Málið fjallar víst um uppgjör eða ekki uppgjör eftir Hrunið.

Afhjúpun og úrvinnsla úr Panamaskjölunum svonefndu eru rökrétt framhald uppgjörs Íslendinga og annarra þjóða við umhverfið, sem ól af sér efnahagshrunið 2008. 

Tilefni fundar við forsætisráðherra Íslands í Ráðherrabústaðnum var því rétt fram sett þótt nú megi sjá viðleitni til þess að væna Jóhannes Kr. Kristjánsson um að hafa tælt forsætisráðherra til þessa viðtal á fölskum forsendum. 

Íslenskir bankar komu sér upp hátimbraðri og flókinni spilaborg blekkinga og leyndarhjúps sem sprakk í loft upp haustið 2008. 

Þess vegna kom Hrunið 2008 flestum að óvörum og þess vegna var upptaka gagnsæis ein af forsendunum í rannsóknarskýrslu Alþingis fyrir því að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig. 

"Landsbankinn ráðlagði" voru lykilorð forsætisráðherrafrúarinnar í frásögn sinni af stofnun aflandsfélagins á Tortóla. 

Þótt spilaborgin mikla hryndi 2008 hélt starfsemin áfram af sama kappi og fyrr eins og ekkert hefði í skorist með lygilegu umfangi eins og glöggt kom fram í Kastljósþætti gærdagsis. 

Miðað við fólksfjölda voru Íslendingar afkastamestir allra þjóða í þessu efni og hafa nú öðlast heimsfrægð fyrir vikið, ekki minni en 2008. 

Að þessu leyti fór ekki fram neitt siðferðilegt uppgjör Íslendinga við aðfarirnar og aðferðirnar, sem bjuggu til Hrunið, heldur hefur komið í ljós að forsætisráðherrann var sjálfur flæktur í þessa starfsemi eftir að hann gerðist þingmaður og braust til forystu um það að vinda ofan af Hruninu.

Leyndi því fyrir þjóðinni sem treysti honum til þess verks að auka gagnsæi og hreinsa til.  

Uppgjörið svonefnda gerðist því bara á yfirborðinu á meðan undir niðri varð engin breyting á því fjármálasiðferði, ef siðferði skyldi kalla, sem hélt sínu striki undir merkjum erlendra "stjórnarformanna Íslands.". 


mbl.is Hápunktur tíu mánaða vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsætisráðherra hefði kannski átt að undirbúa sig betur fyrir þetta viðtal í stað þess að tefja uppbyggingu spítalans og gefa skít í margra ára vinnu þar.  

http://www.visir.is/sigmundur-david-vill-ad-stjornvold-bregdist-vid-tilbodi-gardabaejar-um-ad-landspitalinn-risi-vid-vifilsstadi/article/2016160319701

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 08:57

2 identicon

afhverju ætti eihvað að hafa breist sama fólkið vinnur að mestuleiti í bönkunum eina sem við lærðum af vinstristjórnini var hvernig á ekki að smala köttum

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband