7.4.2016 | 19:42
Svona leikritshandrit skrifa menn ekki !?
Ef einhver rithöfundur hefði skrifað handrit að því sem gerðist frá morgni til síðdegis í fyrradag, hefði vafalaust verið sagt við hann að svona dirfðist enginn að skrifa eða skálda upp, þetta væri of skrautlegt.
Því að það verður að segjast að jafnvel hugmyndaríkustu leikritahöfunar hefðu varla getað stillt upp myndrænni útfærslu á samskiptum helstu ráðamönnum þjóðarinnar en fundinum með Bjarna um morgninum, facabook færslunni og Bessastaðaför SDG við þriðja mann með tilbúnar útfærslur af því hvernig hann hygðist fara í "aflraunir" við Sjálfstæðisþingmenn.
Í viðtali á Stöð 2 í kvöld játar hann að í "töskunni" frægu hafi hann haft fyrirfram tilbúin plögg fyrir forsetann að undirrita, sem innihéldu mismunandi útfærslur eftir því hvernig "aflraunakeppni" hans við þingflokk Sjálfstæðismanna gengi.
Með þessu segist hann hafa verið að vinna sem besta undirbúningsforvinnu til þess að hafa allt klárt eftir því hvernig leikar færu hjá þingflokki Sjálfstæðismanna.
Sigmundur Davíð er sem sé magnaður leikritshöfundur, ekki vantar það.
Forsetinnn sagði strax eftir fundinn að hann gæti hvorki undirritað neitt né lofað slíku fyrirfram, og er einsdæmi hvernig hann taldi sig knúinn til að verða fyrri til að setja kúrsinn.
Sú spurning vaknar hvort SDG hafi stungið upp á því að forsetinn skrifaði undir báðar/allar útfærslur þingrofsins fyrirfram gegn loforði Sigmundar um að hafa samband við forsetann rétt áður en hann léti vaða.
Og núna rétt áðan gaf SDG ýmislegt í skyn í viðtali á Stöð 2, sem getur gert handritið enn villtara.
Pappakassi notaður fyrir skjöl ríkisráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er orðið þreytandi að horfa upp á hvernig stjórnarandstaðan rembist við að láta þetta leikrit snúast bara um einn mann. Hvers vegna studdu Samfylking og VG ekki breytingartillögu Lilju Mósesdóttur sem hefði tryggt almenningi vitneskju um raunverulega kröfuhafa gömlu bankanna? Hvað hafa þau að fela? Katrín Jakobsdóttir, Árni Páll Árnason, Guðmundur Steingrímsson, Björn Valur Gíslason og Svandís Svavarsdóttir? Þau bera í raun ábyrgð á þessari stöðu sem upp er komin og ættu að víkja af þingi ekki seinna en strax.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 19:57
22.000 manns á Austurvelli á mánudaginn sem kröfðust afsagnar Sigmundar Davíðs voru ekki Samfylkingin. Það var þverskurður af þjóðinni.Í öllum flokkum,engum flokkum,konur, menn sem krefjast breytt siðferðis í íslenskum stjórnmálum.
Ragna Birgisdóttir, 7.4.2016 kl. 20:23
Því miður Ómar Ragnarsson. Enn hefur ekki tekist að finna upp og hanna stjórnmál sem henta DDRÚV né hvað þá fjölmiðlum.
Held að þetta DDRÚV lið sem er að ganga frá landinu ætti að pakka sér saman og reyna að sinna hlutverki sínu í stað þess að reyna að hanna veruleikann svo að hann henti einræði götunnar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2016 kl. 21:38
Ómar minn.
Sem gamall fjölmiðlamaður ættir þú nú ekki að stökkva á þennan vagn.
Þó atburðir síðustu daga hafi verið óvenju dramatískir þá urðu þeir auðvitað enn dramatískari fyrir tilstilli netmiðla og stöðugra beinna útsendinga frá hverri hreyfingu. Sem sumir hverjir voru að yfir-dramatísera (svo ekki sé meira sagt) eins og þú og þínir þekkja.
Það er ekki eins og áður var þegar við biðum frétta af myndun ríkissjórna og álíka viðburða eins og eftir páfakjör í Róm.
Eigum við ekki að róa okkur aðeins? :)
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 21:53
1.9.2015:
Meirihluti kjósenda undir þrítugu styður Pírata
Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 22:08
Í gær, miðvikudag:
What would happen if Iceland voted now?
Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 22:08
Í gær, miðvikudag:
Almost half of Icelandic nation now want the Pirate Party
Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 22:09
Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 22:10
Þingmenn:
Píratar 29,
Vinstri grænir 8,
Samfylkingin 7.
Samtals 44 af 63 (70%).
Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 22:10
Ég vissi ekki að meirihluti Íslendinga vilji að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn verði áfram við völd.
Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 22:12
Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem birt var í gær, 2. mars 2016, eru Samfylkingin, Björt framtíð og Píratar nú með samtals 49% fylgi og voru með 44% fylgi fyrir ári.
Sjálfstæðisflokkurinn er nú með 24% fylgi en var með 27% fyrir ári og Framsóknarflokkurinn er nú með 11% fylgi en var með 13%.
Og Vinstri grænir eru nú með 11% fylgi eins og fyrir ári.
Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar hefur því farið til Pírata, sem einnig er jafnaðarmannaflokkur eins og vel sést á stefnu flokksins.
Steini Briem, 3.3.2016
Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 22:14
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 22:15
Hróðugur með handrit gott,
hissa presidentinn,
rekinn burt með pínlegt plott,
Panama delinkventinn.
Þorsteinn Briem, 7.4.2016 kl. 22:40
Kæri Ómar
Nú vita allir að þú ert drengur góður.
Finnst þér ekkert skrýtið að þú skulir njóta þess svona mikið að níðast á Sigmundi Davíð?
Eru það ekki hættumerki þegar hatrið er farið að stýra gleðinni?
Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 05:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.