4.4.2016 | 00:41
Málið snýst það hvort SDG hafi leynt hlutdeild í aflandsfélagi.
Nú í kvöld hafa menn haldið því fram hér á blogginu að í Kastljósþætti RÚV hafi forsætisráðherra verið ásakaður um skattaundanskot og jafnvel sagt að The Guardian hafi sýknað hann af öllu óheiðarlegu.
En málið snýst ekki um þetta að svo stöddu, heldur um það hvort SDG hafi leynt Alþingi og þar með þjóðinni hlutdeild sinni í félagi í skattaskjóli þegar hann átti að gefa upp þessa aðild og koma hreint fram.
Ekkert liggur enn fyrir um undanskot frá skatti og því snýst málið ekki um það nema annað komi í ljós.
Viðtalið við Sigmund - orðrétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir það ekki breyta neinu varðandi meint vanhæfi þó ráðherrann hafi unnið gegn hagsmunum konu sinnar."
"Þá skipti það heldur ekki máli að umræddar eignir séu séreign eiginkonunnar, vanhæfið, sé það til staðar, sé hið sama, enda sé hún það tengd honum að vanhæfisreglur eigi við um hann sem ráðherra."
"Eiríkur Elís segir að umræðan um málið hvað varði vanhæfið hafi verið á verulegum villigötum.
Þannig hafi aðstæður verið bornar saman við það að allir alþingismenn hefðu þá verið vanhæfir í sumum málum tengdum hruninu, til dæmis þegar ákveðið var að gera innistæður í bönkum að forgangskröfum.
Þessu sé gjörólíku saman að jafna við mál forsætisráðherra. Hæfisreglur varðandi alþingismenn séu af allt öðrum toga.
Þannig verði alþingismenn aðeins vanhæfir í málum þar sem um er að ræða fjárveitingar til þeirra sjálfra."
"Eiríkur Elís bendir á að forsætisráðherra væri því ekki vanhæfur til að fjalla um málið sem alþingismaður.
Hins vegar hafi hann gert það sem forsætisráðherra og þar gildi hæfisreglur stjórnsýslunnar sem séu miklu strangari en hæfisreglur alþingismanna og svipi hæfisreglum sem gildi um ráðherra raunar til hæfisreglna dómara."
"Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra eru hjón samsköttuð óháð því hvort annað hjónanna á eignir en hitt ekki. Þau séu sameiginlega ábyrg gagnvart skattayfirvöldum."
Hæfi ræðst ekki af vinnu gegn kröfuhöfum - Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Þorsteinn Briem, 4.4.2016 kl. 00:59
Einhvernveginn eru þessar keyptu upplýsingar ( sem boðnar voru ókeypis) látnar lýta þannig út að allt væri látið flakka. Nú verður allt flóknara á Íslandi. Forsetakjör og kosning nýrrar ríkisstjórnar, allt á sama tíma. Innleiðing fasisma á Íslandi.
L. (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 02:46
Ætli það yrði nú mikið úr hneykslunarbylgjunni sem RÚV vonast eftir ef það kæmi skýrt fram að málið snýst um það eitt að SDG hélt útaf fyrir sig upplýsingum um prívatfjármál sem honum var lögum samkvæmt heimilt að halda útaf fyrir sig?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 03:09
Ég er búinn að horfa á þennan þátt Kastljóss tvisvar sinnum og hlýt því að spyrja þig Ómar; horfðir þú á þáttinn?
Vissulega var forsætisráðherra ekki spurður beint hvort hann hefði skotið undan skatti, en það var sannarlega gefið í skyn. Eftir að fréttastofa ruv er búin að mata landsmenn á hinum og þessum "vangaveltum" um Tortóla og fleiri slík lönd, undan farna daga, síðast langur og undarlegur pistill Sigrúnar Davíðsdóttur, er nánast útilokað að skilja þessa tvíræðu framsetningu Kastljóss á annan hátt en sem ásökun á Sigmund Davíð um skattaundanskot og jafnvel að féð sé illa fengið.
Hafir þú horft á þáttinn, ráðlegg ég þér endilega að gera það aftur.
Það er eitt að segja fréttir, annað að drepa mannorð fólks. Það var það sem Kastljós gerði grímulaust, í kvöld! Þessi fréttastofa, eða öllu heldur einstakir starfsmenn hennar, hafa fengið á sig dóm fyrir minni sakir!!
Gunnar Heiðarsson, 4.4.2016 kl. 04:56
Þvílík varnarræða fyrir ósiðlegt athæfi og tvískinnungshátt, Gunnar. - Þvílík opinberun á ínnræti, Gunnar. - Þú þarft að horfa á þáttinn í þriðja sinn og spyrja sjálfan þig um hugsanahátt þinn. - Þvílík meðvirkni um óþverraskap og óheiðarleika gagmvart þjóð sinni og þegnum.
Már Elíson, 4.4.2016 kl. 07:49
Siðblindan ræður ríkjum hjá ótrúlega mörgum. Þessu fólki finnst ekkert að því að við séum í ruslflokki í heiðarleika og gagnsæi.
Ragna Birgisdóttir, 4.4.2016 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.