Stórbrotin tilraun í skugga vantrausts á stjórnmálum?

Traust Íslendinga á stjórnmálamönnum beið einstæðan hnekki í kjölfar Hrunsins. 

En Hrunið var ekki það eina. Í borgarstjórn Reykjavíkur ríkti upplausnarástand frá 2006-2010 sem átti sér ekki neina hliðstæðu í borginni frá upphafi. 

Afleiðingin varð sú að kjósendur voru tilbúnir til að gera stórbrotna tilraun árið 2010 með því víkja reyndum stjórnmálamönnum til hliðar og kjósa algerlega nýtt og óreynd afl til forystu í borginni. 

Þetta nýja afl náði samkomulagi við hluta hinna gömlu stjórnmálaafla og þessi meirihluti sat út kjörtímabilið án teljandi vandræða við stjórn borgarinnar. 

En þar með virtist hins vegar hið nýja afl vera orðið hluti af hinu gamla valdakerfiog það fjaraði fljótt undan því í kosningunum og eftir þær. 

Að minnsta kosti er það eina finnanlega skýringin á uppgangi Pírata síðasta ár.

Þeir eru að vísu starfandi í borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík, en virðast ekki gjalda þess, enda lítt áberandi þar á bæ.

Hugmynd Birgittu Jónsdóttur um að samið verði fyrirfram um stefnu kosningabandalags, sem byði fram á gegn núverandi stjórnarflokkum, er nýjung í íslenskum stjórnmálum, því að enda þótt Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hafi lýst fyrirfram yfir stjórnarsamstarfi í kosningunum 1963, 1967 og 1971, lögðu þeir ekki fram stjórnarsáttmála fyrir kosningar eins og Birgitta talar um að stefna ætti að fyrir næstu kosningar.

Þessi hugmynd er djörf, því að enginn veit áður en viðræður hefjast milli væntanlegra bandalagsflokka, hvað muni koma upp í slíkum fyrirfram gerðum stjórnarsáttmála. 

En Píratar eru hvort eð er að máta ýmsar hugmyndir um fullkomna stefnuskrá þeirra sjálfra, og þess vegna gæti það verið ákveðin þrautalending að ljúka fyrirfram við alla stefnumótun fyrir þá ríkisstjórn, sem þeir lofa að mynda eftir kosningar. 

Fróðlegt verður að sjá hverju á eftir að vinda fram á næstu vikum í þessum málum. 

 

 


mbl.is Sjóræningar taka Ísland með beinu lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 23:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Píratar eru einfaldlega jafnaðarmannaflokkur, eins og vel sést á stefnu flokksins, og hafa nú 35,3% fylgi, samkvæmt skoðanakönnun Gallup.

Frá síðustu alþingiskosningum, 2013, hafa Píratar fengið fylgi frá Bjartri framtíð og Samfylkingunni en fyrst og fremst þeim sem þá kusu Framsóknarflokkinn í stað Samfylkingarinnar.

Fylgi Framsóknarflokksins fyrir þremur árum, í febrúar 2013, var samkvæmt skoðanakönnun Gallup 14,2% og er nú mjög svipað, 12%.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fengu samtals 38,5% í alþingiskosningunum 2009 og eru nú með nánast sama fylgi, 36,4%.

Þá var Framsókn með 14,8% fylgi en nú 12% og Sjálfstæðisflokkurinn með 23,7%, en nú 24,4%, og fékk 26,7% í síðustu alþingiskosningum, 2013.

Vinstri grænir eru nú með sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum, þannig að Píratar hafa ekki fengið fylgi frá þeim.

Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst lítið fylgi til Pírata.

Samfylkingin, Vinstri grænir og Borgarahreyfingin fengu samtals 58,7% í alþingiskosningunum 2009 og Samfylkingin, Vinstri grænir, Björt framtíð og Píratar eru nú með sama fylgi, 58,9%.

Og jafnaðarmannaflokkarnir Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð eru nú með 48,1% fylgi.

Fylgi Bjartrar framtíðar er hins vegar mjög lítið, 3,6%, og eins og staðan er núna er því líklegast að Píratar, Samfylkingin og Vinstri grænir, nú með samtals 55,3% fylgi, myndi næstu ríkisstjórn.

Í raun breytir því engu fyrir jafnaðarmenn hvort Samfylkingin hverfur af sjónarsviðinu, þar sem fylgi flokksins nú færi til Pírata, sem einnig er jafnaðarmannaflokkur.

Ekki ætti því að koma á óvart að Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson, fyrrum formenn Alþýðuflokksins og Samfylkingarinnar, séu hrifnir af Pírötum.

Steini Briem, 28.2.2016

Þorsteinn Briem, 9.4.2016 kl. 23:41

5 identicon

Það er eitt varðandi kjósendur Pírata sem þarf að hafa í huga, það er að flestir þeirra kusu Pírata þrátt fyrir Birgittu, ekki vegna Birgittu.

Kjósendur Pírata, og ég er einn af þeim, hafa engan áhuga á að leiða hið veruleikafyrrta vinstra lattelepjandi leiðindapakk til valda, Frústreðaðar miðaldra háskólakellingar í samfylkingunni, krakkaormar í VG eða þröngur vinahópur Steingrímssonar eru ekki á óskalista kjósenda Pírata.

Ef Birgitta ætlar að stofna kosningabandalag með þessu 101 leyðindaliði, þá er bara tvennt í stöðunni, fylgið hrynur af Pírötum eða Birgittu verður hent út, sem væri auðvitað hin fullkomna lausn fyrir kjóisendur Pírata.

Bjarni (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 01:12

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hið nýja og óreynda afl, Besti flokkurinn, var aldrei í forustu í Reykjavík. Jón Gnarr vissi aldrei hvað sneri upp eða niður í starfi sínu og var allan tíman úti á þekju á meðan Dagur B og co stjórnuðu á bak við tjöldin.

Fylgi Pírata mun hrynja niður í ca 15% þegar fólk fær að heyra og sjá nýja frambjóðendur þeirra á listum. Fólk sem vill vel en veit og kann ekkert í stjórnmálum en getur vel hugsað sér þægilega innivinnu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.4.2016 kl. 04:49

7 identicon

Birgitta Jónsdóttir er jafn spillt og aðrir flokkar á þingi ef hún tekur ekki tilboði Lilju Mósesdóttur.  Lilja er að bjóða okkur upp á einstakt tækifæri til að afhjúpa þverpólitíska spillingu.  Birgitta er að bjóða þjófunum friðhelgi.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 08:23

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem er skrítið aðallega, - er að sjá stóran hluta ofsa sinnaðra framsóknarmanna og sjalla.

Þ.e.a.s. að þeir samþykkja spillinguna, - og ekki bara það, - heldur berjast fyrir henni!

Það breytir engu fyrir þá þó spilling framsjalla hafi verið afhjúpuð og hroðinn blasi við.

Svona á þetta vera segja stuðningsmenn framsjalla.

Það er þetta sem er aðallega sláandi og stingandi.

Svo ræðst þetta lið, ítrekað, að heiðarlegu fólki með þvílíka óþverranum.

Ofsa og ofstæki þessa liðs er varla hægt að lýsa með orðum.

Þarna liggur helsta vandamál Íslands, marflatt, í framsjallaspillingarflórnum og veltir sér þar fram og til baka.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.4.2016 kl. 09:37

9 identicon

"Þarna liggur helsta vandamál Íslands,..."

Rétt hjá Ómari Bjarki og um leið miklu meira vandamál en framkona nokkurra Panama svindlara úr röðum ráðherra.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 10:27

10 identicon

Tillaga Lilju Mósesdóttur er einföld og auðskilin.  Ef Píratar vilja vera trúverðugur valkostur þá ættu þeir að leggja þessa tillögu fram og láta kjósa um hana:

Nú þegar ljóst er orðið að kjörnir fulltrúar okkar munu sitja eitthvað áfram í sætum sínum, hvet ég þá til að vinna saman að lagabreytingum sem tryggja að þjóðin fái upplýsingar um hina raunverulegu eigendur krafna í slitabú gömlu bankanna. 

Raunverulegur eigandi telst vera einstaklingur ekki eignarhaldsfélag eða annað fyrirtækjaform. Nota verður þetta ákvæði laga um peningaþvætti og setja inn í öll lög sem mögulegt er að hrægammarnir noti til að koma sér undan upplýsingagjöfinni. 

Með slíkri löggjöf gætu Íslendingar lagt grunn að því að endurreisa traust í samfélagingu og alþjóðlegt orðspor þjóðarinnar. 

Traust almennings til helstu stofnana samfélagsins er í molum. Það er því mikilvægt að þjóðin viti hverjir hafa hagnast á alltof háu vaxtastigi eftir hrun, mikilli hörku við innheimtu skulda heimila og fyrirtækja, og á stöðuleikaframlagi sem er ekki nema um helmingur þess sem leggja átti á með stöðugleikaskatti. 

Upplýsingar um raunverulega eigendur eignarhaldsfélaga og fyrirtækja tryggja að:
1. allir búsettir á Íslandi greiði sinn skerf til samfélagsins.
2. óháðir aðilar keppi á mörkuðum í stað tengdra aðila sem er brot á samkeppnislögum.
3. nöfn kennitöluflakkara liggi fyrir.
4. fjölmiðlar stjórnist ekki af skuggaeigendum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 10:27

11 identicon

Píratar þykjast berjast fyrir nýrri stjórnarskrá og skýrum leikreglum.  Af hverju taka þeir ekki undir kröfu Lilju Mósesdóttur sem mun varpa skýru ljósi á það hvernig landið liggur?  Hverja eru þeir að reyna að blekkja?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband