Sannleikur SDG: Hann bað ekki um þingrofsheimild og sagði ekki af sér!

Hingað til hefur það verið á hreinu að menn segja af sér, þegar þeir lýsa því yfir að þeir hverfi úr embætti. Í íslensk-enskri orðabók er enska orðið resignation, sem erlendir fjölmiðlar hafa notað í dag, þýtt með íslenska orðinu afsögn.

Júlíus Vífill sagði af sér í dag. Vilhjálmur Þorsteinsson búinn að gera það áður.

Forsætisráðherrann afrekaði það að enda farsakenndan dag með enn einum "misskilningnum" og miðað við þá fullyrðingu hans að forsetinn hafi "misskilið" hann á fundinum í morgun er óhætt að segja að SDG er einhver misskildasti maður Íslandssögunnar.

Hann sagðist á facebook í morgun ætla að sækja sér umboð til þingrofs á Bessastaði og greindi Sigurði Inga frá því, kom þangað síðan með tvo háttsetta embættismenn úr ráðuneyti sínu, sem voru með skjöl og ríkisráðstösku og sýndi þannig forsetanum alvöru málsins og hvers ætlast væri til af honum.

En þegar forsetinn hafnar beiðninni snýr SDG því þannig eftir á, að hann hafi alls ekki beðið um þingrof.

Forsetinn hafi því sagt rangt frá um höfnunina! Og Sigurður Ingi þá væntanlega líka misskilið símtalið og allir misskilið facebook-færsluna!

Síðan endar dagurinn á óskiljanlegri yfirlýsingu til erlendra fjölmiðla um hið nýja íslenska orðalag "að stíga til hliðar" í ótiltekinn tíma, sem á víst að skilja sem svo að þýði allt annað en afsögn.  

Erlendir frétta- og blaðamenn klóra sér í höfðinu og tala réttilega um farsa.

Tvær ´helstu fréttir dagsins eru því rangar og ónýtar ef sannleikur Sigmundar Davíðs gildir:

Hann bað ekki um þingrofsheimild og var því ekki hafnað!

Hann hefur ekki sagt af sér heldur "stigið til hliðar" ótímabundið!  


mbl.is „Má vel vera að einhverjir misskilji þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvorki telja fisk né fugl,
Framsókn myrkri mokar,
endalaust er allt það rugl,
á Ísland heimur lokar.

Þorsteinn Briem, 6.4.2016 kl. 00:42

2 identicon

Þetta var fletta: http://www.visir.is/motmaelendur-ekki-althyda-thessa-lands/article/2016160409228

Dísa (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 00:46

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hljóta að fara að vakna spurningar um andlegt heilbrigði fráfarandi forsætisráðherra, hafi þær ekki þegar gert það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2016 kl. 06:29

4 identicon

Það má vel vera að blaðamenn skemmti sér yfir þessum farsa en nú verða þeir að birta öll gögnin.  Það er glæpsamlegt af þeirra hálfu að ætla að bíða fram í maí.  Hönnuð atburðarrás er understatement. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 07:34

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Omar segir þetta rétt. Hann gleymir að þýða   "að stíga til hliðar" sem þýðir ''step down or step aside'' while we correct this matter.

Sjáið þið hann plataði medíuna sem var að reyna henda honum af  stólnum sama hvaða útskýringar og með Twitter Birgittu og Twitter Pírata og skrítna fólkinu í stjórnarandstöðunni. 

Valdimar Samúelsson, 6.4.2016 kl. 07:56

6 identicon

,,Sjáið þið hann plataði.."

Sé að þessi Valdimar Samúelsson er ekkert unglamb, en hugsun er eitthvað í ætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson  !

Siðferðið er ekkert hjá báðum  !

JR (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 09:32

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er eiginlega komið gott.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2016 kl. 10:13

8 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sigurður Ingi segir mál Sigmundar hafa skaðað flokkinn. Dettur þessum manni ekki í hug að mál SDG hafi skaðað Ísland og íslenska þjóð? Nei flokkurinn og völdin er þessu fólki allt en orðspor og afkoma þjóðar aukaatriði.Valdagræðgi og spilling birtist hér í framkomu þessa fólks. Þeirra hugsun nær bara til eigin rassgats.

Ragna Birgisdóttir, 6.4.2016 kl. 10:22

9 identicon

Hér er fínn pistill fyrir utan niðurlagið.  Við erum að fara úr öskunni í eldinn.

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/2169669/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 10:32

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég bið um gætni varðandi orðaval. Er búinn að eyða einni athugasemd "tímabundið" og gef færi á lagfæringu orðavals.

Ómar Ragnarsson, 6.4.2016 kl. 14:08

11 identicon

Ég skil ekki af hverju allir virðast misskilja þessa Facebook færslu SDG. Mér finnst hún bara nokkuð skýr.

"Jafnframt fór ég yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta"

.Hvað er svona óskýrt við þetta? Hann myndi rjúfa þing EF þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórn. Blaðamenn voru þeir fyrstu sem misskildu þetta greinilega og fólk ætti bara að lesa þetta aðeins betur

Davíð (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 17:20

12 Smámynd: Elle_

Davíð þetta er kýrskýrt. Og gott að þú bentir á það.

Elle_, 6.4.2016 kl. 23:08

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsjallar eru svo spilltir, að það er í raun erfitt að trúa því.

En eg er ekki hissa og bregður ekki.

Þetta er ég allt fyrir löngu búinn að sjá og finna út og hef marg, margoft sagt fólki þetta.

Forherðingin er algjör.

Þarna hafa þeir fleytt rjómann ofan af kjötkatli árum og áratugum saman með þeim afleiðingum að landið er í rúst.  Innviðir laskaðir og smfélagskerfi að hruni komið.  Ísland gæti alveg misst sjálfstæðið fljótlega ef þessum framsjallahroða fer ekki að linna.

Harmafregnin er svo sú, að um 1/3 íslendinga styður og vill spillingu framsjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2016 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband