10.4.2016 | 16:43
Tæki 15 þúsund manns í sæti.
Til eru grundvallarviðmið við hönnun farþegaþotna og bíla varðandi rými, sem hver maður þarf.
Þotur, sem eru með þrjá og þrjá í sætum, það er, tvær sætaraðir með gangi á milli, eru 3,50 metrar á breidd, og svokallað "pitch", eða fjarlægð langsum á milli sætaraða, er um 80 sentimetrar.
Þetta þýðir að um hálfur fermetri er talið nægt rými á hvern mann.
Austurvöllur nær á milli húsanna í kring þegar allar göturnar utan um grasflötina eru lokaðar fyrir bílaumferð, og flatarmál hans er um það bil 7500 fermetrar.
Það þýðir að hægt væri að koma um 15 þúsund manns fyrir á vellinum í sæti og þar af leiðandi ekki færri, heldur jafnvell fleiri ef allir stæðu.
Þetta er augljóst í strætisvögnum. Gólfrými standandi manns er að meðaltali 43 x 30 sm.
Ég tel mig hafa nokkra reynslu af því að meta fjölda fólks á samkomum eftir sextíu ára reynslu, og tel að á stóra fundinum um daginn hafi verið 15-18 þúsund manns á útifundinum og að ekki færr en sex þúsund hafi verið á fundinum í gær.
Í Jökulsárgöngunni og á útifundinum í lok hennar í september 2006 voru ekki færri en 10 þúsund, líklegast í kringum 13 þúsund, en ekki fleiri en 15 þúsund.
Fullyrðingar sem sést hafa á blogginu um að innan við eitt þúsund manns hafi verið á stóra fundinum um daginn eru augljós fjarstæða.
Forsetaefni afsprengi pólitísks umróts? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sigmundar nú sagan öll,
siglir inn í daginn,
allir fara á Austurvöll,
en aðeins sést þar maginn.
Þorsteinn Briem, 10.4.2016 kl. 17:01
"Til að veita mér aðhald og í þágu vísinda ætla ég að birta þyngdarmælingu á mánudögum næsta mánuðinn.
Byrjunarstaða: 108 kg."
Lokastaða: 150 kg.
Íslenski kúrinn - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Þorsteinn Briem, 10.4.2016 kl. 17:06
Síðastliðinn þriðjudag:
"Mótmælin gegn ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlagssonar á Austurvelli í gær eru fjölmennustu mótmæli í sögu landsins.
Ríflega tuttugu þúsund manns mættu til mótmælanna í Reykjavík í gær.
Það er meiri mannfjöldi en mótmælti í Búsáhaldabyltingunni veturinn 2009."
Mestu mótmæli Íslandssögunnar - Tuttugu þúsund manns á Austurvelli
Þorsteinn Briem, 10.4.2016 kl. 17:29
Þorsteinn Briem, 10.4.2016 kl. 17:32
Austurvöllur er 6000fm út í öll horn og að veggjum umlykjandi húsa, þ.á.m. Alþingishússins. Herðabreidd meðal herðabreidd kanneskju er 50cm og þykkt 30-50cm. Reiknaðu svo.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2016 kl. 18:33
O,5 x 0,3 = 0,15 m2, eða innan við einn sjötti af fermetra. Ef ég samþykki flatarmálið þitt, þekja 15 þúsund manns 2250 fermetra af þessum 6000.
En herðabreiddin þín er reyndar 7 sm meiri en reiknað er með í aftursætum bíla.
Ómar Ragnarsson, 10.4.2016 kl. 21:29
Í ungdæmi föður míns var burðarþol brúa reiknað þannig að þær áttu að bera mannþröng, eða 400 kíló á fermetra. Miðað við það er mannþröng á Austurvelli 25-30 þúsund manns.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.