Samanburðurinn við 1950.

Á útmánuðum 1950 myndaði Steingrímur Steinþórsson ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Steingrímur var Alþingismaður og búnaðarmálastjóri en hvorki formaður né varaformður Framsóknarflokksins.

Undanfari þessarar stjórnarmyndunar var vandræðagangur og hálfgerð stjórnarkreppa eftir að ágreiningur varð um efnahagsráðstafanir í ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar sem var samstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og glímdi við efnahagskreppu í kjölfar þess að stríðsgróðinn var uppurinn og ár skömmtunar og kjararýrnunar tóku við.

Sjálfstæðismenn vildu leiðrétta gengisskráninguna, sem var kolröng og bitnaði harkalega á sjávarútveginum.

Ekki var vel tekið í það, stjórnin sprakk, og Ólafur Thors myndaði minnihlutastjórn, sem hugðist koma gengislækkun og fleiri ráðstöfunum í gegn.

Þá var samþykkt vantraust á stjórnina og stjórnarkreppa tók við.

Ólafur Thors og Hermann Jónasson, formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem gátu vegna persónulegs trúnaðarbrests ekki hugsað sér að sitja í ríkisstjórn undir forystu annars hvors þeirra, lögðu óformlega til við Svein Björnsson forseta þann möguleika að rjúfa þing og halda kosningar, en forseti taldi það óráð miðað við það hve stutt væri frá síðustu kosningum.

Um þessar þreifingar vitnaðist ekki fyrr en í bókinni um Ólaf. Þetta var ekki gert með því að gera það heyrin kunnugt fyrirfram og þaðan af síður komið undir smásjá fjölmiðla til Bessastaða með tvo háttsetta embættismenn forsætisráðuneytins og öll tilskilin skjöl til að negla þetta á flýttum hádegisfundi.

Sveinn Björnsson hafði myndað utanþingsstjórn 1942-44 þegar ósætti Ólafs og Hermanns hafði gerði ókleyft að mynda þingræðisstjórn og brýndi þá 1950 til að finna lausn.

Gaf líka í skyn að ef stjórnarmyndun drægist úr hömlu kynni hann að mynda utanþingsstjórn aftur.

Lausnin varð sú að sæst var á forsætisráðherra, sem í minningu minni var svipuð týpa og Sigurður Ingi Jóhannsson er nú.

Ólafur Thors varð sjávarútvegsráðherra og Hermann Jónasson landbúnaðarráðherra.

Aðdragandi og ástæða stjórnarmyndunar nú er ólíkur því sem var 1950. Nú gerist þetta allt í skæru kastljósi fjölmiðla um allan heim og hinn dramatíski farsi um hádegisbilið í gær er í algerri mótsögn við hljóðláta baktjaldavinnu, sem skóp "helmingaskiptastjórnina" 1950.  


mbl.is „Voru embættismennirnir með töskuna mína?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 16:34

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ha! Ha!

Ómar Ragnarsson, 7.4.2016 kl. 16:41

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

laughinglaughing

Ragna Birgisdóttir, 7.4.2016 kl. 17:03

4 identicon

Það er fávizkuleg ákvörðun að setja beinharðan ESB-sinna í utanríkisráðuneytið í staðinn fyrir duglausa skáps-ESB-sinnann Gunnar Braga. Lýðveldið farið úr öskunni í eldinn og með hraðbyri til helvítis. Allt í sambandi við þessa nýju ríkisstjórn (og fráfarandi stjórn líka) er ömurlegt. En Össur er hæstánægður með Simma núna.

Pétur D. (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 17:42

5 identicon

“Skattfríðindi samvinnufélaganna voru mjög á döfinni á þessum árum þegar verslunarálagning var lækkuð niður úr öllu valdi.  Á [...] fundi kaupsýslumanna 1948 sagði Eggert Kristjánsson m.a.:  ‘Verslun samvinnumanna er rekin með þeim hætti í dag, að ég sé lítinn mun á henni og rekstri hlutafélaga í verslun, eða einstaklinga, þar sem þeir selja jafnt og sækjast jafnt eftir viðskiptum við utanfélagsmenn sem félagsmenn.  Þess vegna sé ég ekki annað en fullt réttlæti sé í því að samvinnufélögin lúti sömu skattalögum eins og aðrir, sem fást við kaupsýslu eða iðnað.  Við skulum taka nærtækt dæmi.  S.Í.S. rekur iðnaðarfyrirtæki.  Það er rekið hliðstætt fyrirtæki af öðrum aðila, nákvæmlega í sömu grein.  En með þeirri skattlagningu, sem nú er, þá vitum við það, að það er ekki lítill verðmismunur, sem þarf að vera á vörum þessara tveggja aðila, miðað við sömu afkomu, ef annar er skattfrjáls, en hinn á að greiða fulla skatta.  Kaupfélögin sitja við sama borð, hvað verslunarálagningu snertir, eins og við, sem stundum kaupsýslu.  Hví ekki að þeir greiði sömu skatta?  Mér finnst að það hljóti að vera mál málanna að það gildi ein skattalög í landinu, hverjir svo sem skattarnir eru.

     Skattfríðindi Sambandsins fólust m.a. í því að tekjuskattur samvinnufélaga fór ekki stighækkandi og var aðeins 8% í stað allt að 22% hjá öðrum.  Þá máttu samvinnufélög leggja 33% tekna sinna í varasjóð í stað 20% sem hlutafélögunum var heimilt, en einstaklingar sem ráku verslun höfðu alls enga heimild til slíks varasjóðsfrádráttar.”

Þjóð í hafti:197-198.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband