Ekkert ætti að aftra því að kosningar fari fram.

Talsmenn ríkisstjórnarinnar láta eins og aflétting gjaldeyrishafta sé að bresta á í vor og þess vegna megi alls ekki kjósa.

Þetta er ekki rétt. Aðeins er um útboð að ræða í maí og augljóst að það muni taka einhver misseri að aflétta gjaldeyrishöftunum, hvernig sem unnið er.

Ríkisstjórnin lofaði þessum ráðstöfunum í síðastliðnum október en drátturinn er þegar orðin sjö mánuðir.

Ríkisstjórnin lofaði húsnæðisfrumvörpum, afnámi verðtryggingar og afgreiðslu stjórnarskrármála fyrir löngu og getur aðeins kennt sjálfri sér og sundurþykkju í stjórnarflokkunum um það hve illa gengur að koma frá sér frumvörpum, hvað þá að afgreiða þau.

Glæsilegur mótmælafundur á Austurvelli í dag er í samræmi við skoðanakannanir og undirölduna í þjóðfélaginu.

Hér á blogginu hældust stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar um fyrir tveimur dögum að engin mótmæli væru í Bretlandi vegna aflandsmála David Cameron forsætisráðherra Breta.   

Annað hefur komið á daginn og hin íslensku mótmæli og afsögn okkar forsætisráðherra hafa meira að segja hugsanlega haft áhrif erlendis.

Ekkert ætti að aftra því að þessi ríkisstjórn fari frá, kosningar fari fram og ný ríkisstjórn með nýtt umboð taki við.  

 


mbl.is „Kominn tími á Píratana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttir dagsins eru þær, að 320.000 Íslendingar mættu ekki á Austurvöll.

Það er skýlaus krafa þjóðarinnar, að þessi mótmælalýður vinstrimanna verði hunsaður með öllu. Kjörtímabilinu lýkur næsta vor, en ef vinstrimenn verða þægir, og fara ekki að flækjast fyrir lýðræðislega kjörnum meirihluta á Alþingi, þá má alveg íhuga kosningar fyrr, en bara ef ríkisstjórnin klárar öll sín mál.

Það sem er á hreinu, að lýðræðinu er best borgið með því að hálfbjánar, sem röfla um valdarán, þegar meirihluti Alþingis tekur ákvarðanir, komist aldrei í ríkisstjórn.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 19:46

2 identicon

Hitt er það, að það hlýtur að vera komin tími til að taka kosningaréttinn af Illuga Jökulssyni. Þessi stuðningsmaður Framsóknar, eða Sjálfstæðisflokks, lendir ítrekað í því að stjórnarflokkarnir svíkja hann.

Og auðvitað geta þeir ekki svikið Illuga, nema að hann kjósi þá endurtekið.

Það er annað tveggja, að taka af garminum kosningaréttinn, eða að hann fái undanþágu, og fái að hafa með sér aðstoðarmann í kjörklefann, þannig að mistökin verði ekki endurtekin aftur, eina ferðina enn.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 19:51

3 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Ég er hvekktur vegna þess að BB hefur ekki efnt loforð sem hann gaf mér og okkar jafnöldrum fyrir síðustu kosningar, nema þeim sem höfðu það hvort sem er betra og hafa það nú enn betra.

En við hverju er að búast af kosningum núna, hverjir taka við, með hvaða hugmyndir og hvers megnugir? Ég sakna þess að þeir sem krefjast afsagna og kosninga nefni hvað þeir vilja í staðinn.

Herbert Guðmundsson, 9.4.2016 kl. 19:54

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Tihihi....Hilmar mættur laughing laughing Skemmtilegt cool

Ragna Birgisdóttir, 9.4.2016 kl. 19:59

5 identicon

Nú eru margir farnir að óttast, að skrílræði sé að taka yfir lýðræðið í landinu, og er ég einn þeirra, og eru þessar nútíma Nornaveiðar sem stundaðar eru af féttamiðlum verulega ógeðfeldar, þar sem lygum blekkingum og einelti er beitt.

Eins og allir vita eru Píratar tölvuleikjaútgáfa af janaðarmönnum, Samfó og Vinstri grænum,og hafa ekki nokkura þekkingu eða mannskap til að setjast í ríkistjórn. Og ekki vill þjóðin Icesave fólkið í stjórn landsins, og því síður þá þingmenn sem komu í veg fyrir tillögu Lilju Mós. um að afnema nafnleynd á kröfuhöfum bankanna, en það voru Karín Jakobsdóttir,Árni Páll, Svadís Svarsdóttir, Guðmundur Steingríms,Björn Valur og fl. úr ríkistjór Jóhönnu og Steigríms, þvílík hræstni, og koma nú fram og vilja heiðarleika og meira réttlæti. Eina vonin sem ég sé er að ný framboð komi fram fyrir næstu kosningar sem þjóðin geti smeinast um.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 20:06

6 identicon

Stjórnarflokkunum ber engin lýðræðisleg skylda til að flýta kosningum, þjóðin gaf þeim umboð sitt til að stjórna landinu allt þetta kjörtímabil. Það er t.d. hefð hjá Bretum að kosningar fari fram þegar ríkjandi stjórn þykir best henta.

Vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sat út kjörtímabil sitt þótt hún væri rúin trausti. Hvort henni hefði hentað betur að láta kjósa fyrr skal ósagt látið.

Núverandi stjórn á alls ekki að láta hrekja sig frá völdum vegna mótmæla eða annara upphlaupa.

Hins vegar tel ég skynsamlegt eins og málum er komið að Bjarni Ben og Ólöf segi af sér ráðherraembætti og feli það öðrum óumdeildari mönnum. Jafnvel ætti Bjarni að segja af sér sem formaður flokksins, ég held hann yrði þá talinn maður meiri.

Enn fremur ætti Sigm. Davíð að draga sig alveg út úr stjórnmálum. 

Svo ættu núverandi stjórnarflokkar að meta það hvort rétt sé að kjósa í haust eða í lok kjörtímabilsins næsta vor.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 20:38

7 identicon

Við þurfum bara kosningu um tillögu Lilju Mósesdóttur.    

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 20:43

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:03

        10 Smámynd: Þorsteinn Briem

        20.10.2015:

        ""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."

        "Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.

        Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.

        Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."

        "Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""

        Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:04

        11 Smámynd: Þorsteinn Briem

        1.4.2015:

        "12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

        Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:05

        13 Smámynd: Þorsteinn Briem

        17.8.2015:

        "Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

        Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

        Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

        Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

        Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

        Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:11

        14 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

        "The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

        Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

        10.2.2015:

        "Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

        Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

        Þessi lán eru óverðtryggð."

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:12

        15 Smámynd: Þorsteinn Briem

        25.8.2015:


        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:13

        16 Smámynd: Þorsteinn Briem

        kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

        "Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

        Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

        "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

        Og daginn eftir á Stöð 2:

        "Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:14

        17 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

        Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

        1.
        Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

        Já sögðu 67,5%.

        2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

        Já sögðu 82,9%.

        3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

        Já sögðu 57,1%.

        4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

        Já sögðu 78,4%.

        5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

        Já sögðu 66,5%.

        6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

        Já sögðu 73,3%.

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:16

        18 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar vilja samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga sem er samhljóða frumvarpi Stjórnlagaráðs í öllum efnisatriðum."

        Stefnumál Pírata - Píratar

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:22

        19 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar vilja verkefnamiðaðra, lýðræðislegra, samfélagsmiðaðra og fjölbreyttara skólaumhverfi.

        Leggja skal áherslu á notkun frjáls hugbúnaðar og að allur sá hugbúnaður sem gerður er fyrir menntastofnanir sé gerður aðgengilegur undir frjálsu leyfi."

        "Menntakerfi Íslendinga eigi að taka frekari viðmið af finnsku leiðinni í menntamálum."

        "Kynfræðsla skuli lögbundin sem sérstök námsgrein í grunnskóla og samið verði efni við hæfi mismunandi aldurshópa."

        "Sérstaklega verði fjallað í kynfræðslu um klám og eðli þess sem afþreyingarefnis en ekki fræðsluefnis og að það gefi því takmarkaða innsýn inn í kynhegðun fólks.

        Sérstaklega verði fjallað um ábyrga internetnotkun, börnum bent á hættuna af því að setja of miklar upplýsingar á internetið, myndefni þar með talið.

        Stefna skuli að því hafa sérmenntaða kynfræðslukennara eins og kostur er.

        Áhersla verði lögð á gagnkvæma virðingu
        , samskipti og upplýst samþykki."

        Menntamál - Píratar

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:24

        20 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar vilja lögfesta lágmarksframfærsluviðmið. Allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum í auðugu landi."

        "Leita þurfi leiða til að hluti af námslánunum sé styrkur."

        "Tryggja þarf að einstaklingar undir lögaldri eigi rétt á að taka þátt í félags- og skólastörfum óháð fjárhag foreldra.

        Tryggja þarf að allir hafi aðgang að íbúðarhúsnæði í takt við fjárhagsgetu, heilsufar og fjölskyldustærð.

        Gera þarf sértækar ráðstafanir fyrir einstaklinga með sérþarfir."

        Velferðarmál - Píratar

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:25

        21 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar vilja að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem hann þarf til að geta tekið upplýstar ákvarðanir og veitt stjórnsýslunni það aðhald sem hún þarf.

        Án gagnsæis er ekki alvöru lýðræði
        , ekki hægt að taka ákvarðanir um opinber fjármál, ekki hægt að koma í veg fyrir spillingu og ekki hægt að krefjast ábyrgðar.

        Með opnum ríkisfjármálum má betur koma auga á sóun á fjármagni og uppræta spillingu í stjórnsýslunni."

        "Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar."

        Gagnsæi - Píratar

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:26

        22 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Píratar nota kosningakerfi á Netinu til að greiða úr ágreiningsmálum og komast að niðurstöðu samhliða reglulegum málefnafundum og framkvæmdafundum í kjötheimum."

        "Stefnumál eru meðal þess sem kosið er um í kosningakerfinu og því má sjá þar yfirlit yfir öll samþykkt stefnumál Pírata."

        Kosningakerfi Pírata - Píratar

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:28

        23 Smámynd: Þorsteinn Briem

        "Stór fyrirtæki hafa fengið allt of mikla athygli á undanförnum árum, 99% fyrirtækja á Íslandi eru lítil eða meðalstór.

        Píratar vilja betrumbæta atvinnuumhverfi smáiðnaðar með einfaldara rekstrarumhverfi."

        "Píratar styðja við alla nýsköpun, við ætlum að standa vörð um atvinnufrelsið og að allir einstaklingar geti nýtt sér sína þekkingu sér til atvinnu."

        "Píratar vilja opna á bókhald ríkissjóðs og ríkisstofnana þannig að það sé aðgengilegt á tölvutæku formi að því marki sem sjónarmið persónuverndar leyfa.

        Kjósendur hafa rétt á því að vita hvernig peningum þeirra er úthlutað og hafa áhrif á gang mála."

        "Nauðsynlegt er að aðskilja starfsemi innlánsstofnana og áhættufjárfesta þannig að ekki sé mögulegt að nýta tryggðar innistæður í áhættuviðskiptum."

        Atvinnu- og efnahagsmál - Píratar

        Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 21:32

        24 identicon

        Mikil er viska þín Ómar Ragnarsson.

        En hvorki þú eða þessi 6000 manns (skv.tölum lögreglu) sem spókuðu sig í sólskini á Austurvelli í dag talið fyrir þjóðina.

        Það er engin tilviljun að það voru ekki fleiri sem létu sjá sig þrátt fyrir bongóblíðu og öll þessi dásamlegu skemmtiatriði.

        Hinn þögli meirihluti er líka sterkur.

        Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 22:12

        25 Smámynd: hilmar  jónsson

        Kosningar strax, Bjarna Ben, Ólöfu og Sigmund út, það er vilji þjóðarinnar.

        Skoðannakannanir og stigvaxandi fjöldi mótmælenda ætti að staðfesta það mjög skýrt.

        hilmar jónsson, 9.4.2016 kl. 23:24

        26 identicon

        Það er semsagt ekkert sem aftrar því að boðað sé til kosninga í hvert skipti sem 1-2% þjóðarinnar mótmælir.  Var það viðmiðið í þessari frægu ekki-stjórnarskrá sem pistlahöfundur var einn höfunda að?  Að 1-2% þjóðarinnar geti hvenær sem er krafist kosninga?

        Ekki eru allir vitleysingarnir eins en eitt eiga þeir sameiginlegt - þeir eru allir vitleysingar.

        Bjarni (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 00:57

        27 Smámynd: Villi Asgeirsson

        Auðvitað á að rjúfa þing og efna til kosninga strax. Og það er skondið að lesa um skrílslæti. Lögreglan sér ekki ástæðu til að girða þinghúsið af því allt fer friðsamlega fram. Það eru nú meiri skrílslætin.

        Villi Asgeirsson, 13.4.2016 kl. 20:57

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband