"Refskák stjórnmálanna" á fullu. Dugar hún?

Gamalkunnir hrókeringatilburðir sem nú eru viðhafðir með því að skipta út Sigmundi Davíð og Sigurði Inga í forsætisráðherraembættinu, geta varla orðið endapunktur á því óhjákvæmilega uppgjöri í íslenskum stjórnmálum sem verður að fara fram og hlýtur vonandi að fara fram. 

Þvert á móti eru þessar kúnstir til þess fallnar að rýra enn frekar traust á íslenskum stjórnmálamönnum en orðið er, og var þó ekki af miklu að taka. 


mbl.is Sigurður Ingi taki við af Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 5.4.2016 kl. 15:59

2 identicon

Þeir eru orðnir skemmtilega úrkynjaðir í spillingunni sinni stjórnmálamennirnir okkar.  Hvað var það annað en spilling þegar vinstri velferðarstjórnin lagði auðlegðarskatt á Jón og Gunnu?  Hvers vegna í ósköpunum voru lífeyrisréttindi þeirra sjálfra undanþegin skattlagningu?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 16:11

3 identicon

Þetta kallast nútíma nornaveiðar, þar sem lygum, blekkingum og einelti var beitt gegn sitjandi forsetisráðherra landsins, á mjög grófan hátt. Þar sem aðalleikstjóri og sviðshönnun, var stjórnað af fréttastofu RUV, sem virðist ekki vita hvað hlutleysi er. Engin lög brotin, fjámunirnir taldir fram og borgaðir skattar af þeim á Íslandi. Þannig að fjármunirnir voru ekki geymdir í skattaskjóli eða aflandseyju, eins og RUV og fl. hafa þrástaglast á í margar vikur, sem eru hreynar lygar. Nú er ekki hægt að réttlæta nauðungaráskrift að RUV lengur.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 17:19

4 identicon

Hér er mjög gott viðtal við Ólaf Elíasson í síðdegisútvarpinu á RÚV í gær.  Hann leggur áherslu á að við fáum svör við því hverjir íslensku kröfuhafarnir voru.

http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/radherra-segi-af-ser

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 18:19

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Einhvers staðar verður Sigurður Ingi Jóhannsson að vera. wink

Wilhelm Emilsson, 5.4.2016 kl. 18:56

6 identicon

Og Íslendingar eru alltaf samir við sig, láta littla tilburði setja allt landið á Hausinn ... enn einu sinni, leysir Bandaríkjaforseti (eða Putin, hvor sem það var sem stuðlaði að þessu) við ... nú, með því að nota sér "leka" sér í hag ... og Íslendingar, setja allt þjóðarbúið á hausinn. Í múgæsing yfir því, að hann Gunni í húsinu á móti, eigi kannski flottari bíl og kemst upp með það.

Múgæsingur, er fyrir múginn ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 22:04

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Heyrði að Sigurður Ingi hafi geymt allan búpeninginn sinn, sauðfé, hesta og kýr árum saman í skattaskjóli á Paradísareyju. En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.4.2016 kl. 23:08

8 Smámynd: Elle_

Nei þetta var það skásta í stöðunni að núverandi stjórnarflokkar væru enn í stjórn. Hrollvekjan frá 2009 má alls ekki birtast aftur í stjórnmálum. Og svo held ég Halldór fari með rétt mál að ofanverðu.

Elle_, 6.4.2016 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband