6.4.2016 | 18:58
Eru hlutföllin 26 - 74 ekki "gjá"?
Einu sinni var sagt að gjá væri milli þings og þjóðar og átt við það að meira en 70 prósent væru andvíg fjölmiðlafrumvarpi þáverandi ríkisstjórnar.
Þessi gjá er ekki minni núna, aðeins 26 prósent styðja ríkisstjórnina.
Ný ríkisstjórn, klambrað saman úr brunarústum núverandi stjórnar, breytir varla miklu héðan af.
Afsökun stjórnarherranna er sú að eftir sé að leysa svo aðkallandi mál, sem hún á óleyst.
Á móti því kemur, að að minnsta kosti tveimur þessara mála, verðtryggingunni og húsnæðismálunum ætluðu stjórnarherrarnir að vera búnir að ljúka fyrir alllöngu og þess vegna geta þeir sjálfum sér um kennt hvað þetta varðar.
Bæði fyrri ríkisstjórn og núverandi ríkisstjórn hafa unnið í samfellu að afnámi gjaldeyrishafta og það er ekki eins og að stórlöskuð núverandi stjórn sé sú eina sem getur lokið því verki.
Það er gjá milli þings og þjóðar og hinn mikli meirihluti á Alþingi sem löskuð stjórn Framsóknar og Sjalla er í hrópandi ósamræmi við fylgið meðal kjósenda.
Sjálfstæðismenn funda klukkan 18.45 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er pólitískt afsprengi búsáhaldarbyltingarinnar. Vill þjóðin nýjan SDG eftir nýja búsáhaldabyltingu?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 20:40
Eitt sinn sat ríkisstjórn að völdum sem fældi villiketti burt úr sínum röðum og var þar með búin að missa meirihluta sinn á þingi. Þá kom Hreyfingin stjórninni til hjálpar og varði hana vantrausti. Ekki kom þessi ríkisstjórn neinu í verk þar sem hún hafði ekki þingstyrk til. Samt sem áður sat stjórnin sem fastast og engin hreyfing var á Hreyfingunni.
Ekki var nóg með að stjórnin naut ekki þingstyrks, þjóðin var búin að hafna henni, en það virtist ekki skipt hana nokkru máli.
Hið furðulega er að þingmenn stjórnarandstöðunnar í dag voru flestir viðriðnir, þ.e. ráðherrar í þeirri stjórn sem að framan greinir. Tvískinnungur þessa fólks er til háðungar og svo eru menn að hafa áhyggjur af áliti útlendinga á Íslandi og því sem íslenskt er.
Því miður er stjórnarandstaðan búin að vera með undirróður í þeim tilgangi að grafa undan Sigmundi Davíð og það með dyggum stuðningi RÚV, fyrirtækis sem er með allt niður um sig í siðferðismálum. Hvaða þingmaður ætli fái næstu útreið úr þeirri átt?
Stjórnarandstaðan hefur ekki haft nein málefni á sinni könnu, ekkert sem hún getur barist fyrir. Samfylkingin er búin að tapa sínu eina máli, þannig að þá þurfti að finna aðra leið til að ná athygli fjöldans, jú nota múgæsingu, það er nokkuð sem vinstri menn kunna.
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.4.2016 kl. 21:38
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 6.4.2016 kl. 21:58
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 6.4.2016 kl. 21:59
13.3.2015:
Flestir vilja síst hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn
Þorsteinn Briem, 6.4.2016 kl. 22:01
Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 6.4.2016 kl. 22:02
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já sögðu 67,5%.
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Já sögðu 82,9%.
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já sögðu 57,1%.
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Já sögðu 78,4%.
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Já sögðu 66,5%.
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já sögðu 73,3%.
Þorsteinn Briem, 6.4.2016 kl. 22:03
Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 6.4.2016 kl. 22:04
1.4.2015:
"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."
Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn
Þorsteinn Briem, 6.4.2016 kl. 22:08
1.9.2015:
Meirihluti kjósenda undir þrítugu styður Pírata
Þorsteinn Briem, 6.4.2016 kl. 22:09
17.8.2015:
"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 6.4.2016 kl. 22:12
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 6.4.2016 kl. 22:13
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 6.4.2016 kl. 22:14
Það er erfitt að stóla á skoðanakannanir. Ríkisútvarpið sýnir aðrar tölur:
http://ruv.is/frett/fylgid-snareykst-hja-vg-en-dalar-hja-pirotum
hér er það 33/64, könnunin tekin daginn eftir að þeir sýndu árásina á Sigmund og ætti því að sýna algjört botnfylgi við ríkisstjórnina.
ls (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 11:33
Það er ekki hægt að láta skoðanakannanir stjórna landinu (það væri flott ef einhver myndi koma pírötum í skilning um það).
Fylgið á bak við þessa ríkistjórn er enn það sem þau fengu í síðustu kosningum og það er þannig þangað til að það verður kosið aftur.
Þetta kallast lýðræði!
wilfred (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.