thakka ther fyrir bloggid. Thad er gott ad geta fylgst med thvi hedan fra Kaupmannahøfn. Vid erum heppin ad eiga mann eins og thig i umhverfismalum.  Vonandi heldur thu thessum skrifum afram. Thetta eru oft med bestu umfjollunum um malefni lidandi stundar.

Med bestu kvedju. Sigridur

Sigridur Thorgeirsdottir (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband