Gamalkunnugt bragð gagnvart fjölmiðlum.

Það er gamalkunnugt bragð þegar ráðamenn og fleiri vilja draga úr umfjöllun fjölmiðla um málefni,sem snertir þá, neita að koma í viðtöl.

Með því reyna þeir að þvinga viðkomandi fjölmiðla til að draga úr umfjölluninni eða jafnvel hætta henni, af því að annar aðili málsins vill ekki tjá sig og´þá er hætta á að fjömiðillinn guggni á þvi að halda umfjöllun áfram, vegna þess að þá verði hægt að saka hann um að tala alltaf við hinn aðila málsins.

Og þar með reynir sá, sem stundar viðtalabann, að gera fjölmiðilinn ábyrgan fyrir því hvernig málum er komið og snúa dæminu við.

Það eru margir áratugir síðan þetta bragð hætti að virka gagnvart fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, sem hefur hafa bein í nefinu.

Í svona tilfellum er greint frá því að viðkomandi hafi ekki viljað koma í viðtal, jafnvel þótt upp komi skammir fyrir að vera "sífellt að tönnlast á því."

Það sem SDG segir í viðtali við mbl.is gæti hann verið búinn að segja fyrir löngu í viðtölum á RÚV ef hann nýtti sér boð um að koma þar í viðtöl.

Sjálfur sagði SDG í viðtalinu við sjálfan sig um síðustu helgi að ekkert væri siðferðilega athugavert við það að hann leyndi hagsmunatengslum sínum við kröfuhafa föllnu bankanna.

En síðan kvartar hann yfir því að talað sé við forstöðumann Siðfræðistofnunar Íslands um málið.

Kvörtunarefnin núna eru hin sömu að þessu leyti og í frægu viðtali við Gísla Martein í fyrra; að ekki sé talað við rétta menn.

En við hvern hefði freka átt að tala um siðfræðileg efni en forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskólans? 


mbl.is Fremur verið að hanna atburðarás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var þáttastjórnandi og fréttamaður í hlutastarfi hjá Ríkisútvarpinu á árunum 2000–2007.

Þorsteinn Briem, 3.4.2016 kl. 17:01

2 identicon

Atlaga Ríkisútvarpsins og vinstriflokkanna er að renna út í sandinn. Sú staðreynd hefur hleypt verra blóði í illt hjá vinstrilýðnum.

Vinstrimenn skynja að stöðuna, enn eitt upphlaupið og enn ein atlagan hefur reynst árangurslaus, en ólíkt fyrri atlögum, þá lögðu menn meira undir í þetta sinn. Þeir afhjúpuðu raunverulegan tilgang með Ríkisútvarpinu.

Starfsmenn Ríkisútvarpsins standa eftir berrasaðir, afhjúpaðir sem fullkomnir ómerkingar, lítilmenni sem ekkert erindi eiga í fjölmiðlun.

Krafan í dag er sú, að Ríkisútvarpinu verði samstundis lokað, á meðan fram fer ítarleg rannsókn á starfsháttum stofnunarinnar.

Hilmar (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 17:18

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Mikil eru völd vinstrimanna, að draga Süddeutsche Zeitung, stærsta dagblað Þýskalands, danska ríkissjónvarpið, sænska ríkissjónvarpið og Reykjavík Media með sér í þetta samsæri gegn forsætisráðherra, Hilmar. 

Jón Ragnarsson, 3.4.2016 kl. 17:31

4 Smámynd: rhansen

Ágætt fyrir fólk að lesa grein Hannesar Hólmsteins sem er komin i blöðin i kvöld ..Þó ekki allir trúi  Hannesi Hólmsteini ,þá trúi eg honum betur en VINSTI mönnum og RÚV ...Einfallt ...!

rhansen, 3.4.2016 kl. 17:36

5 identicon

Sæll Ómar - líka sem og, aðrir gestir þínir !

Hilmar (kl. 17:18) eftirnafnslausi !

Hvaða gelt er þetta í þér: maður ?

Þó svo - Jóhönnu og Steingríms J. klíkan (2009 - 2013), hafi reynst með þeim ógeðfelldustu klækja- og svika hjúum, sem komizt hafi hér til valda, að þá skaltu EKKI REYNA Hilmar minn / að búast til varna neinna, fyrir Sigmundar Davíðs, og þeirra Bjarna óskapnaðinn heldur, ágæti drengur.

Þrátt fyrir: áratuganna vitneskju okkar flestra, um óheilbrigði og undirferli vinstri manna, gegnum sneitt.

Eða: ertu svo fast tjóðraður á einhvern flokks básanna, að þú getir ekki með nokkru móti rifið þig lausan Hilmar minn - þó ekki væri, nema til varna þess litla eða hverfandi siðferðis, sem finna mætti mögulega, hér á landi ísl. ROTNANDI stjórnsýslunnar:: ennþá ?

Með beztu kveðjum: engu að síður - af Suðurlandi /

e.s. Hilmar !

Ekki þætti neitt óþægilegt - okkur öðrum skrifurum eða lesendum hér hjá Ómari fjölfræðingi, að þú gæfir okkur upp föðurnafn þitt / eða þá ættarnafn, væri um það að ræða.

Eða: er ég kannski of frakkur, að fara fram á þetta, ágæti drengur ?

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 17:41

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hilmar, þú virðis ekki átta þig á því, vegna þess hversu meðvirkur þú ert, það er ekkert samsæri gegn neinum. Horfðu á Kastljós í rólegheitum, komdu svo og segðu okkur upplifun þína. Sammála?

Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 17:48

7 identicon

En erum "við" að kasta steinum úr glerhúsi? Helv. lífeyrissjóðirnir eiga f.h. "okkar" fleiri milljón kúlur í öllum heimsins skálkaskjólum! money-mouth

Öreigur í Hruna (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 17:53

8 identicon

Það er greinilegt að atlagan að ríkisstjórninni hefur verið í undirbúningi í nokkuð langan tíma, og fer fram eins og eftir vel æfðu handriti, vísvitandi rangfærslur rangnefndra fréttamanna, hálfsannleikur og beinar lygar kynnt sem stórkostleg svikastarfsemi pólitískra andstæðinga Ríkisútvarpsins.

Þetta eru einhverjar rosalegustu pólitísku árásir sem maður hefur orðið vitni að, og það er áríðandi fyrir komandi kynslóðir, að þessi glæpalýður í Efstaleitinu verði stöðvaður.

Hilmar (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 19:34

9 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Hilmar !

Ég veit ekki betur: en að ''þessi glæpalýður í Efstaleitinu'' sé með öllu saklaus, af þeim ávirðingum, sem þú reynir að klína á þau.

Aftur á móti - eiga Jóhannes Kr. Kristjánsson og félagar hans, ómældar þakkir inni hjá okkur, fyrir fumlausa og skynsamlega ofanafflettingu ýmissa SIÐLAUSRA valdhafa, hér á landi, Hilmar minn.

Þurfið þið: þú og rhansen og fleirri af ykkar Sauðahúsi ekki, að leita ykkur nýrra leiðsagnara hugmyndafræðilegra - í stað Sigmundar Davíðs og Bjarna ?

Mér sýnist það - ásamt all nokkrum fleirrum, Hilmar.

Með beztu kveðjum - sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 19:42

10 identicon

Ég játa hérmeð að hafa gleymt að hafa geymt klink í eyrnaskjólum mínum. Segi því af mér...uhhumm....þá ljótu sögu, áður en Jóhannes kemst í málið.undecided

Þjóðólfur í Skattaskarði (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband